Síða 1 af 1
Ná gögnum af hörðum disk í fartölvu
Sent: Mán 26. Mar 2018 16:15
af garpur02
Er einhver hérna sem getur aðstoðað mig við að ná gögnum af hörðum disk í gamalli fartölvu sem kveikir ekki á sér?
Re: Ná gögnum af hörðum disk í fartölvu
Sent: Þri 27. Mar 2018 09:41
af Njall_L
Ef að þetta er venjulegur 2.5" diskur þá geturðu bara keypt þér USB hýsingu, sett diskinn í hana og tengt við aðra tölvu.
https://tolvutek.is/vara/coba-nitrox-gd ... sing-svort
Re: Ná gögnum af hörðum disk í fartölvu
Sent: Þri 27. Mar 2018 10:27
af Klemmi
Ef hún er mjög gömul, þá gætirðu þurft IDE box... en þá erum við að tala um ca. 10-12 ára.
Ef hún er ekki svo gömul, þá er þetta SATA diskur og þá geturðu annað hvort keypt hýsingu, eða bara tengt hann við borðtölvu.
Re: Ná gögnum af hörðum disk í fartölvu
Sent: Þri 27. Mar 2018 11:33
af Hjaltiatla
Myndi skoða hard drive duplicator dokku, fæst allavegana á Amazon er ekki viss með hérlendis. Kostar 40-50 $
Dummy græja sem afritar disk sem er að deyja yfir á annan disk. Myndi síðan skoða það að bjarga gögnunum og tengja þann disk við tölvu og athuga með gögnin.
Re: Ná gögnum af hörðum disk í fartölvu
Sent: Þri 27. Mar 2018 12:37
af einarn
Hjaltiatla skrifaði:Myndi skoða hard drive duplicator dokku, fæst allavegana á Amazon er ekki viss með hérlendis. Kostar 40-50 $
Dummy græja sem afritar disk sem er að deyja yfir á annan disk. Myndi síðan skoða það að bjarga gögnunum og tengja þann disk við tölvu og athuga með gögnin.
Svona clone dokkur fást hjá computer.is. kosta 5.9k minnir mig.
Re: Ná gögnum af hörðum disk í fartölvu
Sent: Þri 27. Mar 2018 13:07
af SolidFeather
Ég myndi nú bara kaupa ódýrasta IDE/SATA flakkarann og kópera diskinn yfir á aðra vél. Það hefur virkað vel fyrir mig.