Hámarkshraði USB Type-A tengis?
Sent: Mið 28. Des 2016 22:31
af pegasus
Ég hef reynt að gúggla þetta fram og aftur en finn ekki afgerandi svar. USB Type-C styður USB staðla 3.1 Gen 2 (10 Gbit/s), 3.1 Gen 1 eða gamla 3.0 (5 Gbit/s) og 2.0 (480 Mbit/s), kannski eldra líka. USB Type-A styður alla staðla til og með 3.1 Gen 1 (5 Gbit/s) í það minnsta. En styður það líka USB 3.1 Gen 2 (10 Gbit/s)? Ég hef hvergi rekist á tölvu sem að er með Type-A tengið sem segist styða 10 Gbit/s, er bara að velta fyrir mér hvort að það sé til?
Re: Hámarkshraði USB Type-A tengis?
Sent: Mið 28. Des 2016 23:01
af frappsi
Type-A/B/C segir til um gerð tengisins. Kapall fyrir 3.1Gen2 með A tengjum er alveg eins og kapall fyrir 3.1Gen1 með A tengjum. Það er hægt að fá tæki með Type-A tengi sem styður USB 3.1 (Gen 2) og tæki með Type-C tengi sem styður bara 3.1 Gen 1 eða jafnvel 2.0. Fer bara allt eftir speccunum í tækinu.
Hér er kort með Type-A tengjum sem styður USB 3.1:
https://www.asus.com/Motherboard-Access ... YPEA_CARD/
Re: Hámarkshraði USB Type-A tengis?
Sent: Fim 29. Des 2016 01:50
af pegasus
Takk frappsi
Re: Hámarkshraði USB Type-A tengis?
Sent: Fim 29. Des 2016 08:49
af frappsi
Hér er móðurborð með USB 3.1 Gen 2 bæði Type A og Type C (auk 4x Gen1 tengja og 4x USB2 tengja);
https://www.msi.com/Motherboard/X99A-GA ... o-overviewÖll tengin ráða semsagt við alla hraðana. Það fer bara eftir útfærslunni í tækinu hvaða hraða þau takmarkast við.