Sælir/Sælar
Hafiði góða reynslu af Sugru , er ég að athuga hvort ég geti notað þetta t.d til að gera við brotna löm á plasthurð á tölvukassa, festa HDD/tölvubúnað og fleira, það er talað um að þetta geti einangrað víra undir 24 volt og sé vatns,kulda og hita þolið. Sá þetta á Linus tech tips í vikunni og fór að hugsa um þetta efni.
https://sugru.com/about
Sugru Mouldable Glue
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Fyrir neðan má sjá fb status frá kunningja mínum frá 2012. Ég veit hann pantar Sugru reglulega, seinast á þessu ári, þannig að hann virðist ekki orðinn afhuga því.
Er búinn að nota tvo 5g pakka af Sugru-sendingunni minni (hvítan og svartan) og með þeim hef ég:
- Kíttað í brotna ísskápsklæðningu
- Styrkt iPod heyrnartólatengi
- Brúað brotin naglaskærahandföng
- Búið til hök á nokkrar gamlar örvar og geymsluhak fyrir bogastreng
- Endurbyggt lykkjur fyrir lyklahring á tvær bílhurðafjarstýringar
- Styrkt veika snúruenda á Sennheiser heyrnartólum og falið lóðun á snúrunni við annað eyrað þ.a. allt lítur smekklega út.
- Kíttað í gat á fjallgönguskó (Eitt af mörgum, að vísu. Var að nýta rest.)
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Ok flott , ég á reyndar eitt par af skóm sem ég gæti hugsanlega lagað gat í botninum á skónum í leiðinni ef ég panta mér þetta.
Tek eftir að það er til svipað dót á Aliexpress aðeins ódýrara , ég reikna með að prófa bæði , þ.e kaupa 1 stk Sugru 8 pack og annan 8 pack af hvítu af aliexpress.
Tek eftir að það er til svipað dót á Aliexpress aðeins ódýrara , ég reikna með að prófa bæði , þ.e kaupa 1 stk Sugru 8 pack og annan 8 pack af hvítu af aliexpress.
Just do IT
√
√
Re: Sugru Mouldable Glue
Ég sá þetta einmitt fyrir nokkrum mánuðum og pantaði mér sett. Ef þú nennir að dunda í því að móta þetta og gera þetta fínt þá virkar það ágætlega. Hef ekki gert neitt merkilegt með þessu en lagaði brotið handfang af tebolla (hef reyndar ekki þorað að setja hann í uppþvottavélina).
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Xovius skrifaði:Ég sá þetta einmitt fyrir nokkrum mánuðum og pantaði mér sett. Ef þú nennir að dunda í því að móta þetta og gera þetta fínt þá virkar það ágætlega. Hef ekki gert neitt merkilegt með þessu en lagaði brotið handfang af tebolla (hef reyndar ekki þorað að setja hann í uppþvottavélina).
Maður hatar ekki að geta reddað sér með svona mixi inná milli, yfirleitt þegar maður lendir í þurfa á einhverri álíka lausn þá á maður ekki neitt til að bjarga sér. Var t.d að festa upp sviss undir borð hjá mér og þetta hefði líklegast verið einfaldara í notkun en að þurfa að festa skrúfur í borðið.
Ætla nú samt ekkert að fara nota þetta í að skreyta neitt eins og er sýnt á síðunni
Just do IT
√
√
Re: Sugru Mouldable Glue
Hjaltiatla skrifaði:Xovius skrifaði:Ég sá þetta einmitt fyrir nokkrum mánuðum og pantaði mér sett. Ef þú nennir að dunda í því að móta þetta og gera þetta fínt þá virkar það ágætlega. Hef ekki gert neitt merkilegt með þessu en lagaði brotið handfang af tebolla (hef reyndar ekki þorað að setja hann í uppþvottavélina).
Maður hatar ekki að geta reddað sér með svona mixi inná milli, yfirleitt þegar maður lendir í þurfa á einhverri álíka lausn þá á maður ekki neitt til að bjarga sér. Var t.d að festa upp sviss undir borð hjá mér og þetta hefði líklegast verið einfaldara í notkun en að þurfa að festa skrúfur í borðið.
Ætla nú samt ekkert að fara nota þetta í að skreyta neitt eins og er sýnt á síðunni
Double tape hefði reyndar örugglega verið betra en Sugru í það.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
dori skrifaði:Hjaltiatla skrifaði:Xovius skrifaði:Ég sá þetta einmitt fyrir nokkrum mánuðum og pantaði mér sett. Ef þú nennir að dunda í því að móta þetta og gera þetta fínt þá virkar það ágætlega. Hef ekki gert neitt merkilegt með þessu en lagaði brotið handfang af tebolla (hef reyndar ekki þorað að setja hann í uppþvottavélina).
Maður hatar ekki að geta reddað sér með svona mixi inná milli, yfirleitt þegar maður lendir í þurfa á einhverri álíka lausn þá á maður ekki neitt til að bjarga sér. Var t.d að festa upp sviss undir borð hjá mér og þetta hefði líklegast verið einfaldara í notkun en að þurfa að festa skrúfur í borðið.
Ætla nú samt ekkert að fara nota þetta í að skreyta neitt eins og er sýnt á síðunni
Double tape hefði reyndar örugglega verið betra en Sugru í það.
Maður notar það alveg annað slagið , en átti það t.d ekki á þessum tímapunkti , þetta Sugru er aðeins fjölhæfara efni og maður verður eflaust líklegri til að eiga það til næst hugsa ég.
Just do IT
√
√
Re: Sugru Mouldable Glue
Klárlega. Er það samt ekki svo dýrt efni? Ég held að ég myndi ekki tíma því í eitthvað sem sérhæfðari og ódýrari lausnir duga.
Re: Sugru Mouldable Glue
blanda af sílikonkítti og maizena (sósuþykkjara) er mjög svipað efni og kostar minna og líka auðvelt að finna..
Re: Sugru Mouldable Glue
Hizzman skrifaði:blanda af sílikonkítti og maizena (sósuþykkjara) er mjög svipað efni og kostar minna og líka auðvelt að finna..
Eins og King of Random bjó til vídjó um og kallaði proto putty?
Re: Sugru Mouldable Glue
dori skrifaði:Klárlega. Er það samt ekki svo dýrt efni? Ég held að ég myndi ekki tíma því í eitthvað sem sérhæfðari og ódýrari lausnir duga.
Þetta er svosem ekkert ódýrt en samt ekkert svakalega dýrt. Virkar mjög vel og er einfalt í notkun. Helsti gallinn sem ég sé við þetta er að þetta rennur út á einhverju hálfu ári eða svo. Þannig að þetta hentar ekkert svakalega vel í að eiga í skúffunni "just in case".
Þornar víst hægt og rólega upp og missir eiginleikana.
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Jæja, er búinn að fá þetta sent til mín. Er búinn að setja þetta Sugru stöff á lömina (þar sem vantaði plast nabb til að halda hurð fastri).
Náði að skera í kringum þetta með dúkahníf til að ná að móta þetta í takt við hinn nabbinn hliðina á. Nú þarf maður að bíða í einhverja klukkutíma þangað til þetta harðnar. Það sem maður leggur á sig fyrir svona smáatriði
Náði að skera í kringum þetta með dúkahníf til að ná að móta þetta í takt við hinn nabbinn hliðina á. Nú þarf maður að bíða í einhverja klukkutíma þangað til þetta harðnar. Það sem maður leggur á sig fyrir svona smáatriði
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Virkar allavegana ekki hjá mér þegar ég nota mjög lítið af efninu (það gefur sig þegar maður reynir að smella inní festingu).
Allavegana , maður prófar að nota þetta í eitthvað annað
Allavegana , maður prófar að nota þetta í eitthvað annað
Just do IT
√
√
-
- Vaktari
- Póstar: 2347
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Hjaltiatla skrifaði:Virkar allavegana ekki hjá mér þegar ég nota mjög lítið af efninu (það gefur sig þegar maður reynir að smella inní festingu).
Allavegana , maður prófar að nota þetta í eitthvað annað
en að prufa að naglalakka yfir þegar þú ert buinn að setja. til að styrkja? sakar ekki að prufa. hehe
-
Höfundur - Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Sugru Mouldable Glue
Gunnar skrifaði:en að prufa að naglalakka yfir þegar þú ert buinn að setja. til að styrkja? sakar ekki að prufa. hehe
Maður gæti prófað það við tækifæri , ég pósta því hérna inn ef ég fer í að naglalakka tölvuna mína
Just do IT
√
√