Síða 1 af 1
Losna við vírus
Sent: Mán 19. Okt 2015 23:26
af g0tlife
Ég náði í forritið dvdvideosoft (do nooooot get it) og núna er tölvan mín þegar ég fer á netið alveg að springa úr ads og drasli. Reyndi einhverja fría vírusvörn en hún dugði ekki til. Búinn að henda út forritinu en þetta kemur en. Hvað get ég gert ? Hver er besta leiðin til að losna við þetta rugl. Er alveg að gera mig crazy !
Re: Losna við vírus
Sent: Mán 19. Okt 2015 23:28
af methylman
Malwarebytes búinn að reyna það ? Þar er hægt að fá frítt í mánuð
Re: Losna við vírus
Sent: Mán 19. Okt 2015 23:54
af rapport
Þú veist ekkert hvað er búið að sækja til viðbótar inn á vélina og hvort að það sé orðið þekkt eða ekki.
Besta lausnin = strauja.
A.m.k. að taka malwarebytes, iobit system suit, CCleaner og allt þetta dót, keyra það, gera system restore aftur í tímann og keyra það svo aftur...
Re: Losna við vírus
Sent: Mán 19. Okt 2015 23:55
af Glazier
Í þau fáu skipti sem ég lendi í þessu þá er alltaf einfaldast að formatta bara heldur en að slást við þetta endalaust...
Þegar maður heldur að maður hafi sigrast á þessu þá poppar eitthvað annað upp og gerir mann alveg snaaaar bilaðan !
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 00:02
af methylman
Full mikið að formála alltaf. Ég hef losnað við þetta með Malwarebytes og notað svo Kasperski rescue disk ræst af honum og hreinsað virusana sem kannski liggja eftir
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 00:39
af darkppl
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 01:09
af beggi90
Kannast reyndar ekki við forritið sem þú settir upp en yfirleitt hefur dugað fyrir mig að taka rusl forrit út með revo og keyra svo malwarebytes + super anti spyware til að losna við rest.
https://ninite.com/malwarebytes-revo-super/
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 10:10
af isr
Þegar ég fæ vírus sem er ekki oft þá strauja ég vélina,er löngu hættur að eyða tíma í að finna vírusinn og eyða honum,það er nú oft hægara sagt en gert. Að strauja tekur mig 30 til 40 mín, og svo hugbúnaðaruppfærsla einhver tíma en vélin sér um það sjálf.
Tveir Tímar max með öllu,en maður getur eitt heilu og hálfu dögunum í að reyna uppræta vírus.
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 10:17
af I-JohnMatrix-I
1. Keyra vírusvörn
2. Malwarebytes
3. starta í safemode og keyra search and destroy
þessir vírusar eiga það til að setjast í minnið á tölvunni og því fer hann ekki nema þú startir í safe mode.
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 10:32
af playman
Re: Losna við vírus
Sent: Þri 20. Okt 2015 11:17
af g0tlife
Takk fyrir góð og snögg svör ég náði að losna við þetta og finna vandamálið. Þegar ég downloadaði þessu forriti þá downloadaðist líka eitthvað add-on í firefox og auðvitað fattaði maður það ekkert þar sem maður leyfði ekkert þannig. En náði að eyða öllu og búinn að scanna like crazy alla vélina og maður er orðinn clean.