Uppsetning á Windows XP frá grunni
Í þessum leiðbeningum ætla ég að fara í gegnum uppsetningu á Windows XP Professional skref fyrir skref.
Uppsetningin í þessum leiðbeningum er kannski ekki alveg eins hjá öllum en þó ætti að vera sömu grundvallaratriði við.
Það sem þarf er:
1. Windows xp diskur
2. Serial númer
3. Driverar
4. Einnig er gott að vera með IP tölur á hreinu og stillingar til að komast á netið ofl.
Munið að taka afrit af öllum gögnum sem eru ykkur kær á annan harðann disk eða geisladiska annars glatast þau.
Fyrst það sem þarf að gera er að breyta ræsiröðinni(bootup order) það er gert í BIOS/CMOS. FAQ - Hvernig kemst ég í BIOS stillingar tölvunnar?
Breytir ræsiröðinni þannig að geisladrifið(CD-ROM) sé númer eitt og harði diskurinn númer tvö númer. Þegar þú ert búinn að breyta því mundu að vista breytingarnar.
CD-ROM sett sem First Boot Device í BIOS/CMOS
Næsta skref er að setja diskinn í og biða eftir að <Press any key to boot from CD> textinn birtist á skjánum. Þegar hann gerir það ýtið á einhvern takka.
Eftir að uppsetningar forritið er búið að hlaða inn nauðsynlegum upplýsingum(sem gæti tekið nokkurn tíma) ætti þessi skjár að koma:
Þegar þú sérð þetta á skjánum ýtirðu á Enter til að setja upp Windows XP.
Þá kemur notendaskilmálinn (EULA - End-User License Agreement), lestu hann(ef þú nennir) og ýttu á F8
Windows XP EULA
Ef Windows er nú þegar á tölvunni þá kemur annar skjár eftir notendaskilmálin. Þegar sá skjár birtist skaltu ýta á ESC þar sem þú vilt ekki nota gömlu uppsetninguna af Windows.
Núna ertu komin að skjá sem þú getur breytt disksneiðum (e. partions) á tölvunni þinni.
Þar sem ég er alveg með hreina tölvu og einn harðann disk birtist bara “Unpartitioned space –16379MB(stærð á disk)”.
Núna ætlum við að búa til nýtt NTFS partition sem er einfaldlega gert með því að ýta á C og velja stærðina á partitioninu. Venjulega er allur diskurinn notaður, en þú getur auðvitað breytt stærðinni og gert fleiri partitions ef þú vilt.
Ath. ÖLL gögn fara af disknum ef að þið farið eftir þessum leiðbeiningum!!
Í mínu tilviki er diskurinn alveg hreinn en ef þú ert t.d með eitthvað á disknum fyrir eins og t.d windows þá ýtirðu á D og eftir það L þá ertu búinn að hreinsa partionið af disknum. Ef fleiri en eitt partion er á disknum þarf að gera þetta við öll.
Núna þegar allt er komið á hreint á þessum skjá höldum við áfram með að ýta á Enter.
Á þessum skjá geturu valið hvernig þú vilt forsníða(e. formata) partionið þína. Við ætlum að nota NTFS skráarkerfið þar sem það er nýjast og hefur marga möguleika yfir eldri skráarkerfi. Til að gera þetta ýtum við á Format the partition using the NTFS file system. (notið <Quick> möguleikann ef að hann er til staðar)
Eftir það kemur þessi skjár upp.
Núna er bara að bíða eftir að uppsetningarforritið sé búið að forsníða harðadiskinn. Yfirleitt tekur það ekki nema nokkrar sekúndur.
Þegar það er búið byrjar uppsetningarforritið að setja þær skrár inná harða diskinn sem það þarf til að setja upp Windows XP.
Þegar það er búið kemur þessi skjár:
Bíðið eftir að tölvan endurræsi sig og ekki gera neitt þangað til að Windows ræsir sig og fer í grafíska uppsetningu sem lítur svona út:
Þá er bara að bíða þangað til að þessi gluggi hér fyrir neðan birtist.
Hér breytirðu í íslenskt lyklaborð og allar íslenskar stillingar fyrir Windows. Farðu í Customize og breyttu eins og hér er fyrir neðan.
Næst veluru flipann Languages og ferð í Details, smellir á Add og gerir eins og hér er fyrir neðan.
Næst ýtirðu á OK og velur English(United states) og ýtir á Remove og smellir næst á Apply. Þá koma yfirleitt villuskilaboð, ýttu bara á OK.
Farðu næst í Advanced flipann og veldu Icelandic úr fellilistanum eins og hér fyrir neðan.
Þegar það er búið smellirðu á OK og NEXT. Þá ætti þessi skjár að birtast:
Í „Name“ seturðu nafnið þitt og í „Organization“ þarf ekkert að vera nema að þú viljir. Þegar þú ert búinn að setja nafnið inn ýtirðu á NEXT þá kemur þessi skjár.
Hér skrifaru Serial númerið sem þú fékkst með Windows Xp disknum þínum og þegar það er búið ýtirðu á NEXT.
Hérna seturðu nafnið sem þú vilt hafa á tölvunni inn t.d „Heimilistölva“ eða eitthvað álíka. Og fyrir neðan geturu sett svokallað stjórnendalykilorð en það þarf ekkert endilega.
Núna stilliru tímasvæðið þitt, gerið bara eins og hér fyrir neðan:
Núna ætti uppsetningin að halda áfram þangað til að næsti skjár birtist.
Hér veluru bara Typical settings nema þú viljir stilla einhvað eins og IP tölu og annað á primary netkortinu ef þú gerir Typical settings þá finnur tölvan sjálf IP töluna.
Smelltu á NEXT þessi skjár birtist:
Hér geturu breytt í hvaða „vinnuhóp“ tölvan er. Best er að hafa bara WORKGROUP þarna. Þegar þú ert búinn að velja þetta smelltu á NEXT.
Þá er bara að bíða þangað til að uppsetningunni ljúki.
Núna má taka diskinn úr geisladrifinu og bíða eftir að tölvan ræsi sig eðlilega og þá er bara eftir að setja upp nauðsynlega rekla(drivera) og forrit og annað sem þarf.
Vill minna fólk á að um leið og það er komið á netið að fara og uppfæra styrikerfið á http://windowsupdate.microsoft.com/.
Ef einhver vandamál koma upp getið þið skellt inn þræði á Spjall.Vaktin.is.
Gert af Pandemic 2004
Umræða um greinina
Ath. Allt efni er eign höfundar greinar og öll afritun eða birting í hluta eða held á efni þessu, texta eða myndum, án sérstaks leyfis höfundar er með öllu óheimil. Höfundur tekur enga ábyrgð á efni greinarinnar.