40.000 kr. fyrir uppsetningu á Windows stýrikerfi? Tölvuvirkni.
Sent: Mán 16. Feb 2015 23:43
Ég get einfaldlega ekki setið á mér með það að skrifa þennan þráð hérna eftir að það var leitað til mín og ég spurður að því hvort ég gæti mögulega sett upp Windows stýrikerfi á fjögurra ára gamla Dell borðtölvu fyrir lítið.
Eins og málavöxtum er lýst fyrir mér, að þá átti þessi kona Dell borðtölvu sem er um fjögurra ára gömul. Eins og gengur og gerist í sumum tilvikum að þá var stýrikerfið orðið ansi "illa farið" með tilheyrandi bluescreens, villum (errors) þegar reynt var að nota hana ásamt því sem hún endurræsti sig í tíma og ótíma. Til að fá tölvuna í lag að þá leitaði viðkomandi kona til Tölvuvirkni og ætlaði að fá þá til að gera einfaldlega þetta: "Formatta C drifið (sem er eini diskurinn í vélinni svo það komi fram) og setja síðan aftur upp Windows XP". Hún er með gilt leyfi (= key) fyrir stýrikerfið og ekkert annað átti að gera en að formatta C drifið og henda stýrikerfinu upp aftur - engin gagnabjörgun eða neitt slíkt var til umræðu. Þegar hún mætir með tölvuna til þeirra í Tölvuvirkni að þá tilkynna þeir henni það að þetta sé viðgerð sem kosti 40.000 kr.. 40.000 kr.!!!! Þar sem hún hefur lítið sem ekkert vit á tölvum yfir höfuð að þá hefur hún að sama skapi u.þ.b. ekkert vit á því hvað gæti talist eðlilegt verð fyrir þá þjónustu sem hún óskaði eftir. Sem betur fer fannst henni verðið heldur hátt og ákvað að bíða með viðgerðina. Nokkrum dögum síðar var hún í sambandi við mig og bað mig um að sjá um að gera þetta - og viti menn! --> Það tók mig samtals u.þ.b. 30 mínútur að koma vélinni í lag með "fresh Win. XP" instölluðu. Ég ætti ekki að þurfa að taka það fram, en ég gerði þetta að sjálfsögðu fyrir ekki neitt - enda afar lítil vinna sem fólst í þessu og um leið mjög lítill tími sem þetta tók. Hverju og einu tölvuverkstæði er að sjálfsögðu frjálst ákvarða hvaða gjald beri að greiða fyrir þeirra þjónustu - en er eitthvað eðlilegt við það að ætla að rukka 40.000 kr. fyrir verk sem þetta sbr. það sem Tölvuvirkni vildi fá greitt fyrir verkið? Hvað finnst ykkur, langar endilega að heyra ykkar skoðanir á þessu.
Þessi þráður er með engu móti til þess ætlaður til þess að reyna að valda Tölvuvirkni nokkrum skaða með einum eða öðrum hætti. Þetta dæmi kom mér hins vegar verulega á óvart þar sem að ég hef, að því er ég best man, ekki heyrt mikið annað en mjög góða hluti af Tölvuvirkni og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á.
En eins og áður hefur komið fram, að þá langar mig að heyra ykkar álit á þessu ákveðna dæmi. Er þetta óeðlilegt eða eðlilegt að ykkar mati? Var verið að reyna að hafa peninga af einstaklingi í skjóli þekkingarleysis hans? Endilega látið gamminn geysa!
Bestu kveðjur,
- ASUSit
Eins og málavöxtum er lýst fyrir mér, að þá átti þessi kona Dell borðtölvu sem er um fjögurra ára gömul. Eins og gengur og gerist í sumum tilvikum að þá var stýrikerfið orðið ansi "illa farið" með tilheyrandi bluescreens, villum (errors) þegar reynt var að nota hana ásamt því sem hún endurræsti sig í tíma og ótíma. Til að fá tölvuna í lag að þá leitaði viðkomandi kona til Tölvuvirkni og ætlaði að fá þá til að gera einfaldlega þetta: "Formatta C drifið (sem er eini diskurinn í vélinni svo það komi fram) og setja síðan aftur upp Windows XP". Hún er með gilt leyfi (= key) fyrir stýrikerfið og ekkert annað átti að gera en að formatta C drifið og henda stýrikerfinu upp aftur - engin gagnabjörgun eða neitt slíkt var til umræðu. Þegar hún mætir með tölvuna til þeirra í Tölvuvirkni að þá tilkynna þeir henni það að þetta sé viðgerð sem kosti 40.000 kr.. 40.000 kr.!!!! Þar sem hún hefur lítið sem ekkert vit á tölvum yfir höfuð að þá hefur hún að sama skapi u.þ.b. ekkert vit á því hvað gæti talist eðlilegt verð fyrir þá þjónustu sem hún óskaði eftir. Sem betur fer fannst henni verðið heldur hátt og ákvað að bíða með viðgerðina. Nokkrum dögum síðar var hún í sambandi við mig og bað mig um að sjá um að gera þetta - og viti menn! --> Það tók mig samtals u.þ.b. 30 mínútur að koma vélinni í lag með "fresh Win. XP" instölluðu. Ég ætti ekki að þurfa að taka það fram, en ég gerði þetta að sjálfsögðu fyrir ekki neitt - enda afar lítil vinna sem fólst í þessu og um leið mjög lítill tími sem þetta tók. Hverju og einu tölvuverkstæði er að sjálfsögðu frjálst ákvarða hvaða gjald beri að greiða fyrir þeirra þjónustu - en er eitthvað eðlilegt við það að ætla að rukka 40.000 kr. fyrir verk sem þetta sbr. það sem Tölvuvirkni vildi fá greitt fyrir verkið? Hvað finnst ykkur, langar endilega að heyra ykkar skoðanir á þessu.
Þessi þráður er með engu móti til þess ætlaður til þess að reyna að valda Tölvuvirkni nokkrum skaða með einum eða öðrum hætti. Þetta dæmi kom mér hins vegar verulega á óvart þar sem að ég hef, að því er ég best man, ekki heyrt mikið annað en mjög góða hluti af Tölvuvirkni og þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á.
En eins og áður hefur komið fram, að þá langar mig að heyra ykkar álit á þessu ákveðna dæmi. Er þetta óeðlilegt eða eðlilegt að ykkar mati? Var verið að reyna að hafa peninga af einstaklingi í skjóli þekkingarleysis hans? Endilega látið gamminn geysa!
Bestu kveðjur,
- ASUSit