Síða 1 af 1

Óska eftir hjálp við að setja tölvu saman á Akureyri

Sent: Fös 09. Jan 2015 22:25
af Varasalvi
Hæhæ

Er að fara kaupa mér nýtt móðurborð og örgjörfa, og ég á nýjan turn sem mig langar að nota, svo mig vantar að láta færa allt úr gamla turninum yfir í nýja og einnig láta nýja móðurborðið og örgjörfann í.

Ég gæti líklegast gert þetta sjálfur, hef bara aldrei gert þetta frá grunni og myndi líða betur ef þetta er gert af einhverjum sem kann á þetta.

Væri fínt ef þetta gæti verið gert snyrtilega, og að þetta taki minna en einn dag. Ég er með mjög opna dagsrká á næstunni og get skutlað turninum næstum hvenær sem er, væri svo fínt ef ég gæti sótt hann nokkrum klukkutímum seinna.

Ég auðvitað borga fyrir þjónustuna, svo lengi sem þetta er ekki rán dýrt :)

Edit: Ef það þarf að setja upp nýtt stýrikerfi eftir allar þessar breytingar (Þarf þess?), þá get ég gert það sjálfur. Þarf bara að setja þetta allt saman, hugbúnað ég get höndlað.

Re: Óska eftir hjálp við að setja tölvu saman á Akureyri

Sent: Lau 10. Jan 2015 01:28
af DaRKSTaR
gæti græjað þetta fyrir þig.

tekur ekki lángann tíma að henda þessu saman.. þarf að eiga til kælikrem á örrann.. á það ekki til.. kaupi það ekki fyrir mína vél fyrren ég fæ draslið í hendurnar sem er í undirskriftinni :P