Síða 1 af 1
hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Lau 06. Des 2014 23:25
af logi616
Góðan dag, þannig er það að ég var að þrífa tölvuna mína sem ég reyni nú að gera reglulega. En núna þegar ég reyni að kveikja á henni þá slekkur hún alltaf á sér eftir 1-3sek og kveikir síðan aftur á sér. Svona gengur þetta endalaust áfram.
veit einhver hvað gæti verið að
?
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Lau 06. Des 2014 23:48
af Hnykill
Athugaðu að allir kaplar/snúrur séu tengd/ar...
Ýttu svo á "Del" til að komast í Bios.. checkaðu inn harða diska og þvíumlíkt, stilltu svo minnið á bæði Latency/timing og Mhz hraða.
Aðalmálið er að þú komist inn í BIOS.. ef tölvan er ekki að starta sér þá er eitthvað líklega að BIOS stillingunum hjá þér
Ef þú ert ekki viss hvernig á að gera þetta BIOS dót... þá þarftu helst einn af okkur til að stilla þetta.. en þú getur farið með hana til kaupsaðila, sem eflaust stillir svona fyrir þig.
Þetta er nánast pottþétt BIOS stilling á einhverju sem er að hindra BootUp hjá þér..
Ef hún gékk áður en gerir ekki núna þá er þetta oftast .. BIOS að setja sig á Default.
Þá þarf menn sem vita hvaða vélbúnaður er í tölvunni og hvernig á að stilla hann.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Lau 06. Des 2014 23:51
af krat
Nei mjög líklega ekki Bios stillingar ef þú hefur ekkert fiktað í þeim, ekki fara inn í BIOS nema þú vitir hvað þú sért að gera.
Líklegast er þetta vinnsluminnið sem hefur losnað eða eitthvað sem er tengt í express raufunum hjá þér s.s. skjákort eða álíka.
farðu yfir allt sem er tengt í móðurborðið að það sé kyrfilega fest, ekki bara horfa á það.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Lau 06. Des 2014 23:54
af Hnykill
Móðurborð gera þetta sjálfkrafa , að stilla allt á default ef start up gengur ekki 3x sinnum... þetta er gert vegna þeirra sem eru að yfirklukka móðurborðin.. hann þarf ekkert að gera nema starta upp 3x og borðið getur resettað sig
.... betra væri ef hann fengi einhvern til að stilla bæði minni og örgjörjva samkvæmt voltum og öðru !
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Lau 06. Des 2014 23:56
af Hnykill
Málið er samt... ef hún gekk venjulega áður en þú hreinsaðir hana.. þá dettur mér mest í hug að þú hafir losað einhver tengi.. t.d rafmagnið á örgjörvaviftunni sjálfri ?.. ertu búinn að skoða öll tengi ?
Þú sagðist hafa verið að þrífa hana er það ekki ?... ok.. þá er hún í sama ástandi nema hreinni ef þú gerðir allt rétt.. þú hlýtur að hafa losað um einhver tengi kallinn minn... annars væri ekkert vandamál.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 00:02
af krat
Hnykill skrifaði:Móðurborð gera þetta sjálfkrafa , að stilla allt á default ef start up gengur ekki 3x sinnum... þetta er gert vegna þeirra sem eru að yfirklukka móðurborðin.. hann þarf ekkert að gera nema starta upp 3x og borðið getur resettað sig
.... betra væri ef hann fengi einhvern til að stilla bæði minni og örgjörjva samkvæmt voltum og öðru !
Já væri flott ef þú gætir kennt mér að yfirklukka móðurborð, allavega ert þú að gera ráð fyrir því að hann sé búinn að yfirklukka minni eða örgjörva sem hefur ekki komið fram, að láta hann gera það fellir það búnaðinn úr ábyrgð.
Ef móðurborðið resetar á default stillingar ætti hann að geta ræst vélina á eðlilegan hátt, þar sem default stillingar virka eðlilega. Jú það er vitað að sum borð stilla minni ekki rétt og þarf stundum að fara í bios og setja rétta klukku og volt á til að ná fram bestu "poweri" en vélinn á alltaf að geta startað sér á defeault stillingum.
Varðandi það að móðurborð stilli sig á default stillingar eftir 3 missheppnaðar tilraunir, á engan veginn við um öll móðurborð og fæst ef eitthvað er.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 00:07
af logi616
Núna er ég bara með powesuplyið tengt við móðurborðið en hún slekkur samt alltaf á sér eftir 1-3sek. Búinn að tékka vinnsluminnið og örgjörvann. Hún restartar sér líka áður en ég kemst í bios setup. En ég hef samt ekkert verið að fikta í því.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 00:09
af krat
ef þú ert með fleiri eitt minni taktu annað úr og ræstu ef það virkar ekki prufaðu hitt, hafðu skákortið tengdt í líka og passaðu að það sé kyrfilega fest.
Best væri ef þú gætir tengt móðurborðs hátalarana og heyrt bíp hljóðið sem það gefur frá sér þegar vélinn endurræsir sig.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 00:11
af Hnykill
Nei nei ég er ekki að segja honum að yfirklukka eða neitt annað.. ég er að segja.. ef að móðurborðið.. er restartað 3x sinnum tekur BIOS í borðinu eins og það sé Fail í yfirklukkun og resettar sig.. og það setur BIOS -inn á Default.. ef þú værir í vitum minn kæri þá veistu þetta !.. móðurborðið getur resettað sig !.. og þetta hljómar eins og þannig.. þú getur fengið uppsetta tölvu frá tölvubúð en ef BIOS resettar sig þá þarft þú að vera maður til að vita á hvaða Voltum örgjörvinn er að keyra og á hvaða timing og Voltum ; minnið er að keyra líka..
Ef að þú restartar tölvunni 3x og BIOS tekur því eins og þú hafir stillt eitthvað vitlaust þá setur hann það á "Default" það lagast ekkert eftir það.. þú þarft mann sem kann að stilla bæði timing og Volt á bæði minninnu og Örgjörvanum.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 00:15
af krat
Hnykill skrifaði:Nei nei ég er ekki að segja honum að yfirklukka eða neitt annað.. ég er að segja.. ef að móðurborðið.. er restartað 3x sinnum tekur BIOS í borðinu eins og það sé Fail í yfirklukkun og resettar sig.. og það setur BIOS -inn á Default.. ef þú værir í vitum minn kærir þá veistu þetta !.. móðurborðið getur resettað sig !.. og þetta hljómar eins og þannig.. þú getur fengið uppsetta tölvu frá tölvubúð en ef BIOS resettar sig þá þarft þú að vera maður til að vita á hvaða Voltum örgjörvinn er að keyra og á hvaða timing og Voltum ; minnið er að keyra líka..
Ef að þú restartar tölvunni 3x og BIOS tekur því eins og þú hafir stillt eitthvað vitlaust þá setur hann það á "Default" það lagast ekkert eftir það.. þú þarft mann sem kann að stilla bæði timing og Volt á bæði minninnu og Örgjörvanum.
Ok meistari haltu bara áfram með frábæra ráðgjöf!
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 00:49
af logi616
Ég kemst ekki í biosið því tölvan restartar sér strax. En núna spyr sá sem lítið veit. Það er batterí á móðurborðinu gæti það verið ónýtt eða eitthvað þannig:)?
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 01:08
af Klemmi
Hnykill farinn í sólarhringsbann, vonandi rennur af honum í millitíðinni. Óþarfa innleggjum eytt.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 01:10
af krat
Klemmi skrifaði:Hnykill farinn í sólarhringsbann, vonandi rennur af honum í millitíðinni. Óþarfa innleggjum eytt.
Takk fyrir þetta.
Re: hjálp tölvan slekkur alltaf á sér
Sent: Sun 07. Des 2014 01:13
af krat
logi616 skrifaði:Ég kemst ekki í biosið því tölvan restartar sér strax. En núna spyr sá sem lítið veit. Það er batterí á móðurborðinu gæti það verið ónýtt eða eitthvað þannig:)?
hérna er listi farðu eftir honum byrjaðu í skrefi 6
http://www.tomshardware.co.uk/forum/261 ... o-problemsef vandamálið heldur áfram sendu mér skilaboð.