Síða 1 af 1
PS3 vandamál !
Sent: Lau 08. Feb 2014 16:02
af Beetle
Þegar ég kveiki á vélinni kemur græna ljósið, en það gerist ekkert á skjánum.
Hvar er best að fara með græjuna í viðgerð (ódýrast helst)
Hélt fyrst að fjarstýringin væri biluð, keypti nýja en ekkert gerðist.
Re: PS3 vandamál !
Sent: Lau 08. Feb 2014 16:03
af worghal
eru allar snúrur í lagi?
var tölvan eitthvað tengd með composite eða RCA köplum nýlega ?
Re: PS3 vandamál !
Sent: Lau 08. Feb 2014 18:07
af Eythor
Prufaðu að halda On takkanum inni þar til það koma þrjú píp
Re: PS3 vandamál !
Sent: Lau 08. Feb 2014 20:24
af Maakai
Eythor skrifaði:Prufaðu að halda On takkanum inni þar til það koma þrjú píp
10 sec, þá resetar hún settings og þá geturu breytt stillingana aftur
Re: PS3 vandamál !
Sent: Lau 08. Feb 2014 22:05
af Beetle
Ætla að prófa þetta. Takk
Re: PS3 vandamál !
Sent: Sun 09. Feb 2014 11:03
af Beetle
Búinn að reseta, þá kom gluggi sem spurði hvort ég vil nota HDMI tengið, ýta á enter (x), en ekkert gerðist. Fjarstýring og tækið tala ekki saman, var með alveg nýja fjarstýringu.
Hver gerir við PS3 ?
Re: PS3 vandamál !
Sent: Sun 09. Feb 2014 11:35
af teitan
Þú verður að tengja fjarstýringuna með USB til að hún virki þarna.
Re: PS3 vandamál !
Sent: Sun 09. Feb 2014 11:56
af Beetle
Var alltaf með fjarstýringuna kapal tengda, en so allt í einu byrjaði skjárinn að flökta hellig og búmm græjan komin í gang ???
En er meðan er !
Re: PS3 vandamál !
Sent: Sun 09. Feb 2014 12:09
af Beetle
Græjan fraus aftur, ég restartaði og upphafsmynd kom upp, en so ekkert meir, frosinn þar ! græjan er bara biluð !!