Síða 1 af 1
Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 18:58
af Spookz
Sælir vaktarar,
systur mína vantar nýtt batterí fyrir macbook pro tölvuna sína. Hvar er hægt að panta svoleiðis til landsins?
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 20:51
af teitan
Ég fékk batterí í mína á ebay frá Kína... genuine apple á ca. 1/3 af verðinu hérna heima. Best að leita bara á ebay og velja seljanda með gott rating.
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 22:34
af akarnid
Passið ykkur samt, ég hef pantað 'genuine Apple battery' af ebay sem reyndist bara vera generic copy. Þeir sýndu samt myndir af genuine batterý og voru með 99% rating (sem skítlétt er að fá).
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 22:35
af worghal
akarnid skrifaði:Passið ykkur samt, ég hef pantað 'genuine Apple battery' af ebay sem reyndist bara vera generic copy. Þeir sýndu samt myndir af genuine batterý og voru með 99% rating (sem skítlétt er að fá).
það er hægt að kaupa ratings á ebay, á ebay...
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 22:49
af Frost
Prófaði einu sinni að kaupa batterý í fartölvuna mína af Ebay. Fann batterý sem mér leist á og sendanda með gott rating. Þegar það kom til landsins þá hlóð ég batterýið í 100% og kveikti á tölvunni. Hún hélt sér í gangi í svona 2 mínútur kannski, batterýið tómt.
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 22:53
af teitan
já sjálfsagt fullt af svikahröppum að selja sviknar vörur líka... en allavega fékk ég það sem var auglýst
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mið 29. Jan 2014 23:55
af KermitTheFrog
MacLand hafa verið að selja fínar rafhlöður frá þriðja aðila á ekki svo mikinn pening minnir mig.
Re: Hvar er hægt að panta MacBook Pro batterí?
Sent: Mán 03. Feb 2014 09:03
af Spookz
Held ég taki ekki sénsinn á að kaupa af Ebay, en ég ætla að hafa samband við Macland
Þakka aðstoðina.