Hurð á þvottavél brotin


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Hurð á þvottavél brotin

Pósturaf capteinninn » Þri 28. Jan 2014 23:37

Er með þvottavél heima sem var með bilaða hurð sem vildi ekki lokast almennilega, ég náði að skítmixa það en svo um daginn var ég að opna hana og þá tókst mér að brjóta handfangið.

Ætti að geta skítmixað það aftur en ég fór að pæla hvort ég gæti ekki bara fengið aðra hurð og skellt þarna á.

Hún heitir held ég Aristo eða Aristoan og ég gæti trúað að það yrði smá vesen að finna akkúrat þessa hurð fyrir hana en gæti ég ekki faktískt fengið bara hurð af einhverri annarri vél og skellt þarna á ef að stærðirnar eru eins?

Var að skoða hinar vélarnar í fjölbýlinu og mér sýnist þetta allt vera með sama gangnum á "lásnum" á þeim.

Ég hef líka verið að skoða að kaupa bara nýja vél en þessi er búin að standa sig mjög vel og ég nenni ekki að henda henni ef hún virkar vel fyrir utan eitthvað vesen á hurðinni




kvaldik
Fiktari
Póstar: 53
Skráði sig: Lau 22. Sep 2012 09:46
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hurð á þvottavél brotin

Pósturaf kvaldik » Mið 29. Jan 2014 12:35

Ertu búinn að tala við Egil? http://www.egill.is/

Sakar ekki að sjá hvað þeir segja, hef sjálfur mjög góða reynslu frá þeim.




Snorrmund
Of mikill frítími
Póstar: 1825
Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
Reputation: 8
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hurð á þvottavél brotin

Pósturaf Snorrmund » Mið 29. Jan 2014 12:39

Í síðumúla einhverstaðar þar eru gaurar sem eru að selja notaðar þvottavélar þurrkara og ísskápa oþh. Veit fyrir víst að þeir eru með heilan haug af varahlutum í allskyns tæki. Skaðar ekki að kíkja á þá. Man ekki hvað þetta kompaní heitir, þeir eru örugglega í Síðumúla 37 eða 39 sem er fyrir neðan götu en þeir eru staðsettir bakvið hús, þarft að fara niður fyrir húsin til að finna þetta.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hurð á þvottavél brotin

Pósturaf audiophile » Fim 30. Jan 2014 08:31

Rafbraut á Dalvegi geta gert við Ariston minnir mig. http://ja.is/rafbraut/


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Hurð á þvottavél brotin

Pósturaf capteinninn » Fim 30. Jan 2014 09:12

Snilld takk fyrir öll svörin