Síða 1 af 1

Reboot and select proper boot device or insert boot media in

Sent: Fim 10. Jan 2013 22:21
af certz
Er í miklum vandræðum með glænýja tölvu sem ég var að fá frá Tölvutek. Ég setti hana upp í dag, var með Windows 7 á disk tilbúinn að installa og allt leit frekar vel út, þangað til ég kveikti á henni. Tölvan startast og þá kemur þetta error:

"Reboot and select proper boot device or insert boot media in selected boot device and press a key"

Ég hef reynt nánast allt til þess að laga þetta en ekkert hefur virkað. Ég fór í BIOS og tölvan finnur SDD, HDD, USB og diskadrifið eins og ætti að búast en ég kemst ekki framhjá þessum skjá. Ég hef breytt Boot Priority í BIOS yfir í diskadrifið með Windows 7 disknum, virkaði ekki. Setti Windows 7 á USB og lét það sem Boot Priority, virkaði ekki. Opnaði turninn og reyndi að ýta öllu betur í og blása á það eins og í gamalli Nintendo 64 vél en það virkaði ekki.

Ef eitthver hefur lent í þessu eða veit hvað er í gangi þá væri ég mjög þakklátur að fá að vita eitthvað um þetta. Allar hugmyndir um hvernig væri mögulegt að laga þetta eru vel séðar.

Re: Reboot and select proper boot device or insert boot medi

Sent: Fös 18. Jan 2013 12:20
af MagneticRock
Bruna með vélina niðrí Tölvutek og skutla henni innum lúguna :D