Síða 1 af 2
tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 15:24
af gutti
Ég sótti tölvunna úr viðgerð í gær og þar var sett nýtt móðurborð auk þess bað ég þá að láta mig vita ef þarf meira en móðurborð að skipta um íhluti.
Það var sett notað minni í staðinn vegna þess að gamla minni virkaði ekki í nýja móðurborðið, var rukkað um (8000 kall NOTAÐ minni) sem er 2 gb
þeir létu mig ekki vita þegar minnið var sett í frekar slæmt
ps gamall minnið var supertalent 2x4 gb
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 15:32
af Kjáni
Hvernig móðurborð var sett í ?
Og já þetta er rugl verð þar sem 2Gb kosta tæpar 2 þúsund krónur nema þeir tók 6 þúsund fyrir ísetningu, Gæti þetta hafi verið heildar verðið fyrir ísetningu sem sagt móðurborðið líka ?
Og var þessi tölva nýleg ? keypt hjá þeim ?
Væri gaman fyrir meira info
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 15:35
af AntiTrust
Svo ég skilji þetta rétt - Settu þeir móðurborð sem var ekki samhæft við það minni sem þú varst með fyrir í tölvunni? Og hvað varð um minnið þitt sem var í tölvunni fyrir?
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 15:54
af tolvuvirkni_
Góðan daginn. Ég er tæknimaðurinn sem vann þessa vél. Móðurborðið greindist bilað með Supertalent minnunum og test-minnum. Skipt var um móðurborðið í vélinni sem var í stórum Thermaltake kassa. Frágangur val allur lagaður og 775 móðurborð sett í vélina. Þegar tölva er ræst kemur í ljós að hún postar ekki á Supertalent minninu og er því prófað að setja annað minni í. Þá postar vélin og hagar sér eðlilega. Minnið sem var sett í hana var 2x2 GB 800 Mhz DDR2 kubbar. Við áttum þá úr annari vél og var kúnna boðið að taka þá. 2x2 Gb Kingston DDR2 kostar 12.860 krónur þannig að ég bauð honum þá á 8000.
Supertalent minnin voru að sjálfsögðu látin fylgja með, kúnni bað um að móðurborði yrði fargað. 1 tími í vinnu fór í vélina, móðurborðið kostaði um 10.000 kr. Ekkert óeðlilegt finnst mér. Ekkert mál er fyrir kúnna að skila minnum ef hann er ósáttur og kaupa ný minni hjá okkur eða annars staðar.
Bestu kveðjur,
Páll Árnason tæknimaður hjá Tölvuvirkni.
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:04
af gutti
Er reglan að þegar er beðið um að láta vita áður en íhlutir er sett í það sem ég var ekki sáttur fá vita eftir á þegar hlutir er sett í
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:10
af tolvuvirkni_
Eins og ég segi var þetta ófyrirséð vandamál að minnið væri bilað þegar allt benti til að það væri bara móðurborðið. En eins og ég sagði áðan það er ekkert mál að endurgreiða þér minnin.
Bestu kveðjur, Páll Árnason tæknimaður hjá Tölvuvirkni.
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:24
af AntiTrust
@Gutti - Þú hefðir auðvitað getað beðið verslunina að fjarlægja kubbana. Þetta er allt spurning um hvað maður segir þegar maður mætir með vélina, ef maður biður bara um "að láta gera við hana" - þá er það bara gert og vélin afhent og reikningur meðfram því. Ef þú baðst sérstaklega um að vera látinn vita um hvað væri bilað og hverju þyrfti að skipta út er þetta feil af verslunarinnar hálfu, ekki stór feill þó. Mér finnst þó hálfundarlegt að bæði MB og RAM hafi verið bilað, persónulega hef ég aldrei séð slíkt nema þá að bilaður PSU sé að valda slíku - en það getur víst allt gerst.
Eina sem stingur mig í rauninni við þetta er verðið á minninu, hægt að fá ný sambærileg minni (Corsair t.d.) á svipuðu verði og þú fékkst notuð á.
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:31
af gutti
er að láta tölvutækni að prófa minnið hvort sé bilað um á fá nýtt vegna þau er í Lífstíðarábyrgð læt vita eftir helginna ef sé ekki bilað get ekki notað þá skilað ég ekki minni hef þau þá í staðinn reyna selja þá gömlu í staðinn eða kem með minnið ef gamla minnið er bilað
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:41
af ASUStek
Ég get ekki trúað að þeir eru eitthvað annað en Snillingar!
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:45
af GuðjónR
Ílla uppsettur þráður með titli sem segir ekkert, tvöfalt reglubrot.
Það hefði verið skynsamlegast að spyrja búðina bara beint út í málið í stað þess að ræða við þá í gegnum svona þráð.
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 16:59
af AciD_RaiN
ASUStek skrifaði:Ég get ekki trúað að þeir eru eitthvað annað en Snillingar!
Sarcasm??
GuðjónR skrifaði:Ílla uppsettur þráður með titli sem segir ekkert, tvöfalt reglubrot.
Það hefði verið skynsamlegast að spyrja búðina bara beint út í málið í stað þess að ræða við þá í gegnum svona þráð.
Ég hélt að ég væri svona vitlaus að skilja varla um hvað málið snérist
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 17:02
af lukkuláki
gutti skrifaði:er að láta tölvutækni að prófa minnið hvort sé bilað um á fá nýtt vegna þau er í Lífstíðarábyrgð læt vita eftir helginna ef sé ekki bilað get ekki notað þá skilað ég ekki minni hef þau þá í staðinn reyna selja þá gömlu í staðinn eða kem með minnið ef gamla minnið er bilað
Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja þetta
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 17:03
af GuðjónR
AciD_RaiN skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ílla uppsettur þráður með titli sem segir ekkert, tvöfalt reglubrot.
Það hefði verið skynsamlegast að spyrja búðina bara beint út í málið í stað þess að ræða við þá í gegnum svona þráð.
Ég hélt að ég væri svona vitlaus að skilja varla um hvað málið snérist
Þá erum við báðir vitlausir, ég er engu nær um hvað málið snýst.
Re: tölvuvirkni
Sent: Fös 02. Nóv 2012 17:04
af ASUStek
nú kólnaði kjötsúpan.
Re: tölvuvirkni
Sent: Lau 03. Nóv 2012 14:44
af intenz
Tölvuvirkni eru góðir. Klárir tæknimenn, snögg afgreiðsla, sanngjörn verð.
Og þeir hækkuðu enn meira í áliti hjá mér við að svara þessum þræði.
OP hins vegar er vælukjói og útskýrir mjög illa hlutina.
Sent from my Nexus 7 using Tapatalk 2
Re: tölvuvirkni
Sent: Lau 03. Nóv 2012 15:09
af gardar
Re: tölvuvirkni
Sent: Lau 03. Nóv 2012 16:34
af Ulli
lukkuláki skrifaði:gutti skrifaði:er að láta tölvutækni að prófa minnið hvort sé bilað um á fá nýtt vegna þau er í Lífstíðarábyrgð læt vita eftir helginna ef sé ekki bilað get ekki notað þá skilað ég ekki minni hef þau þá í staðinn reyna selja þá gömlu í staðinn eða kem með minnið ef gamla minnið er bilað
Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja þetta
Þú ert ekki einn..
Re: tölvuvirkni
Sent: Lau 03. Nóv 2012 16:36
af worghal
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:10
af hakki
Skil ekki hví verið er að dissa gutta fyrir að koma með þessa ábendingu.
Hann bað um að láta vita ef e-r auka kostnaðarliður myndi koma fram og það var ekki gert, einfalt!
Ég hef líka lent í lélegri þjónustu hja Tölvuvirkni og mæli með að fólk leiti annað.
Í mínu tilfelli fór ég með tölvu þar sem jackið (rafmagnsplöggið) var losnað frá móðurborðinu. Þeir skiptu um það fyrir ca 30þús kall. Allt í góðu, nema hvað að pinninn í jacknum var of sver...s.s. ekki sami jack og var í tölvunni áður. Ég prófa straumbreytinn minn á staðnum þegar ég sæki tölvunna og rafmagnssnúran er enganveginn að passa í plöggið á tölvunni. Benti þeim á það og þeir fóru í þvílíka varnarstöðu gagnvart mér. Byrjuðu meðal annar á að segja að það væri nú bara eitthvað að þessari snúru+straumbreyti sem ég væri með..ég benti þeim þá bara góðfúslega á það að þetta væri originalið sem fylgdi tölvunni
.
Svo fundu þeir einhvern gamlan straumbreyti sem náði að passa ágætlega (ekki mjög vel þó) og ætluðu að rukka mig aukalega 4þús fyrir hann, sem er bara djók. afhverju ætti ég að borga aukalega fyrir jack sem var ekki eins og originalið, ef þeir áttu ekki eins jack og var í tölvunni áttu þeir bara að sleppa þessu, að sjálfsögðu.
Eftir mikið þras fékkég þenna gamla og ljóta straumbreyti sem sárabætur.
Þetta var léleg þjónusta hjá Tölvurkni og ég og mínir facebookvinir förum ekki þangað aftur.
Það er ekki hægt að verja þessa hegðun frá Tölvuvirkni...efast þó ekki um að þið Tölvuvirknisstrákar munuð koma með e-r komment
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:26
af Daz
Það er gaman að sjá hvað menn bera mikla virðingu fyrir upphaflegum póstanda. Vælukjói og "faggot" eru orð sem ég tek eftir. Ég veit að það eru allir hérna harðir internetarar, en það er stundum spurning um að menn haldi frekar kjafti en að niðurlægja einhvern sem þeir þekkja ekki neitt.
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:33
af Benzmann
Daz skrifaði:Það er gaman að sjá hvað menn bera mikla virðingu fyrir upphaflegum póstanda. Vælukjói og "faggot" eru orð sem ég tek eftir. Ég veit að það eru allir hérna harðir internetarar, en það er stundum spurning um að menn haldi frekar kjafti en að niðurlægja einhvern sem þeir þekkja ekki neitt.
er sammála Daz, finnst vera mjög mikið ef ókurteisu fólki hérna
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:36
af OverClocker
Veit ekkert um þetta mál en langar að benda á að 8.000 fyrir 2x2GB 800MHz er allt of mikið.
Þessi minni eru að fara á 5.000 fyrir minni frá þekktum framleiðendum með lífstíðarábyrgð.
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:38
af Garri
Daz skrifaði:Það er gaman að sjá hvað menn bera mikla virðingu fyrir upphaflegum póstanda. Vælukjói og "faggot" eru orð sem ég tek eftir. Ég veit að það eru allir hérna harðir internetarar, en það er stundum spurning um að menn haldi frekar kjafti en að niðurlægja einhvern sem þeir þekkja ekki neitt.
Tek undir þetta og hreint gáttaður á að stjórnendur banni ekki svona orðbragð og net-níð.
Að kalla menn homma án raunverulegrar vitneskju viðkomandi, varðar þar að auki við lög.
234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:40
af Stuffz
lukkuláki skrifaði:gutti skrifaði:er að láta tölvutækni að prófa minnið hvort sé bilað um á fá nýtt vegna þau er í Lífstíðarábyrgð læt vita eftir helginna ef sé ekki bilað get ekki notað þá skilað ég ekki minni hef þau þá í staðinn reyna selja þá gömlu í staðinn eða kem með minnið ef gamla minnið er bilað
Mér er gjörsamlega ómögulegt að skilja þetta
Ég skil etta fullkomnlega enda kann að lesa Klingónsku
Hann var að segja að þar sem það er komin niðursstaða þá sé í lagi að farga þræðinum á meðan að allir haldi enn höfði, því hann óttast að þetta gæti annars endað í blóðugri klingónskri kjötsúpu.. eða þar um bil
Re: tölvuvirkni
Sent: Sun 04. Nóv 2012 11:42
af Garri
OverClocker skrifaði:Veit ekkert um þetta mál en langar að benda á að 8.000 fyrir 2x2GB 800MHz er allt of mikið.
Þessi minni eru að fara á 5.000 fyrir minni frá þekktum framleiðendum með lífstíðarábyrgð.
Hugsa að þarna sé um að ræða DDR-2 minni í 775 móðurborð. Þau minni eru dýrari en DDR-3 minni, jafn furðulegt og það nú er.
Hefði persónulega gefið þessum einstaklingi ráð þess efnis að skipta yfir í ódýrt 1155 móðurborð, var að reikna út svona pakka hér á netinu fyrir um 33k