Sælir, ég er í vandræðum með borðtölvuna mína, þegar ég kveiki á henni kemur engin mynd á skjáinn, skjárinn virkar fínt samt þannig þetta er eitthvað tengt tölvunni held ég..
ég er búinn að reyna að taka alla diska úr sambandi nema ssd diskinn (stýrikerfið er á honum) taka minnin úr eitt í einu, ath allar snúrur á móðurborðinu og á skjákortinu (taka þær úr og setja aftur í)
Einhver hérna sem hefur einhverja hugmynd hvað gæti verið að?
er með 920 örgjörva, 650 corsair aflgjafa, 6950 twin frozr kort, og 4gb (2x2 1600mhz) minni
virkaði fínt þegar ég var í henni í gærkvöldi, svo ætlaði ég að kíkja í hana áðan þegar ég kom heim og þá var þetta bara svona
tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 920
- Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
ætli maður skelli sér ekki með hana upp í tölvutækni í bilanagreiningu á morgun ef enginn hérna getur hjálpað
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
Kemur ekki einusinni upp BIOS? Gæti verið stillt á vitlaust input á skjánum? Getur líka prófað að taka rafmagnið úr sambandi og setja aftur í samband.
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
Tékkaðu fyrst hvort að aflgjafinn sé virkur. Ættir að heyra í HD-unum og viftum, ef óljóst þá getur þú aftengt allt frá aflgjafa en tengt saman (lúppað) græna og svarta vírinn í MB og kveikt, þá ætti vifturnar að snúast (gúgla fyrst)
Hlustaðu hvort nokkur bíb heyrast þegar þú ræsir. Gúglaðu fjöldann og lengdina ef þú heyrir slíkt.
Ef það er skjástýring á móðurborðinu, taktu þá kortið úr og tengdu í skjástýringuna á móðurborðinu.
Ef ekkert gengur, fáðu lánað annað skjákort og settu í.
Ef enn ekkert kemur, taktu þá batteríið úr CMos-inu í smástund og settu í aftur. Prófaðu svo, bæði með skjákorti og án.
Prófaðu annan skjá.
Hlustaðu hvort nokkur bíb heyrast þegar þú ræsir. Gúglaðu fjöldann og lengdina ef þú heyrir slíkt.
Ef það er skjástýring á móðurborðinu, taktu þá kortið úr og tengdu í skjástýringuna á móðurborðinu.
Ef ekkert gengur, fáðu lánað annað skjákort og settu í.
Ef enn ekkert kemur, taktu þá batteríið úr CMos-inu í smástund og settu í aftur. Prófaðu svo, bæði með skjákorti og án.
Prófaðu annan skjá.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 920
- Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
nei kemur ekki upp bios, ætlað redda mér öðru skjákorti í kvöld eftir vinnu og ath með það, prófa líka að taka batterýið úr, fattaði ekki að prófa það í gærkvöldi.. ef ykkur dettur eitthvað annað í hug, endilega láta vita svo ég geti prófað það
-
- 1+1=10
- Póstar: 1109
- Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
- Reputation: 3
- Staðsetning: Akureyri
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
J1nX skrifaði:nei kemur ekki upp bios, ætlað redda mér öðru skjákorti í kvöld eftir vinnu og ath með það, prófa líka að taka batterýið úr, fattaði ekki að prófa það í gærkvöldi.. ef ykkur dettur eitthvað annað í hug, endilega láta vita svo ég geti prófað það
Er engin skjástýring á móðurborðinu?
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
ER með þetta sama issue er búinn að prufa power supply það virkar og skifta um skjákort og taka úr minnin það er ekki skjákort á móðurborðinu...Það skrítna er að það kveiknar á öllu en kemur eingin mynd á skjáinn grunar og skjákort raufinn sé ónýt.
-
Höfundur - vélbúnaðarpervert
- Póstar: 920
- Skráði sig: Fim 15. Mar 2007 12:18
- Reputation: 28
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
nákvæmlega sama hjá mér, kviknar á öllu nema kemur engin mynd á skjáinn
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1798
- Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
- Reputation: 387
- Staðsetning: Við tölvuna
- Staða: Ótengdur
Re: tölva biluð? kemur ekki mynd á skjá
Ég er að lenda í því sama nema ég var að bæta við skjákorti hjá mér (nákvæmlega sama tegund) og þegar nýja kortið er í þá kviknar á öllu nema það kemur ekkert á skjáina en svo tek ég kortið úr og nota bara það gamla þá virkar allt...
Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe