Síða 1 af 1
Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 12:21
af playman
Ef að notaður skjár í ferðatölvu á Ebay kostar 100$ eða 12þ
Hvað mun hann kosta eftir að hann er komin í mínar hendur, semsagt tollar, gjöld og allt það heila klabb?
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 12:38
af Klemmi
(Vara+Sendingarkostnaður)*(Tollgengi)*(Virðisaukaskattur)+(Umsýslugjald póstsins)
Sem í þínu tilfelli yrði því, gefið að sendingarkostnaður sé inn í þessum 100$:
100*122,84*1,255+550=15966kr.-
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 12:42
af KermitTheFrog
Minnir að það sé enginn tollur á tölvuvörum svo m.v. að $100 sé verðið á skjánum án sendingar má sennilega áætla svona +- 20.000 með vsk, sendingu og póst- og úrvinnslugjöldum sem eiga til að bætast ofan á.
Fer að sjálfsögðu hvaðan þú ert að panta hvað shipping kostar og allt svoleiðis.
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 13:31
af playman
þannig að 135.99*122,84*1,255+550= 21.513kr
Myndi það kosta :S
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 13:49
af dori
Eitt sem er gott að hafa í huga er að þú borgar alltaf vísa gengi fyrir vöruna (eða mastercard gengi) og svo tollgengi af aðflutningsgjöldum. Það munar kannski ekkert svo miklu (~2,5 kr. á hvern dollara) en það telur alveg.
(verð+sending)*vísagengi + (verð+sending)*0,255*tollgengi + 550 = heildarkostnaður
Best að vera ekki að búa til óþarfa skekkju og verða svo fyrir vonbrigðum. Svo er líka alltaf gott að hafa í huga að tollgengið gæti hækkað (eða jafnvel lækkað, virðist gera minna af því samt) frá því þú kaupir vöruna og þangað til hún er tollafgreidd svo að það er alltaf gott að gera ráð fyrir aðeins meiru.
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 14:04
af playman
dori skrifaði:Eitt sem er gott að hafa í huga er að þú borgar alltaf vísa gengi fyrir vöruna (eða mastercard gengi) og svo tollgengi af aðflutningsgjöldum. Það munar kannski ekkert svo miklu (~2,5 kr. á hvern dollara) en það telur alveg.
(verð+sending)*vísagengi + (verð+sending)*0,255*tollgengi + 550 = heildarkostnaður
Best að vera ekki að búa til óþarfa skekkju og verða svo fyrir vonbrigðum. Svo er líka alltaf gott að hafa í huga að tollgengið gæti hækkað (eða jafnvel lækkað, virðist gera minna af því samt) frá því þú kaupir vöruna og þangað til hún er tollafgreidd svo að það er alltaf gott að gera ráð fyrir aðeins meiru.
Það er sossum einginn gríðar peningur en munar samt aðeins.
En þú seigir 0,255 á það ekki örugglega vera 1,255?
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 14:07
af dori
Nei, þú gerir í rauninni þarna ráð fyrir þessum heila þegar þú reiknar hvað þú borgar úti. 0,255 af því að við erum bara að finna hvað við erum að borga tollheimtumanninum.
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 14:22
af Snorrivk
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 17:00
af playman
Snorrivk skrifaði:http://tollur.is/default.asp?cat_id=1700
og hvað þarna flokkast undir fartölvuskjá? semsagt bara panellin eða hvað sem þetta heitir.
Re: Hvað kostar að flytja in ferðatölvuskjá?
Sent: Fös 12. Okt 2012 17:48
af Xberg
Mig fynst lang best að reikna út svona dæmi með verðx2 = komið til landsins. (Dæmi 100$x125(gengið)= 12500x2= 25.000.-)
Maður fær alltaf gott sem rétt verð með öllum gjöldum.
Þetta er allaveganna mín innkaups aðferð.