CX500 power supply
Sent: Fös 20. Júl 2012 18:19
Sælir, var að versla mér tölvu í dag og ákvað að kaupa skjákort líka og þar af leiðandi þurfti ég að stækka power supply-ið í tölvunni. Ég keypti mér CX500 V2 supply og það er með 24 pinna móðurborðstengi sem er hægt að breyta í 20 pinna, en staðan er þannig að pluggið í móðurborðinu sjálfu er bara 16 pinna sem á víst að vera eitthvað eldgamalt en þetta er frekar nýlegt móðurborð (D3062-A13) að mér skilst en ég var að pæla hvort það væri í lagi að tengja supplyið við og setja í gang því að fyrstu 16 pinnarnir er hægt að stinga í þetta tengi en þá eru náttúrulega 4 pinnar sem eru ekki tengdir að frátöldum þeim 4 sem venjulega er hægt að fjarlægja frá. Spurjið bara ef þetta er eitthvað óskýrt.