Síða 1 af 1

CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 18:19
af Gauti90
Sælir, var að versla mér tölvu í dag og ákvað að kaupa skjákort líka og þar af leiðandi þurfti ég að stækka power supply-ið í tölvunni. Ég keypti mér CX500 V2 supply og það er með 24 pinna móðurborðstengi sem er hægt að breyta í 20 pinna, en staðan er þannig að pluggið í móðurborðinu sjálfu er bara 16 pinna sem á víst að vera eitthvað eldgamalt en þetta er frekar nýlegt móðurborð (D3062-A13) að mér skilst en ég var að pæla hvort það væri í lagi að tengja supplyið við og setja í gang því að fyrstu 16 pinnarnir er hægt að stinga í þetta tengi en þá eru náttúrulega 4 pinnar sem eru ekki tengdir að frátöldum þeim 4 sem venjulega er hægt að fjarlægja frá. Spurjið bara ef þetta er eitthvað óskýrt.

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 19:19
af Gauti90
Var að finna þetta http://www.sp-it.net/index.php/articles ... tsu-d3062a

Er þetta ekki frekar fáránlegt, tekið fram only specific 12V supply eru einhver þannig í boði eða ætti ég að þora kveikja með bara þessa 16 sem pössuðu tengda?

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 19:41
af upg8
Passaðu þig bara að reyna ekki að tegnja 20 eða 24pin PSU við þetta í óðagoti þar sem pinnunum er raðað öðruvísi en í venjulegu ATX. Er allavega búinn að sjá pin layout fyrir 16pin Dell vélar, hlýtur að vera hægt að finna hvernig layout er á Fujitsu. Þótt það sé sennilegt að það sé sama hjá Fujitsu og Dell þá myndi ég bíða þar til þú færð það staðfest.

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 19:44
af Gauti90
Sko, ég næ að tengja þetta, pluggið frá PSU smellpassar í götin á plugginu sem er á móðurborðinu nema það að þá eru bara 4 sem eru alveg ótengdir (8 ef þú telur með þessa 4 sem er hægt að taka frá venjulega).

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 19:58
af upg8
ég mæli samt ekki með að kveikja fyrr en að þú getur fundið pin layout og borið það saman við ATX.

Since 2011, Fujitsu and other Tier 1 manufacturers have been manufacturing systems containing motherboard variants which require only a 12V supply from a custom made PSU (typically rated at 250–300W). DC-DC conversion, providing 5V and 3.3V, is done on the motherboard; the proposal is that 5V and 12V supply for other devices, such as HDDs, will be picked up at the motherboard rather than from the PSU itself (though this does not appear to be fully implemented as of January 2012). The reasons given for this approach to power supply are that it eliminates cross-load problems, simplifies and reduces internal wiring which can affect airflow and cooling, reduces costs, increases power supply efficiency and reduces noise by bringing the power supply fan speed under the control of the motherboard. Other advantages it offers is the potential ability to power a PC off a sealed lead-acid 12 volt battery, or from automotive power without using a power inverter.

12V only power connector (labelled P1, though it is not compatible with the ATX 20 or 24 pin connector): This is a 16-pin Molex connector supplying the motherboard with six 12V lines with common returns, a 'supply OK' signal, a 'PSU ON' signal and an 11V auxiliary supply. One pin is left unused

Ef þetta verður eitthvað vesen þá getur þú allavega sett auka ATX PSU í tölvuna til að keyra öflug skjákort og þannig, þótt það væri ekki notað í móðurborðið.

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 20:05
af Gauti90
Já er búinn að vera reyna finna pin layout eins og vitleysingur en það er ekkert að ganga hjá mér, finnst þetta frekar spes samt en er búinn að vera lesa um þetta 12v only dót hljómar bara eins og það verði til vandræða þó að fróðari menn virðast lofa það útum allt :P. Þarf þá bara að finna þetta layout og vona það besta bara hehe

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 20:07
af upg8
Kíktu á þetta og berðu saman við ATX
ftp://ftp.ts.fujitsu.com/pub/Mainboard- ... -30PFJ.pdf

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 20:28
af Gauti90
http://pcsupport.about.com/od/insidethe ... 2v-psu.htm

Sýnist ég ekki geta notað þetta, rétt til getið? :)

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 20:39
af upg8
Ef þú skoðar þetta rosalega vel og ert fyrir handavinnu, þá gætir þú hugsanlega fiktað í þessu (þá hugsanlega með 12V CPU tenginu líka) en ég er of þreyttur til að skoða það núna.

Re: CX500 power supply

Sent: Fös 20. Júl 2012 20:47
af Gauti90
Jæja ég kann það ekki neitt, en takk fyrir alla hjálpina :)