Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..


Höfundur
Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf Tesli » Fim 17. Maí 2012 15:38

Sælir,

Er í veseni með media-centerinn minn, lýsir sér þannig að skjárinn fraus fyrst á meðan ég var að laga upplausnina í windows7 eftir að hún datt úr 1080p niður í 640x480. Það hefur gerst áður en ég hef alltaf getað breytt því til baka.
Hérna er myndin af skjánum.
http://imageshack.us/photo/my-images/402/imag0411i.jpg/
Þá byrjaði ég á að restarta tölvunni og þá kom þessi nákvæmlega eins skjár aftur um leið. Næst tók ég skjákortið úr tölvunni og setti aftur í, ásamt að resetta Bios en fékk nákvæmlega sömu mynd aftur. Þá prufaði ég að taka skjákortið alveg úr og nota bara innbyggða skjákortið í móðurborðinu en sama myndin kom strax aftur.
Ég bara skil ekki hvar og hvernig þessi mynd getur verið föst í tölvunni þegar ég er búinn að gera allt þetta. Einnig virðist myndin koma bara nánast strax þegar ég kveiki á tölvunni, sé ekki svarta Bios draslið fyrst.
Skjávarpinn virkar eins og monitor og ég er búinn að hlaupa á milli HDMI tengja þar, prufa aðra snúru og spila annað efni á varpann. Þannig að það er pottþétt ekki hann sem veldur þessu.
Ég er orðinn ráðalaus og vantar hjálp :?

Tölvan er með GTX560 skjákorti, Phenom 2.8ghz örgjörfa og þetta móðurborð http://www.gigabyte.com/products/product-page.aspx?pid=2758#ov



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf hagur » Fim 17. Maí 2012 18:09

Gæti verið bilaður minniskubbur.

Ef þú ert með fleiri en einn kubb, prófaðu þá að ræsa vélina með einn kubb í. Ef ennþá eins, prófa þá hinn kubbinn, o.sv.frv.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Maí 2012 18:19

Já eða skjákortið að beila ...



Skjámynd

Victordp
vélbúnaðarpervert
Póstar: 951
Skráði sig: Mán 06. Apr 2009 00:15
Reputation: 0
Staðsetning: Vesturbær
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf Victordp » Fim 17. Maí 2012 18:38

GuðjónR skrifaði:Já eða skjákortið að beila ...

En myndi þá ekki skjákortið á móðurborðinu virka ?


|Macbook Air 2013|
|NZXT H440W|ASUS P8Z68-V/GEN3|Intel i5 2500k|MSI 560TI Twin Frozr III|16GB Corsair Vengence DDR3 1600mhz|EVGA 750W Modular|
! VERSLA EKKI VIÐ TÖLVUVIRKNI !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16573
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2136
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf GuðjónR » Fim 17. Maí 2012 19:15

Victordp skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Já eða skjákortið að beila ...

En myndi þá ekki skjákortið á móðurborðinu virka ?


Jú góður punktur, ég las upphafsinnleggið greinilega ekki nógu vel. :face



Skjámynd

Nördaklessa
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Lau 27. Mar 2010 18:16
Reputation: 28
Staðsetning: Terra
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf Nördaklessa » Fim 17. Maí 2012 20:11

ég var að fá svipað en ekki alveg eins, fékk allskonar litiacrash á skjáinn hjá mér, ég fór einfallega úr Driver 296 í 295...alveg hætt og allt virðist í lagi


MSi z270 Tomahawk | i7 7700k | Gigabyte RTX 2080 8Gb | 16GB 3000mhz Corsair vengeance | Samsung 1TB 980 Pro NVMe/M.2 SSD | ASRock CL25FF | HAF 912 Plus | Logitech z625 THX |

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf DJOli » Fim 17. Maí 2012 20:26

Kannski móðurborðið bara með skemmt kubbasett?


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


Höfundur
Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf Tesli » Fim 17. Maí 2012 20:30

Steingleymdi að tjékka á minninu, skildi eftir eitt minni og það virkaði. Setti svo bæði minnin aftur í og þá virkaði tölvan aftur.
hagur á skilið einn Thule fyrir ábendinguna :drekka



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf Xovius » Fim 17. Maí 2012 20:33

laemingi skrifaði:Steingleymdi að tjékka á minninu, skildi eftir eitt minni og það virkaði. Setti svo bæði minnin aftur í og þá virkaði tölvan aftur.
hagur á skilið einn Thule fyrir ábendinguna :drekka


Haha, ætlaði einmitt að fara að benda þér á að taka allt úr sambandi í svoldinn tíma :)
Alltaf góð tilfinning þegar hlutirnir komast loksins í lag...



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan með frosinn skjá, búinn að reyna allt..

Pósturaf hagur » Fim 17. Maí 2012 21:00

laemingi skrifaði:Steingleymdi að tjékka á minninu, skildi eftir eitt minni og það virkaði. Setti svo bæði minnin aftur í og þá virkaði tölvan aftur.
hagur á skilið einn Thule fyrir ábendinguna :drekka


:happy