Síða 1 af 1

Hver er munurinn á switch og hub?

Sent: Fös 25. Jún 2004 14:19
af MezzUp
Hver er munurinn á switch og hub? (og switching hub)
Í þessari útskýringu mun ég nota netkerfi með 4 tölvum til þess að hjálpa til við útskýringuna.

Hub:
Tölva 1 og 2 eru að spila netleik. Núna ætlar tölva 3 að senda skrár á tölvu 4. Þá tekur hub'in IP pakkann frá tölvu 3 og sendir hann á allar tölvurnar, EN þar sem að hver tölva veit sína MAC address'u("heimilsfang" tölvunnar) þá skoðar enginn tölva innihald pakkans nema tölva 4. Málið með hubbin er þá að hann er að senda þessa skrá á allar tölvurnar og er IP pakkinn að taka bandvídd frá tölvu 1 og 2 þó að pakkinn sé ekki til þeirra.
Ef að þú ert með 10/100 Mbit hub og tölva 1 og 2 eru með 100Mbit netkort en tölva 3 er með 10Mbit netkort, þá dettur allur hub'in niður í 10Mbit, líka á milli 1 og 2. Með hub getur bara ein tölva talað/sent í einu. Ef að tvær tölvur reyna að senda pakka á sama tíma þá verður collision sem veldur því að báðar tölvurnar þurfa að senda pakkann aftur.
Switchable Hub(Switching hub):
Sendir pakka einsog venjulegur hub, en, ef að tölva 1 og 2 eru með 100mbit netkort en tölva 3 með 10Mbit þá senda tölva 1 og tölva 2 ennþá á milli sín á 100Mbit, þ.e. allt kerfið dettur ekki niður á 10Mbit, bara til þess(a) aðila sem að er(u) með 10Mbit netkort.
Switch:
Notum fyrsta dæmið þar sem að tölva 1 og 2 eru að spila netleik og 3 og 4 ætla að skiptast á skrám. Þegar tölva 3 sendir IP pakkann í switchinn þá skoðar switchinn hausinn(e. header) á IP pakkanum til þess að sjá hvert hann á að fara(MAC addressa) og sendir einungis á þá tölvu sem að á að fá pakkann, þ.e. tölva 4 í okkar dæmi.
Einnig er hægt að blanda 10Mbit og 100Mbit netkortum í switch án þess að það komi niður á heildarhraða, einsog með switchable hub.

Niðurstaða:
Undirritaður mælir með switch frekar en hub, þó að ég hafi ekki gert né séð performance benchmark's þá segir kenningin að switch ætti að standa sig betur.

Ef að þið viljið fræðast meira um þetta efni, t.d. hvernig switch'inn lærir MAC addressurnar á kortunum getiðið þið skoða þessa tengla:
HowStuffWorks.com - How LAN Switches Work
HowStuffWorks.com - How Ethernet Works

Kv. Gummi//MezzUp

Ath. Allt efni er eign höfundar greinar og öll afritun eða birting í hluta eða held á efni þessu, texta eða myndum, án sérstaks leyfis höfundar er með öllu óheimil. Höfundur tekur enga ábyrgð á efni greinarinnar.

Þakkir fara til Natta fyrir að koma með ábendingu