Síða 1 af 1

Get ég notað ATA100 með disk stærri en 137GB?

Sent: Fös 25. Jún 2004 14:16
af MezzUp
Útskýring
, ATA100/133 hefur ekkert að segja um það hvort diskar megi vera stærri en 137GB (128GB binary) eða ekki.

Því var að vísu haldið fram á þeim tíma sem 120GB+ IDE diskar voru ekki til, en það reyndist rangt. Það sem þetta veltur á er 48-Bit LBA stuðningur, sem þarf að vera til staðar í bæði BIOS & Windows, það eru til fix fyrir Win2K, WinXP o.s.frv til að bæta við 48-Bit LBA stuðningi.

Ef þetta væri satt þá þætti mér frekar skrítið hvers vegna Western Digital og fleiri eru að smíða 250GB+ diska sem keyra á ATA-100!

Kiddi

Lausn:

Windows XP:
Ef að móðurborðið er tiltölulega nýtt ætti að nægja að sækja og setja upp Service Pack 1 fyrir WinXP.
Hægt er að sækja hann innalands af static. hugi.is: Service Pack 1 fyrir Windows XP
Ef að það dugir ekki(móðurborðið er þá væntanlega frekar gamalt) þarftu að sækja og setja upp nýjustu útgáfu af BIOS fyrir móðurborðið þitt.
Þetta skref er því miður of flókið til að ég fari að lýsa því í þessum FAQ, en vel gæti hugsast að ég eða einhver muni síðar gera BIOS update guide.
Ef að þið hafið framkvæmt ofangreind skref og enn virkar diskurinn ykkar ekki einsog hann á að gera getið þið gert póst á spjallinu og lýst því sem að þið eruð búinn að gera og vandamálinu ítarlega.

Athugið þó að til þess að setja Windows XP upp á disk sem á að vera stærri en 137GB verður að setja Windows XP upp með SP1 installaðan, það verður að gera með svokölluðum slipstreamed CD. Hægt er að sækja WinXP uppsetningardisk með SP1 slipstreamed á DC, og svo er líka hægt að búa til sjálfur, en þá verða menn að leita sér upplýsingar á Google og hérna á Vaktinni. (E.t.v. að einhver skrifi FAQ?)

Allar mínar upplýsingar og meira til er á vef Microsoft: How to enable 48-bit LBA support for ATAPI disk drives in Windows XP

Windows 2000:
Nokkur atriði þurfa að vera til staðar fyrir 48-Bit LBA stuðning, gæti verið að það þurfi aðeins að gera eitt af þessum skrefum, en e.t.v. öll. Ef að þú ert ekki viss er best að framkvæma þau í eftirfarandi röð:
1. Byrjaðu á því að sækja nýjasta Service Pack. Það nægir að sækja SP3 en það skemmir sjaldnast að hafa það nýjasta.
Hægt er að sækja Service Pack'ana innlands af static.hugi.is hérna:
Service Pack 4 fyrir Windows 2000 (nýjasti)
Service Pack 3 fyrir Windows 2000
2. Setjið upp 48-Bit LBA stuðning í registry.
a) Farið í Start->Run, skrifið "regedit"(án gæsalappa) og ýtið á Enter.
b) Finnið og farið í HKEY_LOCAL_MACHINE\SYSTEM\CurrentControlSet\Services\atapi\Parameters vinstra meginn.
c) Farið í Edit og Add value. Setjið inn eftirfarandi gildi:
Value name: EnableBigLba
Data type: REG_DWORD
Value data: 0x1
d) Lokið glugganum og endurræsið tölvuna
3. Sækjið og setjið upp nýjustu útgáfu af BIOS fyrir móðurborðið ykkar.
Þetta skref er því miður of flókið til að ég fari að lýsa því í þessum FAQ, en vel gæti hugsast að ég eða einhver muni síðar gera BIOS update guide.
Ef að þið hafið framkvæmt ofangreind skref og enn virkar diskurinn ykkar ekki einsog hann á að gera getið þið gert póst á spjallinu og lýst því sem að þið eruð búinn að gera og vandamálinu ítarlega.

Allar mínar upplýsingar og meira til er á vef Microsoft: 48-Bit LBA Support for ATAPI Disk Drives in Windows 2000


Kv. Gummi//MezzUp

Ath. Allt efni er eign höfundar greinar og öll afritun eða birting í hluta eða held á efni þessu, texta eða myndum, án sérstaks leyfis höfundar er með öllu óheimil. Höfundur tekur enga ábyrgð á efni greinarinnar.