Síða 1 af 1

Hvaða driver (bluescreen vesen)

Sent: Fim 01. Sep 2011 21:13
af kjarribesti
Heyrðu ég var að pæla,

Tölvan vill ekki vakna eðlilega úr sleep mode þ.e.a.s. bluescreenar en kemur svo með resuming windows þegar ég kveiki
aftur og allt eðlilegt en PCI driverinn er ekki fundinn í tölvunni.

val.png
val.png (69.99 KiB) Skoðað 694 sinnum


Hvaða driver af þessari síðu á ég að downloada til að laga PCI vandamál (Simple communication controller)

---> http://www.asus.com/Motherboards/Intel_ ... /#download

Re: Hvaða driver (bluescreen vesen)

Sent: Fim 01. Sep 2011 21:20
af einarhr
Þetta gæti verið Bluetooth driverinn sem vantar, sé efst í Device Manager að Bluetooth Radio er inni en mögulega vantar sjálfan driverinn fyrir Bluetooth kortið.

Settir þú upp alla drivera sjálfur eða setti Windows eitthvað af þeim upp fyrir þig?

Re: Hvaða driver (bluescreen vesen)

Sent: Fim 01. Sep 2011 21:54
af Pandemic
Athugaðu hvort þetta sé ekki bara vandamál með hibernation file-in
Keyrðu command promt sem administrator og sláðu inn powercfg /hibernate /size 100

Re: Hvaða driver (bluescreen vesen)

Sent: Fim 01. Sep 2011 22:08
af kjarribesti
prófaði að breyta hibernation filenum en sami vandi.

Já windows installaði sumum driverum en ég er búinn að ná í af asus síðunni allt það helsta (svo ég viti)


En já nákvæm lýsing á vandanum.

-
Ég set tölvuna á sleep og hún drepur venjulega á sér eins og sleep á að gera

Ég ýti á kveikja takkann en hún fer í gan en ekkert kemur á skjáina, bara svart og kviknar ekki á þeim (engin boð frá skjákortinu)

Ég drep á tölvunni (held inni slökkva takkanum)

Ég kveikji á henni og allt fínt og hún recoverar úr sleep þannig ef t.d crysis væri opinn þá er hann opinn þegar hú kveikir aftur á sér ..


Aaaafar skrýtið.

Er búinn að útiloka skjákortið þar sem sami vandi var með öðru skjákorti.