Síða 1 af 2

Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:18
af intenz
Hver er ykkar reynsla af þeim?

Ég hef aldrei heyrt um þetta fyrirtæki en vinkona mín lenti víst í leiðindum við þá.
Ég vil bara benda á að þetta er haft beint eftir henni og sel það því ekki dýrara en ég keypti það.

En hún fór allavega með Makkann sinn þangað þar sem þeir auglýstu fría bilanagreiningu. Svo þegar hún kemur að sækja tölvuna segist gaurinn hafa verið í 10-15 klst að reyna að laga hana og rukkaði hana um einhver ósköp. Eins og hún lýsti vandamálinu fyrir mér, var ekkert að tölvunni nema að stýrikerfið kveikti ekki á sér.

"Gaurinn bilaðist því ég neitaði að borga því ég bað hann aldrei að laga tölvuna. Hann tók tölvuna úr sambandi, grýtti henni í mig, öskraði "komdu þér héðan út og láttu ekki sjá þig hérna aftur" og skellti hurðinni á mig!"

Mér finnst þetta einum of. Maður auglýsir ekki fría bilanagreiningu, gerir svo við tölvuna án þess að láta viðskiptavininn vita og rukkar hann svo? :uhh1

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:22
af KristinnK
Þú færð ókeypis viðgerð og svo ferðu á vaktina að kvarta?

En nei, ég er alveg sammála, það er ekki hægt að rukka fyrir þjónustu sem ekki var samið um. Það væri eins og ef ég kæmi heim til þín, slegi hjá þér lóðina, og rukkaðir þig svo þegar þú kæmir heim.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:26
af intenz
KristinnK skrifaði:Þú færð ókeypis viðgerð og svo ferðu á vaktina að kvarta?

En nei, ég er alveg sammála, það er ekki hægt að rukka fyrir þjónustu sem ekki var samið um. Það væri eins og ef ég kæmi heim til þín, slegi hjá þér lóðina, og rukkaðir þig svo þegar þú kæmir heim.

Nei frekar eins og þú byðir upp á fría innanhúsarkitekt ráðgjöf og ég myndi þiggja þær, þú kæmir svo og myndir gjörbreyta íbúðinni minni og rukkaðir mig svo eftir það. :sleezyjoe

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:37
af MarsVolta
KristinnK skrifaði:Þú færð ókeypis viðgerð og svo ferðu á vaktina að kvarta?

En nei, ég er alveg sammála, það er ekki hægt að rukka fyrir þjónustu sem ekki var samið um. Það væri eins og ef ég kæmi heim til þín, slegi hjá þér lóðina, og rukkaðir þig svo þegar þú kæmir heim.


haha, mjög góð samlíking. En ef þetta er alveg satt sem stelpan segir þá er þetta alveg fáranleg vinnubrögð. Ég lenti í "svipuðu" dæmi með sjónvarpið mitt, (reyndar hjá öðru fyrirtæki) þar sem ég sendi það einungis í bilanagreiningu og það var búið að gera við það og allt þegar ég kom til baka nokkrum dögum síðar (ónýtt móðurborð). En þeir buðust bara til þess að láta gamla móðurborðið aftur í sjónvarpið ef ég vildi ekki láta gera við það mér að kostnaðarlausu, sem er auðvitað eins og það á að vera.
En já ef þetta er satt sem stelpan segir þá er þetta alveg útí hróa hött.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:37
af AncientGod
Er tölvan ónýtt þá eða ? ef hann kastaði henni ? voru vitni ? kæra ?

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:39
af worghal
er þetta ekki það sama og mörg bíla verkstæði hafa gert ?
bíll sendur inn í smá viðgerð og það er nánast skipt um allt og ættlast til að rukka fyrir :P

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 20:40
af Gúrú
AncientGod skrifaði:Er tölvan ónýtt þá eða ? ef hann kastaði henni ? voru vitni ? kæra ?

Mynd

Lágmarkaðu póstana þína þar til að lesskilningurinn er bættur. :?

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 22:52
af painkilla
AncientGod skrifaði:Er tölvan ónýtt þá eða ? ef hann kastaði henni ? voru vitni ? kæra ?

hahahaha, besta comment sem ég hef séð lengi!

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 23:20
af rapport
Lög um þjónustukaup:

6. gr. Seljanda þjónustu er skylt að veita upplýsingar um hvort fyrirhuguð kaup á þjónustu eru óhagkvæm fyrir neytandann að teknu tilliti til kostnaðar við verkið með hliðsjón af verðgildi hlutarins eða öðrum atriðum sem áhrif hafa á hagkvæmni þeirrar þjónustu sem óskað er eftir.

Verði seljanda ekki ljóst að fyrirhuguð kaup á þjónustu eru óhagkvæm fyrr en vinna er hafin eða að verð þjónustunnar muni verða verulega hærra en neytandi hefur mátt gera ráð fyrir skal seljandi tilkynna neytanda um það og óska eftir fyrirmælum um hvort frekari vinna skuli af hendi leyst. Hafi seljandi ekki sinnt leiðbeiningarskyldu sinni, ekki óskað eftir fyrirmælum og ætla má að neytandi hefði hætt við samninginn að fengnum upplýsingum skulu greiðslur fyrir verkið miðast við að neytandi hefði dregið sig út úr samningnum á því stigi.

Hafi seljanda þjónustu ekki tekist að ná til neytanda eða hann hefur ekki fengið fyrirmæli frá neytanda innan sanngjarns frests er honum heimilt að hætta og leysa ekki frekari vinnu af hendi samkvæmt þjónustusamningnum. Þetta gildir þó ekki ef seljandi hefur sérstaka ástæðu til að ætla að neytandi vilji að lokið verði við verkið.


Í raun má umorða þetta...

Það borgar sig alltaf fyrir viðgerðarðila að fá samþykki fyrir viðgerð og þá upplýsa um hvað kostnaður stefnir í að verða. Ef neytandi er ekki látinn vita og getur hreinlega sagt og rökstutt " þetta er ekki það sem ég vildi", þá er viðgerðin á kostnað viðgerðaraðila (skv. lögunum má hann ekki breyta hlutnum til baka).

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 23:22
af kjarribesti
AncientGod skrifaði:Er tölvan ónýtt þá eða ? ef hann kastaði henni ? voru vitni ? kæra ?

þú mættir vera með titilinn overfloodari.

Hugsa áður en þú commentar

Mynd

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 23. Ágú 2011 23:27
af HelgzeN
AncientGod skrifaði:Er tölvan ónýtt þá eða ? ef hann kastaði henni ? voru vitni ? kæra ?

hahahaha

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Mið 24. Ágú 2011 00:34
af Hjaltiatla
Skv.auglýsingu á netinu bjóða þeir uppá föst verðtilboð. Frekar skrítið að auglýsa það ef það er ekki niðurstaðan.
https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25168219&advtype=12&page=6&advertiseType=0

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 30. Ágú 2011 12:41
af wICE_man
Var einmitt að fá símtal þar sem kona tjáði mér að hún hefði fengið verðtilboð frá þeim í skipti á disk í fartölvu og uppsetningu á stýrikerfi (windows 7). Fyrst vildi afgreiðslumaðurinn ekki gefa henni nákvæmt verð í þetta en þegar hún benti á auglýsinguna þeirra á Bland.is þá var henni tjáð að þetta yrðu 25-35þús en hún þyrfti að kaupa diskinn sjálf.

Ég á ekkert erindi í að tjá mig opinberlega um þjónustu annara aðila í bransanum en ég vill brýna fyrir fólki að fá verðtilboð og ekki greiða fyrir hlut sem þeir hafa ekki fengið verð í áður sem þeir hafa samþykkt. Auðvitað koma upp tilfelli þar sem viðkomandi bilun finnst ekki fyrr en búið er að laga hana en þá er rétta leiðin að bjóða sanngjarnt verð á viðgerðina og bjóða annars að skila hlutnum í sama ásigkomulagi og hann var þegar að viðgerðir hófust.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Þri 30. Ágú 2011 13:11
af BjarniTS
wICE_man skrifaði:Var einmitt að fá símtal þar sem kona tjáði mér að hún hefði fengið verðtilboð frá þeim í skipti á disk í fartölvu og uppsetningu á stýrikerfi (windows 7). Fyrst vildi afgreiðslumaðurinn ekki gefa henni nákvæmt verð í þetta en þegar hún benti á auglýsinguna þeirra á Bland.is þá var henni tjáð að þetta yrðu 25-35þús en hún þyrfti að kaupa diskinn sjálf.

Ég á ekkert erindi í að tjá mig opinberlega um þjónustu annara aðila í bransanum en ég vill brýna fyrir fólki að fá verðtilboð og ekki greiða fyrir hlut sem þeir hafa ekki fengið verð í áður sem þeir hafa samþykkt. Auðvitað koma upp tilfelli þar sem viðkomandi bilun finnst ekki fyrr en búið er að laga hana en þá er rétta leiðin að bjóða sanngjarnt verð á viðgerðina og bjóða annars að skila hlutnum í sama ásigkomulagi og hann var þegar að viðgerðir hófust.


Okrarar.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 17:09
af Höfðatölvur
"Ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það, en" ku vera orðtak sem Gróa á Leiti notaði gjarna í orðræðum sínum um annað fólk og þótti þá næsta víst að vel væri fært í stílinn, sama má segja um það sem hér er eftir öðrum haft, því búið er að hagræða sannleikanum í andhverfu sína.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 17:23
af Glazier
Höfðatölvur skrifaði:"Ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það, en" ku vera orðtak sem Gróa á Leiti notaði gjarna í orðræðum sínum um annað fólk og þótti þá næsta víst að vel væri fært í stílinn, sama má segja um það sem hér er eftir öðrum haft, því búið er að hagræða sannleikanum í andhverfu sína.

Og þú reynir ekki einu sinni að koma með útskýringu á hlutunum eins og þú sérð þá?

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 18:18
af Höfðatölvur
wICE_man Skrifaði:Var einmitt að fá símtal þar sem kona tjáði mér að hún hefði fengið verðtilboð frá þeim í skipti á disk í fartölvu og uppsetningu á stýrikerfi (windows 7). Fyrst vildi afgreiðslumaðurinn ekki gefa henni nákvæmt verð í þetta en þegar hún benti á auglýsinguna þeirra á Bland.is þá var henni tjáð að þetta yrðu 25-35þús en hún þyrfti að kaupa diskinn sjálf.

Þú getur nú varla talist sérlega "wICE_man" að fara með þvílíkt fleipur og þykir mér þú leggjast ansi lágt í þessari tilraun þinni til að klekkja á samkeppnisaðila. Ég átta mig nú reyndar á um hvaða mál er að ræða þó farið sé, vægast sagt, mjög frjálslega með staðreyndir.

Þú segir:verðtilboð frá þeim í skipti á disk í fartölvu og uppsetningu á stýrikerfi (windows 7)
Rétt er: Eftir bilanagreiningu og viðgerð á HD sem dugði til að hægt væri að bjarga gögnum af diskinum (sem ekki var rukkað fyrir) hafði ég samband við konuna og sagði henni hvað að væri.

Konan bað um verð í eftirfarandi :
a) Björgun gagna af ónýta diskinum b)að skipta um disk í tölvunni. c) að setja upp win. 7. d) að setja upp office 2010. e) að setja upp vírusvarna forrit.

Ég sagði konunni að þetta myndi kosta 15-20.000Kr. Ef hún myndi sjálf fara og kaupa sambærilegan disk og fyrir var í tölvunni eða 500G disk sem samkvæmt Vaktin.is kostaði,að mig minnir, ódýrast Kr.9750.

Sannleikurinn er sagna bestur gott fólk!

Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég skíti mig út að að svara svona ómerkilegu lygaþvaðri og mun ekki framar fylgjast með þessu spjalli enda varla mikið á því að græða ef öll umræða hér er á þessu plani.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 18:25
af AntiTrust
Höfðatölvur skrifaði:Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég skíti mig út að að svara svona ómerkilegu lygaþvaðri og mun ekki framar fylgjast með þessu spjalli enda varla mikið á því að græða ef öll umræða hér er á þessu plani.


Velkominn á Internetið.. Nei alveg grínlaust, hvort sem það er forum á netinu eða spjall á milli manna, þá er því miður stór hluti af því sem sagt er lítið annað en ómerkilegt lygaþvaður. Óánægðir viðskiptavinir eru alltaf verstir, margir hverjir búa til bull bara til þess eins að sverta mannorð/orðspor fyrirtækja.

Þökk sé síðum eins og þessari geturu þó allavega leiðrétt það sem röngu er haldið fram og haldið orðsporinu á réttum kjöl.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 19:03
af tdog
Höfðatölvur skrifaði:Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég skíti mig út að að svara svona ómerkilegu lygaþvaðri og mun ekki framar fylgjast með þessu spjalli enda varla mikið á því að græða ef öll umræða hér er á þessu plani.

Þú ættir að skoða spjallborðið aðeins, hér er virk umræða um allt milli himins og jarðar, og oftar en ekki þá er umræðan byggð á staðreyndum en ekki gróusögum.
Hér fréttir maður af skíthælunum og líka þeim góðu, að fylgjast með á Vaktinni og að leiðrétta svona misskilning er mikilvægt því að ímynd er fyrirtækjum allt.

Léleg ímynd = lítið viðskipti. Þú gætir því gert gott betra og fylgst með hérna og mögulega kynnt fyrirtækið þitt og bætt ímyndina með því að svara fyrirspurnum eða bara að leiðrétta svona misskilning.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 19:03
af beggi90
Höfðatölvur skrifaði:Þú getur nú varla talist sérlega "wICE_man" að fara með þvílíkt fleipur og þykir mér þú leggjast ansi lágt í þessari tilraun þinni til að klekkja á samkeppnisaðila. Ég átta mig nú reyndar á um hvaða mál er að ræða þó farið sé, vægast sagt, mjög frjálslega með staðreyndir.

Þú segir:verðtilboð frá þeim í skipti á disk í fartölvu og uppsetningu á stýrikerfi (windows 7)
Rétt er: Eftir bilanagreiningu og viðgerð á HD sem dugði til að hægt væri að bjarga gögnum af diskinum (sem ekki var rukkað fyrir) hafði ég samband við konuna og sagði henni hvað að væri.

Konan bað um verð í eftirfarandi :a) Björgun gagna af ónýta diskinum b)að skipta um disk í tölvunni. c) að setja upp win. 7. d) að setja upp office 2010. e) að setja upp vírusvarna forrit.

Ég sagði konunni að þetta myndi kosta 15-20.000Kr. Ef hún myndi sjálf fara og kaupa sambærilegan disk og fyrir var í tölvunni eða 500G disk sem samkvæmt Vaktin.is kostaði,að mig minnir, ódýrast Kr.9750.

Sannleikurinn er sagna bestur gott fólk!

Þetta er í fyrsta og síðasta skipti sem ég skíti mig út að að svara svona ómerkilegu lygaþvaðri og mun ekki framar fylgjast með þessu spjalli enda varla mikið á því að græða ef öll umræða hér er á þessu plani.


Um að gera að svara svona hlutum.
Vann sjálfur í tölvuviðgerðum og veit að viðskiptavinir eiga það til að hafa kolvitlaust eftir manni og koma örsjaldan með eitthvað bölvað kjaftæði.

Bæði wICE_man og intenz eru hérna að vitna í aðra og ég ætla að draga það í efa að wICE_man sé að "klekkja á samkeppnisaðila".
En það eru víst tvær hliðar á öllu.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 21:02
af intenz
Jú jú, það eru tvær hliðar á öllum málum, en þar sem ég þekki ykkur ekki neitt tek ég vinkonu mína trúarlegri. En eins og ég sagði, ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Þess vegna bjó ég til þennan þráð, til að heyra álit annarra á ykkur, svo ég gæti myndað mér skoðun um ykkur.

En fyrirtæki sem er í þessum bransa ætti hiklaust að vera hérna inn á til að svara fyrirspurnum og svona "lygaþvaðri", eins og þú svo skemmtilega orðar það.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 21:05
af Hjaltiatla
intenz Skrifaði:
En fyrirtæki sem er í þessum bransa ætti hiklaust að vera hérna inn á til að svara fyrirspurnum og svona "lygaþvaðri", eins og þú svo skemmtilega orðar það.

Er mjög sammála því.Ef fólk hefur ekkert að fela þá er allveg hægt að svara fyrir sig.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 21:14
af Glazier
beggi90 skrifaði:og ég ætla að draga það í efa að wICE_man sé að "klekkja á samkeppnisaðila".

Enda tók hann sérstaklega fram að hann væri ekki að svara hér í þeim tilgangi :)

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 22:53
af DJOli
Þér, eigandi Höfðatölva eruð einnig að selja ólöglegan hugbúnað?

Windows 7 + Office 2010 + vírusvörn, nýjum hörðum diski og ísetningu á diskinum á sirka 20.000kr.-.

Re: Höfðatölvur - reynsla?

Sent: Lau 03. Sep 2011 22:59
af AntiTrust
DJOli skrifaði:Þér, eigandi Höfðatölva eruð einnig að selja ólöglegan hugbúnað?

Windows 7 + Office 2010 + vírusvörn, nýjum hörðum diski og ísetningu á diskinum á sirka 20.000kr.-.


Link?