Síða 1 af 2
Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 22:09
af gangstalicious
Tölvan er í ruglinu, er í 3 vikna fríi, kem heim.. tölvan er rykug svo ég ryksuga hana að utan og strýk með ryksugunni yfir aflgjafa grindina, kveiki svo á aflgjafanum og ýti á takkann til að kveikja á litla skrímslinu en það gerist ekkert! svo ég aftengi hana og tengi aftur..... ekkert gerist!, fjöltengið var ekki vandamál því að skjárinn virkaði alveg og hann var tengdur í sama fjöltengi. Ég tók þá power snúruna úr skjánum og plöggaði í tölvuna.. virkaði samt ekki að kveikja þá.
er EINHVER! með lausn??? eða þarf ég að fara í kísildal?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 22:17
af AncientGod
Aflgjafin er dauður öruglega.
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 22:21
af gangstalicious
AncientGod skrifaði:Aflgjafin er dauður öruglega.
þarf þá að eyða 10 - 20 þús í nýjan aflgjafa? nýbúinn að eyða öllu í útlöndum!
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 22:30
af AncientGod
Jáps, þú getur allveg fengið aflgjafa fyrir 5 þúsund en hann á eftir að duga mjög lítið og mun öruglega billa nokkuð hratt.
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 23:17
af Minuz1
power takkinn dottinn úr sambandi?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 23:26
af Plushy
Kveikt á fjöltenginu?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 23:26
af Minuz1
Plushy skrifaði:Kveikt á fjöltenginu?
skjárinn virkar, þetta er power takkinn(vírinn)/móðurborð/power supply
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 23:29
af gangstalicious
Minuz1 skrifaði:power takkinn dottinn úr sambandi?
gæti verið.. samt ólíklegt, ekki mikil hreyfing sem hefur verið á tölvunni og heldur ekki neitt óþarfa högg
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 23:32
af Eiiki
power snúrurnar í móðurborðinu búnar að losna? semsagt frá takkanum sem þú kveikir á tölvunni í móbóið?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Fös 29. Júl 2011 23:40
af Minuz1
Eiiki skrifaði:power snúrurnar í móðurborðinu búnar að losna? semsagt frá takkanum sem þú kveikir á tölvunni í móbóið?
já, kíktu á báða endana
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 14:08
af gangstalicious
Ég veit lítið sem ekkert um tölvur (svo ég ætti ekkert að vera að opna hana og fikta neitt), ætlaði að skella tölvunni á verkstæðið hjá kísildal... en nei, auðvitað er lokað vegna verslunarmannahelgarinnar!
Ég þarf helst að fá tölvuna up and running í dag, ég veit EKKERT hvað skal gera.
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 14:20
af ScareCrow
Það hlýtur nú að vera einhver hérna sem getur skoðað vélina hjá þér. En aldrei hef ég náð að taka neitt úr sambandi við að blása inni tölvuna eða ryksuga.
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 14:31
af gangstalicious
ScareCrow skrifaði:Það hlýtur nú að vera einhver hérna sem getur skoðað vélina hjá þér. En aldrei hef ég náð að taka neitt úr sambandi við að blása inni tölvuna eða ryksuga.
já ég vona það
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 16:35
af coldcut
Í guðanna bænum ekki vera að gefa ráð eins og "aflgjafinn er ónýtur!" án þess að vita allt um málið! (AncienGod)
Þegar þú ert búinn að kveikja á aflgjafanum, er þá ljós á móðurborðinu?
Ertu búinn að double-tjékka allar snúrur sem eiga að vera tengdar? T.d. er powertakkinn tengdur?
Getur vel verið að AncientGod hafi rétt fyrir sér en það er last resort að kaupa nýjan aflgjafa!
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 17:29
af Don Vito
örgjörva kælingin í sambandi? viftan þaes? hjá mér á þetta tengi frekar auðvelt með að poppa uppúr...
tengið fyrir "off/on" takkann í sambandi?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 19:48
af biturk
og plís ekki fullyrða að þú þurfir mökkdýran psu....ódýrir virka fínt!
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 20:31
af gangstalicious
Power takkinn er tengdur, ég skil þetta ekki
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 20:33
af Don Vito
gangstalicious skrifaði:Power takkinn er tengdur, ég skil þetta ekki
örgjafakælingin í sambandi líka? við rétt tengi?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 22:03
af gangstalicious
Don Vito skrifaði:gangstalicious skrifaði:Power takkinn er tengdur, ég skil þetta ekki
örgjafakælingin í sambandi líka? við rétt tengi?
já!
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 22:17
af Eiiki
Skoðaðu hvort allar snúrur sem tengjast í þar sem er búið að merkja rautt séu alveg örugglega festar í móðurborðið vel og örugglega, prufaðu bara að íta á þær.
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 22:31
af gangstalicious
Eiiki skrifaði:Skoðaðu hvort allar snúrur sem tengjast í þar sem er búið að merkja rautt séu alveg örugglega festar í móðurborðið vel og örugglega, prufaðu bara að íta á þær.
tengt, ég bara skil þetta ekki... það hefur ekkert komið fyrir sem ætti að aftengja neitt, þoli ekki þegar það koma upp svona óþarfa vandamál! hvað þá á tímum sem maður þarf að hafa hlutinn í lagi
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 22:46
af gangstalicious
kísildalur verður lokaður fram að þriðjudag, vitiði um einhvern sem gæti fix-að þetta og vantar smá pening í vasann fyrir það?
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 22:52
af methylman
Prufaðu fyrst að aftengja rafmagnið í aflgjafann.
Taktu svo straumtengin tvö 24 pinna og 4/6/8 pinna úr sambandi við móðurborðið.
Bíddu smá stund c.a. 10 mín.
Settu allt í samband í öfugri röð móðurborðstengin fyrst.
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 23:01
af biturk
Re: Tölvuvandamál
Sent: Lau 30. Júl 2011 23:05
af nonesenze
sko, takktu allt rafmagn af s.s. slökkva á psu eða taka úr sambandi, bíddu í s.a. 30 sec takktu svo minnin úr og festu aftur, og takktu alllar snúrur í móðurborðið úr og í, og mundu... ALLTAF snerta kassann í 10 sec með höndum áður en þú ferð að fikkta í honum, og ALDREY hafa kassann ofaná teppi
ryksugur eru ALDREY góð leið til að hreynsa tölvu (ef þú snertir eitthvað með riksugu endanum á móðurborðinu þá getur það valdið tjóni)
allar snúrur úr móbðurborði í eitthvað annað skipta engu því tölvan á að kveikja á sér þrátt fyrir það
hvar ertu á landinu annars ef einhver hefur tíma til að kíka á þetta?