Síða 1 af 1
Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 19:46
af Ingi90
Sælir drengir svo er mál með vexti að ég var e-ð að breyta hjá mér og slekk á tölvunni áður en ég plugga henni úr sambandi
Ég tek rafmagnið af henni áður en ég plögga úr, Svo er allt búið og svona og er að koma mér fyrir aftur
Starta vélinni og þá er hún bara í steypunni , Hún kveikir á sér normal í 5 sek slekkur svo á sér bara einum hvelli áður en ég sé yfirhöfuð eithvað á skjánum, Svo byrjar hún bara starta sér sjálfkrafa og gera sama andskotann aftur og aftur og aftur
Auðvitað fer það ógeðslega illa með tölvuna, En ég þarf að vísu að nota tölvuna í kvöld þannig ég get varla beðið til morguns eftir að fara með hana til þeirra í Kísildal
Vélin er 8 mánaða gömul , eruði með eithverjar hugmyndir um hvað þetta gæti verið ?
Endilega útskýra á íslensku ég er ekki svo vitur á þetta helvíti
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 20:00
af beggi90
Hverju varstu að breyta?
Mér finnst þetta samt hljóma eins og þú hafir verið að grúska í tölvu(turninum?) og rekist í eitthvað.
S.s vinnsluminni gæti verið laust, kaplar dottið úr...
Athuga hvort allt sé fast
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 20:18
af Ingi90
Var að færa tölvuborðið til þar sem ég keypti mér ísskáp og hann tekur andskotans pláss
lagði tölvuna bara rólega í rúmmið í 5 min
Tengdi aftur búmm allt í rugli
Er búin að prufa taka sitthvort minnið úr uppá að sjá hvort þau séu e-ð að rugl skeður það nákvæmlega sama bara
Stefnir allt í að maður þurfi að fara niðrí kísildal á morgun
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 20:21
af urban
Er nokkuð takki aftan á power supplyinu hjá þér sem að stendur á 110V annars vegar og 220V hinsvegar ?
ef svo er, og hann er á 110V þá ertu í vondum málum
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 20:30
af Ingi90
Það stendur Input Ac 230v aftaná honum
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 20:48
af fallen
urban skrifaði:Er nokkuð takki aftan á power supplyinu hjá þér sem að stendur á 110V annars vegar og 220V hinsvegar ?
ef svo er, og hann er á 110V þá ertu í vondum málum
Ef hann hefur óvart ýtt á þannig takka þá ræsir vélin sig ekki aftur. Það kemur bara kapúff, reykur og psu ónýtt. Been there, done that.
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 21:04
af flottur
Ingi90 skrifaði:Var að færa tölvuborðið til þar sem ég keypti mér ísskáp og hann tekur andskotans pláss
lagði tölvuna bara rólega í rúmmið í 5 min
Tengdi aftur búmm allt í rugli
Er búin að prufa taka sitthvort minnið úr uppá að sjá hvort þau séu e-ð að rugl skeður það nákvæmlega sama bara
Stefnir allt í að maður þurfi að fara niðrí kísildal á morgun
Haldiði að 5 minútur í rúmminu hafa orsakað þessi leiðindi?
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 21:35
af kubbur
Eina sem mér dettur i hug er að sáta kaplarnir hafi hálf losnað frá
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 21:36
af beggi90
flottur skrifaði:Haldiði að 5 minútur í rúmminu hafa orsakað þessi leiðindi?
Held ennþá að þegar hann setti tölvuna í rúmið hafi hlutir losnað og það þurfi bara að festa þá aftur.
Kannski er bara fínt að hann fari með hana í kísildal ef hann er ekki öruggur á þessu.
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 21:44
af Ingi90
Ég er ekki nógu fróður um þetta
Þannig best er að kíkja með vélina bara strax í fyrramálið,þeir ættu þá að ná þessu samdægurs ef þetta er smávandamál
Vonandi sammt að ég slátraði ekki vélinni með að hún startaði sér 3-4x svona sjálfkrafa
Re: Tölvan hjá mér á Kókaíni
Sent: Þri 07. Jún 2011 21:46
af KermitTheFrog
Athugaðu vel hvort allt sé ekki vel tengt, eitthvað gæti hafa losnað. E.t.v prufa að víxla vinnsluminnum eða færa milli raufa. Ef ekkert virkar enn myndi ég ráðleggja þér að endursetja CMOS. Það er annaðhvort takki aftan á móðurborðinu sem þú ýtir á á meðan tölvan er slökkt eða lítill kubbur á sjálfu móðurborðinu sem þú þarft að fjarlægja í nokkrar sekúndur og setja svo aftur í.
Ef þú treystir þér ekki til þess er best að láta fagmennina bara fara yfir þetta.