Síða 1 af 1

Skipta um frambita í bíl

Sent: Fim 02. Jún 2011 20:20
af Ripparinn
Sælir,

Ég á Nissan almeru 2000árg luxury n shi en frambitinn er riðgaður í gegn nánast, þessi sem heldur mótornum og öllu uppi.
Veit einhver hvar er ódýrast að fá þennan bita og hvar væri ódýrast eða best að láta skipta um þetta.
Buinn að spyrjast fyrir á L2C en þeir nenna ekki að svara.. :happy Svo núna ætla ég að láta á reyna að spyrja íslandsnörda :)

Re: Skipta um frambita í bíl

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:37
af Saber
Ripparinn skrifaði:hvar er ódýrast að fá þennan bita

Á partasölu sem sérhæfir sig í Nissan.

Ripparinn skrifaði:hvar væri ódýrast ... að láta skipta um þetta

Gera það sjálfur.

Ripparinn skrifaði:hvar væri ... best að láta skipta um þetta

Umboðinu.

Re: Skipta um frambita í bíl

Sent: Fim 02. Jún 2011 21:58
af Danni V8
*Edit: Var búinn að gera slatta svar en fattaði síðan að þú ert að tala um Almeru en ekki Primeru eins og ég skrifaði um. Get ekki hjálpað með það :(

En hvaða bita ertu annars að tala um? Bitinn sem heldur mótornum uppi boltast á miðjan frambritann og fer undir mótorinn og hinn endinn boltast í body-ið undir mælaborðinu.

Frambitinn er sá sem vatnskassinn og ljósin festast á og hann er skiptur í tvennt, efri og neðri bitann.

Hvað er það nákvæmlega sem þig vantar? Ef þetta er vélarbitinn er það svona hálftíma verk að skipta um hann en ef þetta er frambiti þá er það bara mikið maus að skipta um!