Síða 1 af 1

Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 18:11
af Ripparinn
Sælir,

Mig vantar smá upplýsingar um hvar er best að fara til að lát a tengja græjurnar í bílinn. Var að kaupa mér 1200w JBL keilu og box og magnara og þétti en ég bara því miður kann ekki að tengja þetta. Allar ábendingar vel þegnar

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 18:17
af hauksinick
youtube?

Ef þú reynir að hunsa það hvernig hann talar þá geturu notað þetta

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 18:25
af capteinninn
Athugaðu á live2cruize.

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 18:26
af biturk
nóg til af mönnum sem geta þetta:)

ég hef til dæmis verið að setja græjur í bíla fyrir menn á akureyri :happy

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 20:24
af Zethic
biturk skrifaði:nóg til af mönnum sem geta þetta:)

ég hef til dæmis verið að setja græjur í bíla fyrir menn á akureyri :happy



Mesta gamanið að gera þetta sjálfur ! :droolboy

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 20:44
af tanketom
Ég gæti gert þetta fyrir þig en ég man ekki alveg hvernig maður teyngir þéttirinn þannig ég vill ekki bera ábyrð á því en ef þú vilt láta fagmenn gera þetta... http://nesradio.is/

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 21:23
af oskar9
tanketom skrifaði:Ég gæti gert þetta fyrir þig en ég man ekki alveg hvernig maður teyngir þéttirinn þannig ég vill ekki bera ábyrð á því en ef þú vilt láta fagmenn gera þetta... http://nesradio.is/



plús af geymi inná plús af þétti, plús af þétti ínná Battery á magnara, svo mínus/GND af þétti á mínuspól á geymi

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 21:44
af tanketom
alveg rétt ;)

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 21:46
af hauksinick
Óskar to the rescue!

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 22:28
af demaNtur
Ég get tekið þetta að mér, ekkert mál að gera þetta..

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 22:30
af Blackened
haha það getur nú alveg verið hellings bras að gera þetta almennilega.. þó að tengivinnan sé alls ekkert flókin þá getur verið hellings vinna í því að opna innréttinguna og losa upp teppin báðu megin í bílnum og eitthvað ;) leggja rafmagnið öðrumegin og RCA snúruna hinumegin til að reyna að koma í veg fyrir suð og vesen

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 22:36
af tanketom
já Það tók mig 3 tíma á Toyotu Avensis-inn minn...

enda kalla ég hann Toyotu vesen :D

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 22:39
af Steini B
Blackened skrifaði:haha það getur nú alveg verið hellings bras að gera þetta almennilega.. þó að tengivinnan sé alls ekkert flókin þá getur verið hellings vinna í því að opna innréttinguna og losa upp teppin báðu megin í bílnum og eitthvað ;) leggja rafmagnið öðrumegin og RCA snúruna hinumegin til að reyna að koma í veg fyrir suð og vesen

Fer nú allt eftir bílum hversu erfitt er að rífa innréttinguna í sundur.
En það þarf ekki að hafa áhyggjur af suði hjá honum ef hann er bara með keiluna tengda við magnarann.
Það er þó betra að leggja RCA snúru fyrir hátalaramagnara líka í leiðinni svo það þurfi ekki að rífa allt upp aftur ef hann bætist við seinna.

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 23:07
af tdog
Byrjar á því að næla þér í 70A öryggi ef þú villt fá allt út úr þessu. Leggur síðan sverann vír aftur í skott frá rafgeymi, vírinn þarf að vera alveg 16q held ég til að höndla þessi 70 amper.

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 23:11
af andribolla
16q Þolir minnir mig 160A

Re: Græjur í bíl.

Sent: Sun 15. Maí 2011 23:32
af tdog
andribolla skrifaði:16q Þolir minnir mig 160A


Reglugerðin talar um 16q fyrir 63A í kapli þannig þetta ætti að duga.

Re: Græjur í bíl.

Sent: Mán 16. Maí 2011 15:32
af littli-Jake
oskar9 skrifaði:
tanketom skrifaði:Ég gæti gert þetta fyrir þig en ég man ekki alveg hvernig maður teyngir þéttirinn þannig ég vill ekki bera ábyrð á því en ef þú vilt láta fagmenn gera þetta... http://nesradio.is/



plús af geymi inná plús af þétti, plús af þétti ínná Battery á magnara, svo mínus/GND af þétti á mínuspól á geymi



Einhvertíman heirt um að hlaða þéttinn?

Re: Græjur í bíl.

Sent: Mán 16. Maí 2011 15:33
af littli-Jake
Ripparinn skrifaði:Sælir,

Mig vantar smá upplýsingar um hvar er best að fara til að lát a tengja græjurnar í bílinn. Var að kaupa mér 1200w JBL keilu og box og magnara og þétti en ég bara því miður kann ekki að tengja þetta. Allar ábendingar vel þegnar



Hvernig bíl og hvar ertu á landinu?