Síða 1 af 1

Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 20:59
af Stingray80
keypti mér eitt stykki svona í desember síðastliðinn :

Mynd

og nú standa mál þannig að það skröltir í hægri hátalaranum, og þeir hafa aldrei verið notaðir í neitt annað enn að horfa á bíomyndir og eg hef ekkert verið að tweaka volume-ið neitt þannig.
Var bara að spá hvernig þeir í Elko afgreiða svona hluti ? einhver sem hefur reynslu á því ?
og þetta er notað once in a full moon, þannig eg skiliggi

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 21:04
af MarsVolta
Myndin sést ekki :P hvað er þetta og er þetta ennþá í ábyrgð?

Breytt : Sé núna hvað þetta er og þetta er væntanlega í ábyrgð víst þetta er keypt í desember :crazy
Það er auðveldast að hringja bara uppí elko eða fara með þetta í næstu Reykjavíkurferð ;)

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 21:16
af Stingray80
ja buinn að fiffa myndina, þetta er semsagt Logic 3 Soundstation fyrir playstation 3 :)

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 21:57
af bulldog
mín reynsla af elko er sú að þegar eitthvað klikkar þá er það vesen vesen og aftur vesen....

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 22:00
af Oak
annað hvort er hluturinn lagaður eða þú færð nýjann...hef allavega ekki lent í veseni með þetta hjá þeim...reyndar ekki lent nema einu sinni í biluðum hlut...

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 22:23
af gufan
Mín reynsla af elko í sambandi við ábyrgðir er mjög góð

versla nánast öll mín raftæki í elko .

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 22:40
af zdndz
Reynsla vinar míns af elko var ekki sérlega góð, tók langan tíma að fá nýja vöru í staðinn.

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mán 28. Mar 2011 23:56
af Bioeight
Þetta er líklegast Sónn eða Öreind sem sjá um viðgerð á þessu. Best er að hringja í Elko og fá upplýsingar um hver sér um viðgerðina og fara svo með þetta beint til þeirra. Þarft að vera með nótu fyrir viðgerðaraðilann. Ef þú ferð með vöruna til Elko þá gerir Elko lítið annað en að senda vöruna til viðgerðaraðila, það eykur bara líkur á að eitthvað klúðrist.

Re: Elko ábyrgð

Sent: Þri 29. Mar 2011 00:03
af Pandemic
Hef bara góða reynslu af elko. Þeir hafa skipt öllu út hjá mér einn tveir og bingo.

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mið 30. Mar 2011 10:54
af lukkuláki
gufan skrifaði:Mín reynsla af elko í sambandi við ábyrgðir er mjög góð

versla nánast öll mín raftæki í elko .


Ertu þá að kaupa öll þessi "hvítu" tæki þar ? svo sem þvottavél, þurrkara ofl.
Ég er nefnilega ekki að þora því en mig bráðvantar þvottavél sem er GÓÐ !

Dæmi:
Keypti eitt sinn Siemens uppþvottavél í Elko bún bilaði rétt eftir 2 ára ábyrgðina og í stað þess að fara með hana í Elko þá fór ég með hana í
Einar Farestveit = Umboðið.
Þar sagði mér maður að þessi tiltekna uppþvottavél og fleira sem Elko er að selja væri ekki framleitt í Evrópu heldur í Króatíu eða Taílandi og því ekki
um sömu gæði að ræða og þeim Siemens vörum sem Einar Far. er að selja.
Mótorinn í þessu væri mikið lélegri og þessar vörur væru ekki að standa sig á Íslandi en úti væri þetta skítódýrt og ekki gerðar sömu kröfur um endingu og hér á landi.

Tek það fram að það eru um það bil 10 ár síðan.

Ég keypti Whirlpool þvottavél fyrir rúmum 5 árum hjá Heimilistækjum og hún er ónýt.
Heilinn í henni er farinn gúmmíhringurinn er lélegur ofl. þannig að það borgar sig vart að gera við hana.
En þvottavélar eru að kosta frá 80.000 kr. og alveg upp í 300.000 kr.
Er mikið að spá í að kaupa 6 - 7kg. Siemens, AEG eða eitthvað gott sem ég get búist við að endist í meira en 10 ár en það kostar svona 180.000 kall og
mann svíður pínu að sjá þessi blöð koma inn um lúguna frá Elko þar sem verið er að auglýsa vélar á 85.000 -100.000 eða á maður bara að skipta á 5 ára fresti ?

Ráð við kaup á nýrri þvottavél, uppþvottavél og etv. fleiri eldhústækum væru vel þegin ef þið hafið einhver.

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mið 30. Mar 2011 11:12
af AndriKarl
lukkuláki skrifaði:
gufan skrifaði:Mín reynsla af elko í sambandi við ábyrgðir er mjög góð

versla nánast öll mín raftæki í elko .


Ertu þá að kaupa öll þessi "hvítu" tæki þar ? svo sem þvottavél, þurrkara ofl.
Ég er nefnilega ekki að þora því en mig bráðvantar þvottavél sem er GÓÐ !

Dæmi:
Keypti eitt sinn Siemens uppþvottavél í Elko bún bilaði rétt eftir 2 ára ábyrgðina og í stað þess að fara með hana í Elko þá fór ég með hana í
Einar Farestveit = Umboðið.
Þar sagði mér maður að þessi tiltekna uppþvottavél og fleira sem Elko er að selja væri ekki framleitt í Evrópu heldur í Króatíu eða Taílandi og því ekki
um sömu gæði að ræða og þeim Siemens vörum sem Einar Far. er að selja.
Mótorinn í þessu væri mikið lélegri og þessar vörur væru ekki að standa sig á Íslandi en úti væri þetta skítódýrt og ekki gerðar sömu kröfur um endingu og hér á landi
Tek það fram að það eru um það bil 10 ár síðan.

Ég keypti Whirlpool þvottavél fyrir rúmum 5 árum hjá Heimilistækjum og hún er ónýt.
Heilinn í henni er farinn gúmmíhringurinn er lélegur ofl. þannig að það borgar sig vart að gera við hana.
En þvottavélar eru að kosta frá 80.000 kr. og alveg upp í 300.000 kr.
Er mikið að spá í að kaupa 6 - 7kg. Siemens, AEG eða eitthvað gott sem ég get búist við að endist í meira en 10 ár en það kostar svona 180.000 kall og
mann svíður pínu að sjá þessi blöð koma inn um lúguna frá Elko þar sem verið er að auglýsa vélar á 85.000 -100.000 eða á maður bara að skipta á 5 ára fresti ?

Ráð við kaup á nýrri þvottavél, uppþvottavél og etv. fleiri eldhústækum væru vel þegin ef þið hafið einhver.

Við erum með nokkurra ára gamla Miele þvottavél og þurrkara hérna heima, 6 manna heimili, og þvottavélin er í gangi liggurvið 24/7 og hefur aldrei klikkað nema kolin í mótornum (kosta ca 15þúsund og ekkert svo mikið mál að skipta um) sem er eðlilegt því þau eiga bara að endast hálfann líftíma vélarinnar.
Þannig Miele fær mitt atkvæði

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mið 30. Mar 2011 11:39
af Daz
lukkuláki skrifaði:[
Dæmi:
Þar sagði mér maður að þessi tiltekna uppþvottavél og fleira sem Elko er að selja væri ekki framleitt í Evrópu heldur í Króatíu eða Taílandi ...

:face

Stundum efast maður um að íslendingar séu skárri en ammríkanar.

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mið 30. Mar 2011 11:48
af lukkuláki
Daz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:[
Dæmi:
Þar sagði mér maður að þessi tiltekna uppþvottavél og fleira sem Elko er að selja væri ekki framleitt í Evrópu heldur í Króatíu eða Taílandi ...

:face

Stundum efast maður um að íslendingar séu skárri en ammríkanar.



Ahhh ! Klikkaði á þessu smáatriði hefði átt að muna eftir ömulegu lögunum þeirra í Eurovision :catgotmyballs
En hann hefur kannski orðað þetta að þær væru framleiddar í Taívan ? En er það rétt ?

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mið 30. Mar 2011 11:51
af hsm
@lukkuláki
Ég hef eingöngu verið með AEG þvottavélar og sú sem hrundi hjá mér síðast eða fyrir 6árum síðan var 14ára gömul og það eina sem var búið að gera við hana var að ég skipti um vatnsdælu í henni þegar hún var um 10ára.
Kostaði þá um 4.000 kr ný dæla og svo fór heilinn fjórum árum seinna. Fékk mér aðra AEG vél en fyrverandi er með hana núna "er ennþá í fullu fjöri eftir 6ár", svo að ég fékk mér svipaða vél og þessa
fyrir 2árum og ég elska þvottavélina mína, aldrei verið með hljóðlátari vel og er bara hrein snilld. Og ég var búinn að heyra með þessar þvottavélar í Elko.
Fékk mína í Ormsson í Keflavík.

Ég fór í Ormsson í Smáralind á sunnudegi og þeir áttu bara til þessa vél sem sýningarvél "ekki á lager" og ég bað um afslátt en það kom ekki til greina.
sölumaðurinn sagði að hann væri bara að gera mér greiða með að selja mér sýningarvélina á sunnudegi svona til að redda mér :baby

Svo ég fór bara í Ormsson í Keflavík á mánudeginum og fékk 20.000 kr afslátt af nýrri vél sem þeir áttu á lager \:D/

En mæli hiklaust með AEG þvottavélum "samt ekki í Elko" Allar AEG vélar í Elko sem eru með sömu spekka og AEG vélarnar í Ormsson eru með annað framleiðslunúmer, s.s. ekki framleiddar fyrir sama markað

Jæja get ekki skrifað meira í bili, þarf að fara að hengja upp :sleezyjoe

Re: Elko ábyrgð

Sent: Mið 30. Mar 2011 11:55
af lukkuláki
hsm skrifaði:@lukkuláki
Ég hef eingöngu verið með AEG þvottavélar og sú sem hrundi hjá mér síðast eða fyrir 6árum síðan var 14ára gömul og það eina sem var búið að gera við hana var að ég skipti um vatnsdælu í henni þegar hún var um 10ára.
Kostaði þá um 4.000 kr ný dæla og svo fór heilinn fjórum árum seinna. Fékk mér aðra AEG vél en fyrverandi er með hana núna "er ennþá í fullu fjöri eftir 6ár", svo að ég fékk mér svipaða vél og þessa
fyrir 2árum og ég elska þvottavélina mína, aldrei verið með hljóðlátari vel og er bara hrein snilld. Og ég var búinn að heyra með þessar þvottavélar í Elko.
Fékk mína í Ormsson í Keflavík.

Ég fór í Ormsson í Smáralind á sunnudegi og þeir áttu bara til þessa vél sem sýningarvél "ekki á lager" og ég bað um afslátt en það kom ekki til greina.
sölumaðurinn sagði að hann væri bara að gera mér greiða með að selja mér sýningarvélina á sunnudegi svona til að redda mér :baby

Svo ég fór bara í Ormsson í Keflavík á mánudeginum og fékk 20.000 kr afslátt af nýrri vél sem þeir áttu á lager \:D/

En mæli hiklaust með AEG þvottavélum "samt ekki í Elko" Allar AEG vélar í Elko sem eru með sömu spekka og AEG vélarnar í Ormsson eru með annað framleiðslunúmer, s.s. ekki framleiddar fyrir sama markað



Takk fyrir þetta meistari þetta er þrusuvél og kemur mjög vel til greina 175.900 kr. Shiiiit hvað þetta er dýrt en maður verður víst bara að kyngja því.
Afsakið hvað þessi þráður er kominn langt út fyrir efnið :)

Re: Elko ábyrgð

Sent: Þri 05. Apr 2011 23:47
af Pandemic
hsm skrifaði:Kostaði þá um 4.000 kr ný dæla og svo fór heilinn fjórum árum seinna. Fékk mér aðra AEG vél en fyrverandi er með hana núna "er ennþá í fullu fjöri eftir 6ár", svo að ég fékk mér svipaða vél og þessa
fyrir 2árum og ég elska þvottavélina mína, aldrei verið með hljóðlátari vel og er bara hrein snilld. Og ég var búinn að heyra með þessar þvottavélar í Elko.
Fékk mína í Ormsson í Keflavík.


Besta þvottavél sem ég hef prufað, hún er svo fullkominn að það er actually skemmtilegt að fikta í henni. Svona annað en þessar græjur sem eru bara með einum takka og start sem ég skil ekki bofs í :baby .