Mér tókst að hella pepsi max á lyklaborðið mitt, var ekki mikið en það fór strax að láta illa áður en ég náði að kippa því úr sambandi. Búinn að hreinsa það og þurrka en það eru 4 takkar sem virka ekki á því lengur. Þessir 4 takkar eru allir tengdir á sömu rásina en það virðist vera sem hún hafi skemmst og er brunnin. Þá er spurningin, hefur einhver lent í þessu áður og gert við þetta? Er eitthvað verkstæði sem tekur svona að sér? Maður er varla meira en 1 mínútu að þessu ef maður veit hvað maður er að gera.
Til vara, ef engin veit um verkstæði eða aðila sem tekur svona að sér, á þá einhver conductive ink(ísl. leiðandi málning) uppí hillu? Þetta kostar 2 þúsund krónur í íhlutum og ég sé ekki framá að ég sé að fara að nota þetta mikið, tími varla að eyða í heila túpu, væri fínt ef einhver sem á svona tímir að lána mér?
Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Tók lyklaborðið mitt meira en 12klst á ofni til að lagast. nokkrir takkar virkuðu ekki og öll ljós blikkuðu hjá mér.
Veit reyndar ekkert hvort það gæti gagnast þér en það allavega virkaði hjá mér að hafa það í nokkuð góðan tíma á ofni.
Veit reyndar ekkert hvort það gæti gagnast þér en það allavega virkaði hjá mér að hafa það í nokkuð góðan tíma á ofni.
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
hverning lyklaborð er þetta ?
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Ég setti lyklaborðið strax á hvolf og hafði það upp við ofn yfir nótt, þorði ekki hafa það beint á ofninum. Það virkar næstum allt fullkomlega, eina málið eru 4 takkar, c, <, F2 og einhver special function takki. Ég reif lyklaborðið í sundur og þessir 4 takkar fylgja allir sömu rásinni út úr lyklaborðinu. Ég rakti þessa rás sem takkarnir eru tengdir í og á einum staðnum er eins og það sé rof í rásinni, á eftir að mæla hvort það sé eitthvað samband þar á milli en ég tel að það sé líklegasta útskýringin.
Þetta er Microsoft Natural Ergonomic 4000, hef verið að lesa um þetta og ... það er þekkt að þau skemmist við smá sull. Ef einhver á ónýtt Microsoft Natural Ergonomic 4000 af einhverjum öðrum ástæðum þá gæti það líka hjálpað mér.
Setti lyklaborðið aftur upp við ofninn, kannski gerist eitthvað, má alltaf reyna.
Þetta er Microsoft Natural Ergonomic 4000, hef verið að lesa um þetta og ... það er þekkt að þau skemmist við smá sull. Ef einhver á ónýtt Microsoft Natural Ergonomic 4000 af einhverjum öðrum ástæðum þá gæti það líka hjálpað mér.
Setti lyklaborðið aftur upp við ofninn, kannski gerist eitthvað, má alltaf reyna.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Núna er lyklaborðið búið að fá að þorna enn lengur. Held það sé hægt að útiloka að það sé enn einhver bleyta í því. Mynduð þið þá segja að það sé ekkert hægt að gera?
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1504
- Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
- Reputation: 38
- Staðsetning: Akranes
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
http://buy.is/category.php?id_category=23
http://budin.is/flokkur/tolvubunadur/au ... /lyklabord
færð þér nýtt lyklaborð kosta ekkert rosalega mikið
http://budin.is/flokkur/tolvubunadur/au ... /lyklabord
færð þér nýtt lyklaborð kosta ekkert rosalega mikið
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Er enginn fagmaður í viðgerðum á lyklaborðum en hef lesið nokkrum sinnum um fólk sem hefur fengið svona "rofna" rás og hefur stundum jafnvel dugað að krassa bara með blýant í rásina til að tengja hana.
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Grafít leiðir rafmagn svo það gæti virkað, ég prófaði að krassa í rásina en það virkaði ekki, þarf virkilega að ná í spennumæli og mæla þetta til að finna út hvar bilunin nákvæmlega er. Ég er alveg til í að spara mér þessar 8 þúsund krónur sem nýtt lyklaborð kostar. Leiðandi málningin kostar hinsvegar 2000 kr. og ég vil ekki eyða 2000 kr. í þá viðgerð ef hún virkar ekki og svo enda með að þurfa að kaupa nýtt lyklaborð. Þá er spurning hvort það séu til einhverjar aðrar alternative leiðir en blýantur, hversu vel leiðir kælikrem t.d. ?
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
settirðu lyklaborðið í sturtu til að hreinsa sykurklístrið ?
þar sem þú raktir þessa 4 takka að einni rás þá er líklegt að eh amar að henni, en eru fleiri takkar sem fara að henni ?
mér dettur helst í hug að pinnarnir leiða saman, búinn að hreinsa rásina vel ?
Kærasta mín helti einu sinni fullu glasi af vatni yfir lyklaborðið á ferðavélinni sinni. þurkaði síðan bara með handklæði og þorði ekki að segja mér frá því.
Síðan þegar ég tók vélina í skólann þá vildi hún ekki í gang og tók eftir smá vatnsdropum á skjánum.
Klóraði mér lengi í hausnum hvort þetta væri mér að kenna þegar ég hjólaði í skólann í rigningu.
Annars reif ég hana í spað og tók eftir að nokkrir pinnar voru með eh drullu á sér. hreinsaði bara með eyrnapinna og tölvan ekki slegið feil síðan.
þar sem þú raktir þessa 4 takka að einni rás þá er líklegt að eh amar að henni, en eru fleiri takkar sem fara að henni ?
mér dettur helst í hug að pinnarnir leiða saman, búinn að hreinsa rásina vel ?
Kærasta mín helti einu sinni fullu glasi af vatni yfir lyklaborðið á ferðavélinni sinni. þurkaði síðan bara með handklæði og þorði ekki að segja mér frá því.
Síðan þegar ég tók vélina í skólann þá vildi hún ekki í gang og tók eftir smá vatnsdropum á skjánum.
Klóraði mér lengi í hausnum hvort þetta væri mér að kenna þegar ég hjólaði í skólann í rigningu.
Annars reif ég hana í spað og tók eftir að nokkrir pinnar voru með eh drullu á sér. hreinsaði bara með eyrnapinna og tölvan ekki slegið feil síðan.
Electronic and Computer Engineer
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
reddaðu þér bara lóðbolta og smá tinstubb, málið dautt
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Búinn að mæla, vandamálið er akkurrat þar sem ég hélt þetta væri. Búinn að prófa að blýanta í rásina, ekki að virka, ætla ekki að prófa að lóða þetta því þetta er ekki circuit board heldur bara plastfilma, sé ekki að það sé að gera góða hluti, bræðir örugglega bara plastið. Car defroster repair kit er eitthvað sem netheimar eru að mæla með, þarf að checka hvað svoleiðis kostar hérna á landinu.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Gamla bílanaust, nú N1 var að selja svona. Örugglega til hjá þeim ennþá.
keypti einu sinni svona fyrir öruglega 5-6 árum. minnir það hafi verið um 2000 kallinn.
skemmdist prentfilmann þegar þú varst að rífa þetta í sundur eða hafði pepsí max'ið ætandi áhrif ?
keypti einu sinni svona fyrir öruglega 5-6 árum. minnir það hafi verið um 2000 kallinn.
skemmdist prentfilmann þegar þú varst að rífa þetta í sundur eða hafði pepsí max'ið ætandi áhrif ?
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Reif lyklaborðið ekki í sundur fyrr en bilun var uppgötvuð. Hefði kannski getað bjargað þessu ef ég hefði rifið það í sundur strax og þrifið það almennilega, hefði gert það ef þetta hefði verið sykurklístur. Ég sleppti því að þetta var Pepsi Max, veit ekki hvort það át sig í gegnum þetta eða þetta brann yfir, ég pósta mynd við tækifæri.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Bioeight skrifaði:Búinn að mæla, vandamálið er akkurrat þar sem ég hélt þetta væri. Búinn að prófa að blýanta í rásina, ekki að virka, ætla ekki að prófa að lóða þetta því þetta er ekki circuit board heldur bara plastfilma, sé ekki að það sé að gera góða hluti, bræðir örugglega bara plastið. Car defroster repair kit er eitthvað sem netheimar eru að mæla með, þarf að checka hvað svoleiðis kostar hérna á landinu.
Svona penni ætti að vera fáanlegur í N1, en eflaust ekki mikið ódýrara en hin aðferðin. Samt gott að eiga svona penna til að eiga bara, geta bjargað vinum og fleirum þegar línurnar fara að faila hjá þeim í afturrúðunum
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
Re: Bilað lyklaborð, brunnin rás á prentplasti, viðgerð möguleg?
Bioeight skrifaði:Búinn að mæla, vandamálið er akkurrat þar sem ég hélt þetta væri. Búinn að prófa að blýanta í rásina, ekki að virka, ætla ekki að prófa að lóða þetta því þetta er ekki circuit board heldur bara plastfilma, sé ekki að það sé að gera góða hluti, bræðir örugglega bara plastið. Car defroster repair kit er eitthvað sem netheimar eru að mæla með, þarf að checka hvað svoleiðis kostar hérna á landinu.
plastfilma? úff allt er orðið svo mikið drasl í dag...