Síða 1 af 1
Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Mið 17. Nóv 2010 20:31
af donzo
Sælir, var að fá (stuffin fyrir neðan) í dag, er nefnilega að hjálpa vin með build hjá honum, erum búnir að láta allt í turnkassann og allt saman, buinn að tengja alla víra and etc.
i7-950
Gigabyte X58A-UD3R
Mushkin 6GB Kit CL6 Redline
Málið er að ég tengi rafmagnið við Aflgjafann, kveiki á honum þá sé ég CMOS blá ljósið á móðurborðinu að aftan, síðan þegar ég kveikji á tölvunni þá gerist ekkert nema það kemur Gult og Grænt ljós hjá vinnsluminninu, aka DIMM LEDið, kviknar ekki einu sinni á viftunum á aflgjafanum, örgjörvanum eða skjákortinu svo þegar ég lít á móðurborðið þegar ég kveikji á tölvunni þá kemur bara rautt CPU LED ljós í örsekundu svo fer það.
Er buinn að vera að prufa að taka vinnsluminnið úr og hafa bara 1 stykki, er buinn að taka úr allt SATA (Geisladrif, Harða diskinn) etc, samt kviknar ekkert á tölvunni nema þessi Gul+Græn LED ljósið hjá vinnsluminninu.
Einhver annar sem hefur lent í þessum vandræðum :/ ef svo er, hvað á ég að gera.
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Mið 17. Nóv 2010 20:43
af vesley
Koma eitthver píp hljóð? Eru ekki standoffs örugglega á réttum stað?
8pin power tengt?
Fann ekkert sérstaklega gagnlegt við stutta leit í manualinu. Sá bara að ljósin á móðurborðinu gætu merkt að það sé of mikið voltage á eitthverjum búnaði. grænn (slight) red(high) fer eftir staðsetningu.
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Mið 17. Nóv 2010 20:47
af donzo
vesley skrifaði:Koma eitthver píp hljóð? Eru ekki standoffs örugglega á réttum stað?
8pin power tengt?
Fann ekkert sérstaklega gagnlegt við stutta leit í manualinu. Sá bara að ljósin á móðurborðinu gætu merkt að það sé of mikið voltage á eitthverjum búnaði. grænn (slight) red(high) fer eftir staðsetningu.
Er með 8pin power tengið tengt auðvitað, og allt standoffs á réttum stað.
Málið er að það kviknar ekkert á henni, enginn vifta snýr eða neitt samt er þessi Græna + Gula DIMM LEDið á þegar ég kveikji á tölvunni :/
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Mið 17. Nóv 2010 20:51
af beatmaster
Powet takkinn rétt tengdur?
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Mið 17. Nóv 2010 21:38
af Plushy
Vinnsluminnin alveg föst í? ALVEG föst?
Ég lenti í því þegar ég lét mín redline í að þetta gerðist nema ég ýtti þeim greinilega ekki nógu fast í raufarnar.
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Mið 17. Nóv 2010 21:39
af nonesenze
prufaðu að færa minnin í hinar raufarnar (aftengja allt rafmagn fyrst og snerta kassann í a.m.k. 10 sec áður en þú byrjar)
passa að skjákortið sé rétt sett í (taka úr og setja aftur í) og að rafmagnið sé örugglega rétt setið í það
aftengja front usb og allt auka drasl sem tengist í móðurborðið
og prófa aftur, annars væri fínt að fá að vita specs eins og hvernig kassi, PSU, skjákort og svona
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Fim 18. Nóv 2010 10:53
af kazi
nonesenze skrifaði:prufaðu að færa minnin í hinar raufarnar (aftengja allt rafmagn fyrst og snerta kassann í a.m.k. 10 sec áður en þú byrjar)
passa að skjákortið sé rétt sett í (taka úr og setja aftur í) og að rafmagnið sé örugglega rétt setið í það
aftengja front usb og allt auka drasl sem tengist í móðurborðið
og prófa aftur, annars væri fínt að fá að vita specs eins og hvernig kassi, PSU, skjákort og svona
Þetta reddaðist allt,, kom í ljós að minnin voru í vitlausum raufum, núna er problemið bara að i7-inn er svoldið að overheata
í um 70°c eitthverjar lausnir við því ?
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Fim 18. Nóv 2010 11:22
af rapport
kazi skrifaði:nonesenze skrifaði:prufaðu að færa minnin í hinar raufarnar (aftengja allt rafmagn fyrst og snerta kassann í a.m.k. 10 sec áður en þú byrjar)
passa að skjákortið sé rétt sett í (taka úr og setja aftur í) og að rafmagnið sé örugglega rétt setið í það
aftengja front usb og allt auka drasl sem tengist í móðurborðið
og prófa aftur, annars væri fínt að fá að vita specs eins og hvernig kassi, PSU, skjákort og svona
Þetta reddaðist allt,, kom í ljós að minnin voru í vitlausum raufum, núna er problemið bara að i7-inn er svoldið að overheata
í um 70°c eitthverjar lausnir við því ?
Hljómar eins og að hún seitji ekki alveg rétt á...
Re: Vandræða Uppfærsla i7 build
Sent: Fim 18. Nóv 2010 11:46
af Frost
Athugaðu kælinguna vel. Farðu yfir allt: Kælikremið, hvort hún sitji nógu föst á og hvort hún snýr rétt.