Síða 1 af 1

tölvan vill ekki kveikja á sér...

Sent: Lau 25. Sep 2010 14:44
af hendrixx
Um daginn kom ég að tölvunni minni þar sem hún hafði drepið á sér(er yfirleitt með kveikt á henni) og hún neitar að starta núna.

Þegar ég reyni að kveikja á henni, þá kemur smá hljóð, viftan fer í gang en innan 3 sek þá slökknar á henni. Svo um daginn þegar ég hafði leyft henni að vera í friði í um sólarhring þá hélt hún sér í gangi en skjárinn var alveg blank og sagði mér að hann væri ekki að fá neitt signal. Þannig ég endaði á að þurfa slökkva á henni.

Einhver hugmynd um hvað gæti verið að? Ekki aflgjafinn þó? Væri hún þá ekki alveg dauð?

Er að vera geðvekur á að vera í Mac-anum hjá konunni en er svo feiminn við að fara með tölvuna í viðgerð og uppljóstra öllu midget-porninu!

Re: tölvan vill ekki kveikja á sér...

Sent: Sun 26. Sep 2010 05:28
af beggi90
Gæti verið að aflgjafinn sé farinn.
Átti eina tölvu sem aflgjafinn fór í. Hún kveikti á sér en eftir eina sek og slökkti svo á sér.

Ef þú átt auka aflgjafa liggjandi þarna eitthverstaðar mæli ég með að prófa að skipta og sjá hvort það sé ekki vandamálið.

Re: tölvan vill ekki kveikja á sér...

Sent: Sun 26. Sep 2010 08:45
af Benzmann
hljómar eins og afgjafinn eða móðurborðið,

prófaðu að opna kassann, og kíkja á þéttana á móðurborðinu sem geyma rafmagn, ef þeir eru mjög bólgnir út eða sýra farin að leka úr þeim þá myndi ég skipta um móðurborð.