Síða 1 af 2

buy.is - Verðvernd

Sent: Fös 10. Sep 2010 23:09
af zdndz
Nýjung hjá Buy.is : VERÐVERND Á PC ÍHLUTUM
BUY.IS hefur nú ákveðið að stíga skrefinu lengra og bjóða viðskiptavinum sínum verðvernd á alla PC íhluti. Viðskiptavinir eru beðnir um að láta okkur vita með tölvupósti ef okkar verð er hærra en hjá samkeppnisaðilum okkar. Með þessu móti tryggjum við að viðskiptavinir okkar fá ávallt gott verð.


En skv. vaktinni er ansi mikið af hlutum sem buy.is er ekki með ódýrast, t.d. ef maður skoðar skjákortin, og þetta er ekki bara verð sem munar 90 kalli (hvort það endi a .900 eða .990)
:hnuss

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Fös 10. Sep 2010 23:43
af Gúrú
Og hvað?

Lestu hvað stendur þarna.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 00:27
af zdndz
Gúrú skrifaði:Og hvað?

Lestu hvað stendur þarna.


ertu að tala um að senda mail, búinn að því, hélt samt líka að gaurinn sem er með þetta er meðlimur hérna á vaktinni, þá er þetta frekar augljóst

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 00:35
af ZoRzEr
Hefði haldið að þetta væri einmitt til þess að þeir þyrftu ekki að uppfæra síðuna. Friðjón er þannig skrítinn að hann vill hafa verðið það lægsta sem finnst, jafnvel þó að það standi varla undir kostnaði.

Daníel var að vinna þar btw. Hætti fyrir nokkrum mánuðum og hóf störf hjá Tölvutækni.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 00:41
af Zpand3x
ZoRzEr skrifaði:Hefði haldið að þetta væri einmitt til þess að þeir þyrftu ekki að uppfæra síðuna. Friðjón er þannig skrítinn að hann vill hafa verðið það lægsta sem finnst, jafnvel þó að það standi varla undir kostnaði.

Daníel var að vinna þar btw. Hætti fyrir nokkrum mánuðum og hóf störf hjá Tölvutækni.



Og peningurinn sem hann sparar við að borga ekki Daníel laun, greiðir upp verðverndina :P nei ég segi svona .. en buy.is er awesome... og Friðjón er geðveikt fínn gaur!!!!!!!!!!!! :P

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 00:57
af Gúrú
zdndz skrifaði:
Gúrú skrifaði:Og hvað?
Lestu hvað stendur þarna.

ertu að tala um að senda mail, búinn að því

Já, það er nákvæmlega það sem að tala um.
hélt samt líka að gaurinn sem er með þetta er meðlimur hérna á vaktinni, þá er þetta frekar augljóst

Hann tók gagnrýni illa og hætti að svara hérna, enda ætti hann líka að vera frekar upptekinn af fyrirspurnum með þessu business módeli hvorteðer.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 02:17
af rapport
Svolítið spes hvað þetta Buy.is hype er dottið uppfyrir...

Mér allavega datt ekki einusinni í hug að versla hjá þeim í seinasta brasi sem ég stóð í ...

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 10:37
af wicket
Ég hef átt góð viðskipti við buy.is á allskonar dóti og allt gengið smurt og vel fyrir sig.

En ætlaði ég að kaupa rándýrann hlut (yfir 150.000) og var í einhverjum samskiptum við þá út af því vegna afhendingartíma og einhvers og þeir hættu alveg að svara. Tek fram að ég var ekki með neitt vesen eða neitt slíkt og gaf þeim 3 daga til að svara, fannst það bara eðlilegt að það gæti tekið smá tíma að fá svar enda ég eflaust ekki eini kúninn þeirra. Var bara með mjög basic spurningu sem ég vildi fá á hreint áður en ég keypti svona dýrann hlut.

Þannig að ég sleppti því að kaupa hlutinn hjá þeim útaf þessu og keypti hann dýrari í verslun hér í bæ. Þar var mér allaveganna svarað þegar ég sendi sömu fyrirspurn þangað.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 14:20
af Saber
Bíddu hverju missti ég af, er buy.is ekki lengur the shit?

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 15:33
af zdndz
ZoRzEr skrifaði:Hefði haldið að þetta væri einmitt til þess að þeir þyrftu ekki að uppfæra síðuna. Friðjón er þannig skrítinn að hann vill hafa verðið það lægsta sem finnst, jafnvel þó að það standi varla undir kostnaði.

Daníel var að vinna þar btw. Hætti fyrir nokkrum mánuðum og hóf störf hjá Tölvutækni.


finnst það mjög lélegt ef hann nennir ekki að uppfæra síðuna, hann getur verið að missa þó nokkra kúnna með því

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 15:36
af BjarkiB
zdndz skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Hefði haldið að þetta væri einmitt til þess að þeir þyrftu ekki að uppfæra síðuna. Friðjón er þannig skrítinn að hann vill hafa verðið það lægsta sem finnst, jafnvel þó að það standi varla undir kostnaði.

Daníel var að vinna þar btw. Hætti fyrir nokkrum mánuðum og hóf störf hjá Tölvutækni.


finnst það mjög lélegt ef hann nennir ekki að uppfæra síðuna, hann getur verið að missa þó nokkra kúnna með því


Síðan virðist líka vera svoldið hægvirk.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 18:51
af Ulli
Alveg ömurlegt að vera í samskyftum eða reyna vera í samskyftum við þessa búllu.
þeir eru samnt allavega komnir með síma núna...

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 18:55
af Gúrú
Ulli skrifaði:þeir eru samnt allavega komnir með síma núna...


Þeir voru með síma í upphafi?

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 21:57
af Halli13
Gúrú skrifaði:
Ulli skrifaði:þeir eru samnt allavega komnir með síma núna...


Þeir voru með síma í upphafi?


Lokuðu honum allavegna á tímabili sögðu að það væri of mikið hringt eða eitthvað þannig :?

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 22:11
af rapport
Snona til að spyrja hreint út...

Hvernig er "óskaþjónusta" í tölvuverslun?

Hugsið dæmið út frá tvennum sjónarhornum:

a) Þið að kaupa tölvubúnað.

b) Mamma ykkar að kaupa tölvubúnað.

Verslunin þarf að takast á við þessar aðstæður og allt þar á milli á þann hátt að kúnninn sé sáttur, helst að hann fái meiri og betri þjónustu en hann bjóst við.

Fyrir mér er grunnskilyrði að heimasíðan sé fljót, auðskilin og að allar myndir séu góðar. Áherslan á að vera á vörur, ég þoli ekki of áberandi fréttir, starfsmenn, um fyrirtækið o.þ.h.

T.d. er Buy.is ekki að standa sig með síðuna, Tolvutek pirra mig þar sem það þarf að fara inn í sérstaka vefverslun (ætti frekar að byrja þar og fólk gæti hoppað út að skoða staffið og fyrirtækið), flestar aðrar tölvuverslanasíður eru OK, semég man eftir.

Ég mundi halda að Mamma hefði sama smekk, hún veit ekekrt um tölvur og skilur ekki fréttirnar, hún þarf reyndar að sjá á augljósum stað hvar verslunin er.


Þjónustan á staðnum þarf að vera góð og vörurnar þurfa að vera sýnilegar, ég þoli ekki þegar allt stöffið er á bakvið og það er virkilega pirrandi þegar mér finnst eins og starfsmaðurinn nenni ekki að bjóða aðstoð því hann haldi að ég ætli ekki að kaupa. Sérstaklega þegar ég ætla ekki að kaupa, bara skoða og tékka á verðinu :oops:

Bílastæði = prinsipp.

Snyrtileg verslun og EKKERT ryk eða dauðar flugur í gluggum (minnir mig alltaf á tölvubúðina sem var á Snorrabraut "Amstrad" og "póstmac" ef þið munið eftir henni.

Fallega raðað í verlsuninni + flokkar sem eiga saman hafðir nálægt hvorum öðrum.

Að það sé ákveðni í þjónustunni, að ég sé ekki að bíða á meðan fólk dregur lappirnar, vera svolítið röskir (þetta er vandamál í tölvuverslunum).

Kurteysi og smá áhugi á starfinu, fór í líklega allar verslanirí Kópavogi að skoða kassa og það voru aðallega strákarnir í START sem sýndu mér áhuga og fyrir vikið skoðaði ég miklu meira og endaði á að versla við þá.

En svo er svo miklu meira, hverju er ég að gleyma?

Svo er skilyrði að hafa síma og að nenna að svara í hann... það er óþolandi ´þegar afgreiðslufólkið hefur ekki tíma fyrir mann...

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 22:15
af Gúrú
rapport skrifaði:En svo er svo miklu meira, hverju er ég að gleyma?


Því að Buy.is er ekki tölvuverslun, heldur netverslun sem að pantar hluti með eins lágum kostnaði (lesist: Verri þjónustu, minni tíma fyrir þig en sömu vörur) og mögulegt er til að halda verðinu lágu.

Það er nóg af business módelum sem að eru ólík Buy.is til að þú hafir valið til að versla hjá einhverjum sem að raðar fallega fyrir komu þína, talar við þig og svarar símtölum þínum þegar þér hentar.

Óskaþjónustan væri auðvitað það að fá meira fyrir minna, jafnvel gefins - en það er bara ekki í boði.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 22:49
af rapport
Gúrú skrifaði:
rapport skrifaði:En svo er svo miklu meira, hverju er ég að gleyma?


Því að Buy.is er ekki tölvuverslun, heldur netverslun sem að pantar hluti með eins lágum kostnaði (lesist: Verri þjónustu, minni tíma fyrir þig en sömu vörur) og mögulegt er til að halda verðinu lágu.

Það er nóg af business módelum sem að eru ólík Buy.is til að þú hafir valið til að versla hjá einhverjum sem að raðar fallega fyrir komu þína, talar við þig og svarar símtölum þínum þegar þér hentar.

Óskaþjónustan væri auðvitað það að fá meira fyrir minna, jafnvel gefins - en það er bara ekki í boði.



Er buy.is ekki tölvuverslun fyrst hún er á netinu og er amazon þá ekki stærsta bókabúð í heimi?

Þó businessmódelin séu ekki eins keppa allar þessar verslanir á sama markaði, s.s. neytendamarkaði, B2B er annar handleggur þar sem kröfurnar eru allt aðrar.

Óskaþjónusta er ekki "að fá meira fyrir minna", það hugtak á við lágvöruverðsverslanir sbr. Bónus.

Óskaþjónusta er sú þjónusta sem meðal viðskiptavinur óskar eftir (fundið út með markaðsrannsókn) óskaþjónusta er mjög breytileg milli fólks og því sagði ég "setjið ykkru í spor Mömmu ykkar".

Ég taldi svo upp hvernig ég sæi fyrir mér góða þjónustu.


Ég var ekki að spurja hvort einhver áttaði sig á mun milli verslana, ég spurði hvaða þjónustu fólk óskaði eftir frá tölvuverslunum, fyrir sig og einnig ef það væri í sporum mömmu sinnar.

E

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Lau 11. Sep 2010 23:19
af Gúrú
Svo að þú telur að þjónusta sé = Hlutir sem að starfsmenn gera fyrir þig, valmöguleikar sem að þú hefur til að ná í verslun t.d. símleiðis eða á vefnum?

Þjónusta = Services,

Buy.is veitir þjónustu, hún pantar inn hluti frá útlöndum, sér um flutning á henni til landsins, borgar tolla og skatta eins og við á, flytur vöruna innanlands til útibús eða heimahúss,
lætur hlutinn í sölu og býður þér það að kaupa hana og fá hlutinn afhendan. (Buy.is specifically gerir þetta reyndar öfugt, býður þér að kaupa hlutinn og gerir svo allt þetta til að þurfa ekki að reiða sig á smálánaveitingar bankastofnanna)

Allt þetta gerir Buy.is á eins ódýran máta og mögulegt er og getur þ.a.l. afhent þér vöruna á lægra verði en samkeppnisaðilar sem að reiða sig á fjármagnsstuðning frá bönkum sem krefjast vaxtagreiðslna.

Óskaþjónusta í öllu, hvort sem að það væri drykkjarföng eða maður til að elda fyrir þig, væri þ.a.l. að fá sem mest fyrir peninginn - meira fyrir minna - mikið fyrir peninginn - hvernig sem þú vilt orða það.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 00:02
af zdndz
Gúrú skrifaði:Svo að þú telur að þjónusta sé = Hlutir sem að starfsmenn gera fyrir þig, valmöguleikar sem að þú hefur til að ná í verslun t.d. símleiðis eða á vefnum?

Þjónusta = Services,

Buy.is veitir þjónustu, hún pantar inn hluti frá útlöndum, sér um flutning á henni til landsins, borgar tolla og skatta eins og við á, flytur vöruna innanlands til útibús eða heimahúss,
lætur hlutinn í sölu og býður þér það að kaupa hana og fá hlutinn afhendan. (Buy.is specifically gerir þetta reyndar öfugt, býður þér að kaupa hlutinn og gerir svo allt þetta til að þurfa ekki að reiða sig á smálánaveitingar bankastofnanna)

Allt þetta gerir Buy.is á eins ódýran máta og mögulegt er og getur þ.a.l. afhent þér vöruna á lægra verði en samkeppnisaðilar sem að reiða sig á fjármagnsstuðning frá bönkum sem krefjast vaxtagreiðslna.

Óskaþjónusta í öllu, hvort sem að það væri drykkjarföng eða maður til að elda fyrir þig, væri þ.a.l. að fá sem mest fyrir peninginn - meira fyrir minna - mikið fyrir peninginn - hvernig sem þú vilt orða það.



Hvað finnst þér samt með t.d. bónus, myndirðu segja að bónus veitir þér góða þjónustu því þeir leggja miklu vinnu við að flytja inn vörur, panta innalands sem utanlands af mjög mörgum stöðum o.s.frv.?
En annars er þetta náttla allt saman spurning hvernig maður skilgreinir þjónustu, þjónusta sem veitt er viðskiptavini beint eða óbeint. Hvort þetta er þjónusta sem kúnninn sér eða sér ekki

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 00:09
af Dazy crazy
rapport skrifaði:Snona til að spyrja hreint út...

Hvernig er "óskaþjónusta" í tölvuverslun?

[...]

Svo er skilyrði að hafa síma og að nenna að svara í hann... það er óþolandi ´þegar afgreiðslufólkið hefur ekki tíma fyrir mann...


Allt sem þú skrifaðir í þessari upptalningu á óskaþjónustu er eiginlega nákvæm lýsing á einni sérstakri tölvuvöruverslun hérna.... dammdadamm kísildalur, þar er t.d. ekkert bakvið, þeir eru að gera við þar sem maður sér þá, þar er símanum svarað og samtalinu ekki slitið fyrr en þú ert orðinn ánægður og ert búinn að segja "takk kærlega fyrir upplýsingarnar, það var ekki fleira, kíki á ykkur" eða eitthvað álíka. búðin snyrtileg og allir leggja sitt af mörkum til að láta viðskiptavininum líða vel og ráðleggja honum án þess þó að troða uppá hann einhverju sem hann vill ekki vita, bara staðreyndir og þær framreiddar af tillitssemi og kærleik.
Gæti sagt svo mikið meira en þá liti það út eins og ég væri bara Kíslidals fanboy, en ég er búinn að reyna margar aðrar verslanir og þeir eru einfaldlega bestir að mínu mati.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 00:21
af rapport
Gúrú skrifaði:Óskaþjónusta í öllu, hvort sem að það væri drykkjarföng eða maður til að elda fyrir þig, væri þ.a.l. að fá sem mest fyrir peninginn - meira fyrir minna - mikið fyrir peninginn - hvernig sem þú vilt orða það.


Það er hægt að fá helling þjónustu ókeypis eða án endurgjalds. Slík þjónusta er þá oftar en ekki einskis virði og því notfærir sér fólk hana sjaldan nema í ítrustu neyð sbr. almenningsklósett (fólk fer ekki út á næsta almenningsklósett til að spara pappírinn). Þjónusta verður að skapa virði fyrir neytendur og ef þú lítur t.d. á IT sem þjónustu og lest "IT is dead" greinina úr HBR þá gildir sama hugmyndafræðin um þjónustu = það sem allir eru að gera eins = það sem fólk bíst við sem lágmark, allt sem þú gerir umfram þetta lágmark kann fólk að meta.


Í grunninn er markðasfræði fjögur "P" sem gildur um allar vörur og þjónustu, product, price, place, promotion...(vara, verð, vettvangur og vegsauki)

Í service marketing bætast við þrjú "p" í viðbót, people, processes, Physical Evidence (fólk, ferlar og umgjörð)

Allt sem fyrirtæki gera fyrir viðskiptavini og er ekki áþreifanlegt = þjónusta.

Annað ef þú tékkar á m.a. "retail is detail" hugmyndafræðinni þá kemstu að því að smásala er eingöngu að litlu leiti sala á vörum (sama gildir um smásölu á netinu)

Að ryksuga teppið við dyrnar = þjónusta, að brosa = þjónusta, að hafa skilvirka ferla = þjónusta, að hafa fallegt og eftirminnilegt logo = þjónusta.

Ég var einfaldlega að spurja um hvaða þjónusta skapar virði í augum Vaktara, a-fyrir þá og b-fyrir "amatöra"/mömmur þeirra.

Spurðu lærðan þjón um hvað þjónusta er, þeir eru líklegastir til að geta útskýrt það í þaula hveru mikið detail er farið í til þess eins að vera með góða þjónustu.


Fyrir vikið hefur verið að þróast "kvarði" fyrir veitta þjónustu smásölu RSQS og mitt plan var að athuga hvað vaktarar hefðu um málið að segja, þar sem flottustu RSQS skjölin er verið að vinna í Indlandi og fyrri matvörumarkaðinn, þá datt mér í ug að heimfæra hann yfir á tölvuverslanir en vildi kanna fyrst hversu mikið sameiginlegt væri með kvarðanum og áliti vaktara.

p.s. RSQS = retail store quality scale

p.p.s Almennt er RSQS að taka yfir hlutverk SERVQUAL þegar um er að ræða smásöluverslanir en ekki þjónustufyrirtæki eða heildsölur.

Á bls. 5 í þessari ritgerð er yfirlitsmynd yfir helstu þætti þjónustu

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 00:23
af zdndz
Dazy crazy skrifaði:
rapport skrifaði:Snona til að spyrja hreint út...

Hvernig er "óskaþjónusta" í tölvuverslun?

[...]

Svo er skilyrði að hafa síma og að nenna að svara í hann... það er óþolandi ´þegar afgreiðslufólkið hefur ekki tíma fyrir mann...


Allt sem þú skrifaðir í þessari upptalningu á óskaþjónustu er eiginlega nákvæm lýsing á einni sérstakri tölvuvöruverslun hérna.... dammdadamm kísildalur, þar er t.d. ekkert bakvið, þeir eru að gera við þar sem maður sér þá, þar er símanum svarað og samtalinu ekki slitið fyrr en þú ert orðinn ánægður og ert búinn að segja "takk kærlega fyrir upplýsingarnar, það var ekki fleira, kíki á ykkur" eða eitthvað álíka. búðin snyrtileg og allir leggja sitt af mörkum til að láta viðskiptavininum líða vel og ráðleggja honum án þess þó að troða uppá hann einhverju sem hann vill ekki vita, bara staðreyndir og þær framreiddar af tillitssemi og kærleik.
Gæti sagt svo mikið meira en þá liti það út eins og ég væri bara Kíslidals fanboy, en ég er búinn að reyna margar aðrar verslanir og þeir eru einfaldlega bestir að mínu mati.



og miðað við sem aðrir skrifa hérna á vaktinni eru þeir með topp þjónustu, skiptir ekki máli hvernig orðið "þjónusta" er skilgreint

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 00:29
af rapport
Ég man bara eftir að hafa verslað við Kísildal einusinni og það var ekki fyrir mig heldur vinnuna og þeir afhentu okkur of seint og það var e-h vesen með reikninginn.

Þar sem margir í vinnunn þekktu til þerra þá var þetta áfall fyrir þá alla, sérstaklega þar sem við erum "business" sem tölvuverslanir vilja hafa í viðskiptum.

En síðan þeirra er flott og verslunin líka, er sammála því...

+++ ef ég man rétt þá skrifaði forstjórinn eða frkv.stjórinn hingað inn þegar einhver kvartaði hérna á vaktinni, hann var mjög kurteis og það er bara að rifjast upp fyrir mér núna hvað me´r fannst það flott "múv" hjá gæjanum..

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 01:17
af Gúrú
Þjónusta án 'ÞJÓNUSTU' er þjónusta.
Ef ég get veitt fólki sem að kann að skrifa með penna pappír og penna, þá ertu ekki að fara að bera mig saman við mann sem að sér um að skrifa á pappír fyrir þig, ef að hann gerir það ekki ódýrar.

Það að "óskaþjónusta" þýði í þínum huga einungis áþreifanleg promotions svo sem brosandi fólk, þrifnað og vel raðaðar hillur þá taka -eins og þú sérð á Buy.is-
margir viðskiptavinir vel í það að fá ódýrari vöru og enga world class vændiskonu í biðröðinni.

Sjá t.d. mótelarekstur.

Re: buy.is - Verðvernd

Sent: Sun 12. Sep 2010 01:40
af rapport
Þess vegna var ég að spyrja, til að fá álit á hvaða þjónustuþættir skipta vaktara máli...

Flókin kaup (e. complex buying) eiga við þegar tölva er keypt og því gerir þekking vaktara það að verkum að við þurfum minni þjónustu, þar sem við vitum hvað við erum að fara kaupa.

Þess vegna bað ég umað fólk setti sig í spor mömmu sinnar, því þá sést betur munurinn á verslununum og hvernig þær aðgreina sig.

Promotion er ekki áþreifanlegt, businesscard sem promotional material er áþreifanlegt en promotionið sem fyrirtækið fær er ekki áþreifanlegt.

Brosandi fólk er áþreifanlegt eð viðmót þess í garð viðskiptavina er það ekki... you catch my drift.


Planið var ekki að dissa buy.is, en þjónustan þar er ívið verri en samkeppnisaðilarnir bjóða upp á sbr. að loka símanum til að þurfa ekki að svara kúnnunum.

En þetta er samkeppni, þeir sem standa sig ekki fara á hausinn.

En "óskaþjónusta" er skilgreint hugtak í markaðsfræði... sem "Óskaþjónusta er sú þjónusta sem viðskiptavinurinn vonast til að
fá, þ.e. ósk um frammistöðu þess er veitir þjónustuna." sjá hér HEIMILD. (lestu bls. 33 um óskaþjónustu og ásættanlega þjónustu og bilið á milli sem kallast "umburðarlyndi").

Svo er síðan hans nokkuð illa læst þannig að HÉR kemstu í meira efni um markaðsfæðin þ.m.t. markaðssetningu þjónustu... Taktu þessu samt sem fyrirvara, þetta er maðurinn sem fann upp orðið "viðskiptasóðaskapur" þegar hann var settur í stjórn TAL, persónulega hef ég ekki miklar mætur á honum enda finnst mér hann dæmi um "Those Who Can’t Do, Teach" = Doddi Strætó.

En skilgreiningarnar og fræðin eru rétt þó svo að mér finnist hann beita þeim fyrir sér á smá abstract máta.