Snona til að spyrja hreint út...
Hvernig er "óskaþjónusta" í tölvuverslun?
Hugsið dæmið út frá tvennum sjónarhornum:
a) Þið að kaupa tölvubúnað.
b) Mamma ykkar að kaupa tölvubúnað.
Verslunin þarf að takast á við þessar aðstæður og allt þar á milli á þann hátt að kúnninn sé sáttur, helst að hann fái meiri og betri þjónustu en hann bjóst við.
Fyrir mér er grunnskilyrði að heimasíðan sé fljót, auðskilin og að allar myndir séu góðar. Áherslan á að vera á vörur, ég þoli ekki of áberandi fréttir, starfsmenn, um fyrirtækið o.þ.h.
T.d. er Buy.is ekki að standa sig með síðuna, Tolvutek pirra mig þar sem það þarf að fara inn í sérstaka vefverslun (ætti frekar að byrja þar og fólk gæti hoppað út að skoða staffið og fyrirtækið), flestar aðrar tölvuverslanasíður eru OK, semég man eftir.
Ég mundi halda að Mamma hefði sama smekk, hún veit ekekrt um tölvur og skilur ekki fréttirnar, hún þarf reyndar að sjá á augljósum stað hvar verslunin er.
Þjónustan á staðnum þarf að vera góð og vörurnar þurfa að vera sýnilegar, ég þoli ekki þegar allt stöffið er á bakvið og það er virkilega pirrandi þegar mér finnst eins og starfsmaðurinn nenni ekki að bjóða aðstoð því hann haldi að ég ætli ekki að kaupa. Sérstaklega þegar ég ætla ekki að kaupa, bara skoða og tékka á verðinu
Bílastæði = prinsipp.
Snyrtileg verslun og EKKERT ryk eða dauðar flugur í gluggum (minnir mig alltaf á tölvubúðina sem var á Snorrabraut "Amstrad" og "póstmac" ef þið munið eftir henni.
Fallega raðað í verlsuninni + flokkar sem eiga saman hafðir nálægt hvorum öðrum.
Að það sé ákveðni í þjónustunni, að ég sé ekki að bíða á meðan fólk dregur lappirnar, vera svolítið röskir (þetta er vandamál í tölvuverslunum).
Kurteysi og smá áhugi á starfinu, fór í líklega allar verslanirí Kópavogi að skoða kassa og það voru aðallega strákarnir í START sem sýndu mér áhuga og fyrir vikið skoðaði ég miklu meira og endaði á að versla við þá.
En svo er svo miklu meira, hverju er ég að gleyma?
Svo er skilyrði að hafa síma og að nenna að svara í hann... það er óþolandi ´þegar afgreiðslufólkið hefur ekki tíma fyrir mann...