Síða 1 af 1

Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Sent: Fös 30. Júl 2010 18:41
af Greykjalin
Daginn..

Ég var að setja upp stýrikerfi á nýjum diski hjá mér og ætlaði að nota gamla diskinn (Sem stýrikerfið var á áður) sem backup disk.
Mér tekst hinsvegar ekki að formatta hann því hann er ennþá stilltur sem system disk því gamla stýrikerfið er enn uppsett á honum.

Disk management leyfir það ekki
EASEUS Partition manager leyfir það ekki

Ég er búinn að prófa að fara í "diskpart", velja diskinn og skrifa "clean" en þá segir hún að hann sé tölvunni lífsnauðsynlegur og ekki sé hægt að eiga neitt við hann..

Þegar ég keyri tölvuna upp á Windows Install CD-diskinum þá gefur hún mér ekki möguleika á að formatta, bara repair og install

Diskur sem þarf að formatta: Seagate Barracuda 1TB
Stýrikerfi: Windows Vista Home 64

Einhverjar hugmyndir?

Gunnar

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Sent: Fös 30. Júl 2010 19:31
af SteiniP
Geturðu deletað partitioninu í windows setupinu?
Þarft að ýta á drive options þarna á hlutanum þar sem þú velur hörðu diskana.

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Sent: Lau 07. Ágú 2010 02:11
af Klemmi
Varstu með hinn diskinn (sem þú ætlar að nota sem backup) tengdan meðan þú settir upp stýrikerfið? Því þá er ágætis möguleiki á að það hafi verið settar upplýsingar inn á hann til að segja tölvunni að ræsa upp af hinum disknum ef þessi var valinn sem primary boot diskur í upphafi.
Ef svo er ekki, þá ættirðu að geta notað FAT32Formatter til að formatta hann fyrst í FAT32 og henda svo út partitioninu og formatta aftur í gegnum disk management í Windows sem NTFS.

Það ber þó að passa sig þegar FAT32Formatter er notaður, þar sem að hann stoppar ekki einu sinni þó þú veljir núverandi stýrikerfisdisk...

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Sent: Lau 07. Ágú 2010 05:06
af nighthawk
Bootaðu upp af windows 7 setup disknum (ef þú ert með hann) veldu repair computer,
ýttu á next og svo cancel þar til þú sérð menu með command prompt. Farðu í diskpart,
veldu diskinn, skrifaðu clean all, ef það virkar ekki skrifaðu "select partition #" og svo
"delete partition override" og svo "create partition primary" eða "create partition
primary size=####" ef þú ætlar að hafa fleiri en ein partition.

Re: Erfiðleikar við að formatta harðan disk

Sent: Lau 07. Ágú 2010 13:38
af rapport
Notaðu bara @killdisk suite "ókeypis edition" til að yfirskrifa allan diskinn og formattaðu hann svo...