Baklýsing dauð
Sent: Fös 16. Júl 2010 00:34
Smellti hleðslutækinu í samband og heyrði smell, ákvað að athuga hvort að öryggið hafi nokkuð farið í hleðslutækinu og sting því í tölvuna, búmm!(heyrðist samt ekkert) baklýsingin á fartölvunni er farin. Þ.e.a.s. get keyrt tölvuna, notað hana og séð á skjáinn ef ég lýsi ljósi rétt á hann annars er niðamyrkur í heimi fartölvu minnar. Þetta er PB kvikendi og langar að vita hvort það sé eitthvað stórmál að laga þetta og ef ekki hvað það kostar að henda á verkstæði.