Síða 1 af 1

Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 01:38
af J1nX
Sælir.

Ég er í smá vandræðum með tölvuna pabba.. hún er frekar gömul og byrjuð að bila eitthvað..

vandamálið lýsir sér þannig að hún átti það til að restarta sér bara upp úr þurru, voðalega mismunandi hvað maður gat verið lengi í henni þangað til hún restartaði sér.. en í gærkvöldi slökkti hún bara alveg á sér og þegar ég ætlaði að kveikja á henni kom engin mynd á skjáinn.. hún "kveikir á sér" en það kemur bara ekkert á skjáinn.. any ideas hvað gæti verið að ? ég fór svona að pæla í power-supplyinu því að mig rámar í að tölvan hafi byrjað að láta svona eftir að hann fékk nýrra skjákort gefins og aflgjafinn ráði bara ekki við það..

riggið er
amd3500
1gb minni (2x 512)
nvidia 6600gt 256mb ddr3 dual dvi tv pci - e (þetta stendur á skjákortinu)
eikkað crappy móðurborð
ég held að þetta sé 230w aflgjafi (stendur allaveganna á eikkerjum takka á aflgjafanum aftan á kassanum 230w)
2x harðir diskar 500gb og 250gb

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 01:41
af hauksinick
gæti verið móðurborð eða gpu

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 02:11
af olla
prufa að uppfær bios og fleira...

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 02:15
af BjarniTS
rykhreinsa , skipta ut skjakortinu fyrir gamla , aftengja alla hdd nema styrikerfi.
Prufa vél-

Virkar, mæla hita.
-
Virkar ekki, skipta um aflgjafa.

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 02:24
af J1nX
olla skrifaði:prufa að uppfær bios og fleira...


hvernig geri ég það ? :P

þá á ég við þar sem ég fæ enga mynd á skjáinn.. :P

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 02:36
af Klemmi
Þig langar ekki að uppfæra BIOS, myndir gera það ef það væri einhver galli sem hefði verið viðloðandi tölvuna frá upphafi :)

Mæli með að þú prófir fyrst minnin ef þú ert með 2 eða fleiri minniskubba, þá í sitt hvoru lagi.

Annars er margt sem getur valdið þessu, því næst geturðu prófað að taka allt aukadót úr sambandi, s.s. öll kort önnur en skjákort og taka USB, front panel audio o.s.frv. úr sambandi.

Svo geturðu prófað að skipta um þá hluti sem þú átt til, ef þú átt annað skjákort eða annan aflgjafa.

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 02:48
af SteiniP
olla skrifaði:prufa að uppfær bios og fleira...

Það er eitthvað sem þú vilt alls ekki gera þegar tölvan á það til að restarta sér out of nowhere.

Byrja á að prófa 1 minniskubb í einu og í mismunandi raufum á móðurborðinu og annað skjákort ef þú átt það til, því þetta tvennt eru líklegustu orsakirnar af myndleysi.
J1nX skrifaði:ég held að þetta sé 230w aflgjafi (stendur allaveganna á eikkerjum takka á aflgjafanum aftan á kassanum 230w)

Ertu nokkuð að tala um rauða takkann á aftan á psu þar sem stendur 230V? :) Þetta er til að skipta á milli 110 og 230 volt eftir því hvar þú ert staddur í heiminum.
Það stendur frekar á hliðinni eða undir aflgjafanum hversu mörg wött hann er.

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Lau 08. Maí 2010 17:45
af himminn
Restarta cmos!

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Sun 09. Maí 2010 00:40
af jonktm
ég lenti í þessu fyrir 3 vikum eins og altaf þá er síðasti hluturinn sem maður skoðar er bilaður og það var örgjafinn ,þetta lísir sér nákvæmlega eins og hjá mér

Re: Tölva ræsir sig en samt ekki..

Sent: Sun 09. Maí 2010 09:40
af Pandemic
jonktm skrifaði:ég lenti í þessu fyrir 3 vikum eins og altaf þá er síðasti hluturinn sem maður skoðar er bilaður og það var örgjörvinn ,þetta lísir sér nákvæmlega eins og hjá mér

Mjög ólíkegt að örgjörvinn sé ástæðan