Ég er í smá veseni með gömlu vélina mína, en skjárinn nær ekki sambandi við vélina (ss fæ ekki mynd).
Ég er búinn að prufa 2 skjái og 2 skjákort en það virkaði eigi (geta má þess að þessi búnaður var talinn góður svona pre-2001).
Getur einhvað annað verið að hjá mér en skjákortið eða/og raufin sem skjákortið fer í á móðurborðinu? Vifta örrans og viftan í power supply-inu fara í gang, harðidiskurinn "startar" sér og ljós kemur á allt, nema myndin á skjáinn (on/off ljós á skjánum blikkar bara, á um sec fresti).
Yrði þakklátur ef eitthver kæmi með þausn (eða þá staðfestir pælingu mína).
Með vonum....