Tölvuvinir.is (Y)

Skjámynd

Höfundur
kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf kjarribesti » Fös 19. Feb 2010 18:43

Ég mæli einstaklega vel með tölvuvinum.is og eru þeir með góða þjónustu..
fór með tölvuna mína (toshiba) sem er aðeins mál að rykhreinsa..
afþví opna þarf alla plötuna undir henni og allt er svolítið mál
að komast að.. en ég lét hann fá hana upp úr c.a 1 um morgun
og hann sagði að þetta tæki bara klukkutíma að gera þetta og ég ætti bara að
ná í hana fyrir 6 og að þetta kostaði bara um 5000 krónur..
og já mér fannst það bara virkilega gott þegar að þeir voru
svona vinalegir meðað við það að hjá Tölvuverkstæðið sem er hjálp
tölvulistans þar kostaði 8000 að bara láta rykhreinsa hana og ég gat fengið hana eftir
c.a. 10 daga ¨! En já þegar að ég fékk tölvuna mína aftur þá var búið að rykhreinsa
lyklaborðið,vifturnar og allt undir henni, búið að þvo skjáinn og hreinsa hana alla...

en ég segi bara að ef þið viljið fljóta og örugga þjónustu snúið ykkur til tölvuvina
;)

-Kjartan Árni K.


_______________________________________

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1456
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Lexxinn » Fös 19. Feb 2010 19:10

skoðaði síðuna og leyst bara vel á þá vini :D

en hef reyndar alltaf fikrað mig áfram sjálfur í þessu :D



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf BjarniTS » Fös 19. Feb 2010 19:11

Hef ekkert nema gott af þeim heyrt.
Eini reiði viðskiptavinurinn hjá þeim er held ég gaur sem var búinn að sprauta smurolíu inn í vélina sína til að smyrja viftuna , þeir reyndu að hjálpa honum og hann var alveg brjálaður að þeir gætu ekki lagað vélina hans hahah

Tölvuvinir - Góð þjónusta.


Nörd

Skjámynd

Höfundur
kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf kjarribesti » Lau 20. Feb 2010 12:51

Bwhahahahaha smurolíu ..


_______________________________________


Plextor
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Lau 21. Nóv 2009 23:54
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Plextor » Lau 20. Feb 2010 22:22

Mér finnst metnaður margra tölvuverkstæða vera frekar dapur. Hins vegar fór ég einu sinni með Hp fartölvuna mína til Tölvuvina.is, til þess að laga laust straumtengið á vélinni minni. Ég hafði kannað á nokkrum verkstæðum með verð, og voru þau öll langt yfir tuttugu þúsund krónur, en hjá Tölvuvinum var mér sagt, að þeir væru með fast verð á þessum straumtengja viðgerðum, eða um 16000 kr. Það finnst mér vera ótrúlega gott verð, sér í lagi þegar litið er til þess hvað þessi aðgerð er mikil vinna. Það þarf í mörgum tilvikum að rífa alla vélina í sundur, og jafnvel að taka móðurborðin úr þeim. Vélin mín var afhent frá þeim á innan við viku, sem að mér finnst mjög ásættanlegt. Ég fer miklu frekar til Tölvuvina frekar en að fara í Kísildalinn sem að eru í næsta nágrenni, þegar ég þarf á viðgerðum að halda.




svennnis
Ofur-Nörd
Póstar: 283
Skráði sig: Þri 05. Jan 2010 20:14
Reputation: 0
Staðsetning: á sporbraut sólar
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf svennnis » Lau 20. Feb 2010 23:01

kisildalur hefur lika verið að standa sig vel , en þeir sérhæfa sig ekki í tölvuviðgerðum eins og tölvuvinir , sem er nátturulega bara frábært :D


Antec P180EU |OCZ 700w| AMD 955 X4 3.2Ghz | XFX 5970 | Gigabyte 790FXTA-UD5 | GeIL Black Dragon DDR3 4x2=8GB | Tacens Gelus III Pro | SSD 128 GB | 500GB | 1000GB | 350GB |

Skjámynd

Höfundur
kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf kjarribesti » Fös 26. Feb 2010 17:44

Já hef heyrt mikið gott frá Kísildal líka reyndar en verðin hjá tölvuvinum eru ótrúlega góð þegar að önnur verkstæði taka lengri tíma og hærri verð...


_______________________________________


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf AntiTrust » Fös 26. Feb 2010 20:30

Það verður ekki tekið af þeim að 5kall er djöfulli gott verð fyrir rykhreinsun á tölvu ef þetta er ein af þeim vélum þar sem þarf að rífa allt úr, móðurborð þar með talið til að komast í örgjörvakælinguna/viftuna.

En ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þeir séu ekki að koma út í tapi vinnutímalega séð, m.v. verð. Ég myndi varla nenna þessu fyrir 5kall sjálfur, svart, þótt ég sé nú djöfulli snöggur að þessu.



Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1177
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf g0tlife » Fös 26. Feb 2010 21:21

5000 þúsund haha ?
Seinast þegar ég vissi þá tók kísildalur 1000 kall fyrir


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf biturk » Fös 26. Feb 2010 21:28

gotlife skrifaði:5000 þúsund haha ?
Seinast þegar ég vissi þá tók kísildalur 1000 kall fyrir



árið 95 þá eða?


geriru þér grein fyrir hvað er mikið mál oft á tíðum að rykhreinsa fartölur ef það á að gera það almennilega?

það er ekkert bara skrúfa hliðina af og ryksuga eins og á borðtölvum skohh?

oft þarf að spaðrífa tölvurnar í frumeindir og það er misskemmtilegt og mis mikið vesen.


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Glazier » Fös 26. Feb 2010 21:47

biturk skrifaði:
gotlife skrifaði:5000 þúsund haha ?
Seinast þegar ég vissi þá tók kísildalur 1000 kall fyrir



árið 95 þá eða?


geriru þér grein fyrir hvað er mikið mál oft á tíðum að rykhreinsa fartölur ef það á að gera það almennilega?

það er ekkert bara skrúfa hliðina af og ryksuga eins og á borðtölvum skohh?

oft þarf að spaðrífa tölvurnar í frumeindir og það er misskemmtilegt og mis mikið vesen.

Hugsa að hann sé að misskilja.. getur verið að þeir taki 1.000 kr. fyrir að rykhreinsa borðtölvu ;)


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7537
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf rapport » Fös 26. Feb 2010 23:28

Þeir hjá Hugveri rukkuðu ekki fyrir þetta þegar Mitac tölvan mín gamla stíflaðist öll, það var reyndar bara hreinsuð viftan...

Hef samt heyrt frá vinum og vinnufélögum að Tölvuvinir séu að gera góða hluti.

Samt... að kaupa einn brúsa af lofti og sækja skrúfjárnið er ævintýri sem margir eru til í að sleppa við fyrir 5þ.



Skjámynd

beggi90
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 15. Okt 2008 21:02
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf beggi90 » Lau 27. Feb 2010 02:09

rapport skrifaði:Þeir hjá Hugveri rukkuðu ekki fyrir þetta þegar Mitac tölvan mín gamla stíflaðist öll, það var reyndar bara hreinsuð viftan...

Hef samt heyrt frá vinum og vinnufélögum að Tölvuvinir séu að gera góða hluti.

Samt... að kaupa einn brúsa af lofti og sækja skrúfjárnið er ævintýri sem margir eru til í að sleppa við fyrir 5þ.


Hef séð brúsa af lofti á 2000-2990 og þeir eru virkilega fljótir að fara.
Svo ekki amalegt fyrir marga að borga 5k.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2783
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 126
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf zedro » Lau 27. Feb 2010 10:09

Loftbrúsar eru drasl, alvöru menn nota loftpressu!


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Daz » Lau 27. Feb 2010 10:48

Zedro skrifaði:Loftbrúsar eru drasl, alvöru menn nota loftpressu!


Alvöru menn einangra tölvuna sína og setja alvöru síur á öll loft intök (og jafnvel úttök, til öryggis). Alvöru menn eiga heldur enga vini eða konur.



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf einarhr » Lau 27. Feb 2010 10:56

Daz skrifaði:
Zedro skrifaði:Loftbrúsar eru drasl, alvöru menn nota loftpressu!


Alvöru menn einangra tölvuna sína og setja alvöru síur á öll loft intök (og jafnvel úttök, til öryggis). Alvöru menn eiga heldur enga vini eða konur.


hahahhahaha


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf AntiTrust » Lau 27. Feb 2010 12:49

Ég held nú að margir hérna, gotlife t.d. hafi ekki minnstu hugmynd um hvað það er mikil vinna oft að rykhreinsa fartölvur. Sem dæmi er oft MINNA mál að skipta um móðurborð í fartölvum en að rykhreinsa þær.

Það að stinga loftbrúsa í viftuna virkar bara alls ekki alltaf. Þeir sem vinna við þetta vita hvað ég er að tala um. Það eru oft 1-4mm þykkir rykVEGGIR upp við útblástursrimlana, og það eina sem gerist þegar þú blæst á það er að veggurinn brotnar upp, fer aftur inn í viftuna og svo næst þegar tölvan er ræst búmm, aftur saman í einn vegg.

Það dugar stundum að nota loftpressu á góðum þrýsting, en líkurnar á því að brjóta spaða eða skemma viftuleguna eða annað er bara of mikill við það.




juliosesar
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 22:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf juliosesar » Fim 11. Mar 2010 23:18

Kvöldið

Þvert a ykkur hef eg slæma sögu af segja fra Tölvuvinum, systa for með fartölvu sina til hans, það þurfti að virushreinsa og setja upp aftur windows kerfið auk þess bað systa serstaklega þess að hann myndi halda eftir teikningum hennar en hun er myndlistakona og gifurleg vinna liggur a bak við þær

Hun fær tölvuna og reikning uppa 25 þus, alltilæ nema hvað þegar heim er komið þa eru teikningar horfnar ur tölvunni, það er farið aftur til Tölvuvina.
Í staðinn fyrir að biðjast afsökunar mættir hun donaskap og það væri ekki hægt að na teikningum tilbaka.

Þetta þykir mer mjög leleg vinnubrögð vægast sagt



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Gúrú » Fim 11. Mar 2010 23:20

Ef að hún bað sérstaklega um að þetta yrði backað upp og fært yfir þá finnst mér þetta vera fáááránlegt, mun ekki stunda viðskipti við þetta lið ef að það kemur ekki mjög góð útskýring á þessu.


Modus ponens

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Pandemic » Fim 11. Mar 2010 23:21

juliosesar skrifaði:Kvöldið

Þvert a ykkur hef eg slæma sögu af segja fra Tölvuvinum, systa for með fartölvu sina til hans, það þurfti að virushreinsa og setja upp aftur windows kerfið auk þess bað systa serstaklega þess að hann myndi halda eftir teikningum hennar en hun er myndlistakona og gifurleg vinna liggur a bak við þær

Hun fær tölvuna og reikning uppa 25 þus, alltilæ nema hvað þegar heim er komið þa eru teikningar horfnar ur tölvunni, það er farið aftur til Tölvuvina.
Í staðinn fyrir að biðjast afsökunar mættir hun donaskap og það væri ekki hægt að na teikningum tilbaka.

Þetta þykir mer mjög leleg vinnubrögð vægast sagt

Það er á hennar ábyrgð að vera með afrit af gögnum á vélinni. Verkstæðið getur væntanlega tekið afrit fyrir fólk en ekkert í þessum heimi er fullkomið.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7537
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1186
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf rapport » Fös 12. Mar 2010 00:02

Flopp dauðans...

Traust er e-h sem svona verkstæði verða að hafa...




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf AntiTrust » Fös 12. Mar 2010 00:54

Það gera allir mistök, og það stendur í flestum tilfellum (veit ekki með Tölvuvini þó) á skilmálunum á verkbeiðninni að engin ábyrgð er tekin á gögnum á meðan viðgerð stendur.

En það að mæta svona klúðri með dónaskap er flopp - en ég tek þó öllum sögum með fyrirvara. Ég hef sjálfur verið kallaður dóni og fífl, af þeirri einu ástæðu að viðmælandinn hinum megin við borðið var talsvert meiri dóni og fífl.




Tölvuvinir.is
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Fös 20. Mar 2009 22:25
Reputation: 0
Staðsetning: Bjallavað 11-110 Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf Tölvuvinir.is » Fös 12. Mar 2010 21:43

juliosesar skrifaði:Kvöldið

Þvert a ykkur hef eg slæma sögu af segja fra Tölvuvinum, systa for með fartölvu sina til hans, það þurfti að virushreinsa og setja upp aftur windows kerfið auk þess bað systa serstaklega þess að hann myndi halda eftir teikningum hennar en hun er myndlistakona og gifurleg vinna liggur a bak við þær

Hun fær tölvuna og reikning uppa 25 þus, alltilæ nema hvað þegar heim er komið þa eru teikningar horfnar ur tölvunni, það er farið aftur til Tölvuvina.
Í staðinn fyrir að biðjast afsökunar mættir hun donaskap og það væri ekki hægt að na teikningum tilbaka.

Þetta þykir mer mjög leleg vinnubrögð vægast sagt



Góða kvöldið góðir vaktarar :)

Já það er ýmislegt sem að dúkkar uppá, og auðvitað mættum við hafa verið miklu sneggri til við að þakka þær góðu umsagnir sem að við höfum fengið hérna á síðunni. En er það bara ekki svo mannlegt eitthvað, að þegar að neikvæð krítik kemur, þá fer maður strax í vörn, og það ætla ég að gera núna.

Við stofnuðum fyrirtækið í ágúst í fyrra eftir að hafa verið með um það bil árs fyrirvara á stofnununni.
Hingað á Suðurlandsbrautina hafa síðan þá komið til okkar um það bil 400 viðskiptamenn með vélar sínar í viðgerð. Ég man bara eftir einu skipti þar sem að viðskiptamaður var ósáttur við okkur, og við sömuleiðis við hann. Sagan af þeirri frásögn er á heimasíðunni okkar,en hún fólst í grófum dráttum í því að viðkomandi viðskiptamaður notaði smurolíu á vélina sýna til þess að smyrja höfuðlegur eins og hann orðaði það á kæliviftunni í fartölvunni sinni. Auðvitað varð vélinni ekki bjargað í það skiptið.
Nokkuð hefur borið á því að menn séu að rugla verkstæðinu okkar við verkstæði Tölvulistans sem að er einungis 10 húsum neðar á suðurlandsbrautinni. Ég hef tekið símann í nokkur skipti, og án þess að fá rönd við reist, þá erum við skammaðir undir drep, fyrir eitthvað sem að við könnumst bara ekki við. Svo þegar málið er skoðað nánar, þá kemur í ljós að viðkomandi ætlaði að hringja í Tölvulista verkstæðið, en ekki okkar.

Í þessu tilviki, kannast ég ekkert við hvað um er rætt, og finnst mér það í raun ósennilegt að við höfum getað átt í þessum viðskiptum, meðal annars vegna þess, að fyrir það fyrsta, þá er dýrasta viðgerðin hjá okkur samkvæmt taxta um 20000 þús kr, þegar við skiptum um rafmagnstengi á móðurborði fartölvna. Ég get líka bara fullvissað ykkur og alla aðra um það að svo lengi sem ég man, sem að er nokkuð langt, að þá höfum við aldrei átt í útistöðum við einn né neinn.
Það er til dæmis algjört mottó og vinnuregla hjá okkur, að ef að við getum ekki lagað eitthvað eða ef að við hugsanlega völdum einhverjum tjóni, þá bætum við það að fullu.

Að ofansögðu, þá vil ég bjóða þeim sem að setti fram þessa athugasemd, að koma til okkar með reikning viðkomandi verkstæðis, svo hægt sé að staðfesta að um okkur hafi verið að ræða. Við erum að sjálfsögðu ekki fullkomnir frekar en aðrir, en heiðarleiki og kurteisi eru í hávegum höfð hjá okkur, enda höfum við með það að leiðarljósi aflað okkur ótrúlega margra viðskiptamanna á undraskömmum tíma.


Með kærrri kveðju til ykkar allra.
Ólafur Baldursson
Tölvuvinur nr, 1




juliosesar
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 22:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf juliosesar » Lau 13. Mar 2010 00:23

Svona þjonusta er fyrir neðan allar hellur og a ekki að liðast.

Hvernig færðu það ut að það se a hennar abyrgð ef hun fær menn i vinnu abyrgast personulega og goða þjonustu.

Það er rukkað upp i topp ogsvo a bara að kyngja þessu.

Get eg þa ekki farið og "gert við" tölvur og skilað þeim i hvers konar askomulagi en þegar komið er með þær og rukkað.

Og sagt siðan við folk "Nei þvi miður svona er þetta bara" !

Þetta meikar ekki sens.

Þetta eru fuskarar sem eiga að kunna að skammast sin.

Einnig ma lesa undir "Um Tölvuvini" þetta:

Þrátt fyrir lítið umfang og enga yfirbyggingu, ábyrgjumst við að hjá okkur ertu að fá persónulega og góða þjónustu, sem að við efumst um að þú fáir á stóru dýru verkstæðum bæjarins.




starionturbo
Gúrú
Póstar: 542
Skráði sig: Mán 24. Des 2007 11:23
Reputation: 8
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Tölvuvinir.is (Y)

Pósturaf starionturbo » Lau 13. Mar 2010 01:33

juliosesar skrifaði:Svona þjonusta er fyrir neðan allar hellur og a ekki að liðast.

Hvernig færðu það ut að það se a hennar abyrgð ef hun fær menn i vinnu abyrgast personulega og goða þjonustu.

Það er rukkað upp i topp ogsvo a bara að kyngja þessu.

Get eg þa ekki farið og "gert við" tölvur og skilað þeim i hvers konar askomulagi en þegar komið er með þær og rukkað.

Og sagt siðan við folk "Nei þvi miður svona er þetta bara" !

Þetta meikar ekki sens.

Þetta eru fuskarar sem eiga að kunna að skammast sin.

Einnig ma lesa undir "Um Tölvuvini" þetta:

Þrátt fyrir lítið umfang og enga yfirbyggingu, ábyrgjumst við að hjá okkur ertu að fá persónulega og góða þjónustu, sem að við efumst um að þú fáir á stóru dýru verkstæðum bæjarins.


Mæli eindregið með því að þú lesir vandlega, þann póst, sem fyrir ofan þitt innlegg er.


Foobar