Síða 1 af 2

Fartölvur

Sent: Þri 08. Des 2009 16:02
af BjarkiB
Vantar smá hjálp með val á fartölvu. Hún á að geta spilað leikina allveg þokkalega, góð í skólan, höndla ps og þannig forrit og helst með w7 í! er búinn að finna nokkrar sem mér lýst á:

Toshiba Satellite L500-152 15.6 fartölva http://tolvulistinn.is/vara/19082
Packard Bell Easynote TJ65-CU-224A fartölva http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=20838
ASUS X5DAB-SX050 15,6" fartölva http://kisildalur.is/?p=2&id=1254
Toshiba, Intel T5870 2.0GHz, 4GB DDR2, 320GB, 15.4" http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1497

Endilega dæma þessar tölvur og koma með nýja möguleika...

Re: Fartölvur

Sent: Þri 08. Des 2009 16:07
af Halli25
Þú spilar ekki mikla leiki á G105 og hvað þá á 3470 skjákorti.

Svo valið í mínum huga væri á milli Toshiba hjá TL og Asus hjá Kísildal.
Skemmir ekki fyrir að þessi 2 merki eru þau sem bila minnst miðað við tölur sem komu frá bandarísku tryggingafyrirtæki sem tryggir fartölvur.
Myndi skoða þessa líka:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4664

Re: Fartölvur

Sent: Þri 08. Des 2009 16:10
af zip
ertu ekkert að spá í að kaupa þér notaða :)? ef svo þá er ég með fína sem ræður við suma leiki

Re: Fartölvur

Sent: Þri 08. Des 2009 16:12
af BjarkiB
Nei, því miður vill helst fá nýja og góða.
Faraldur , takk fyrir ég skal tjékka á þessu... en með tolvuna með G105 skjákortinu sá sömu vél hjá tölvuvirkni og þá er lýsingin þessi: 15 tommu vél með Leikjaskjákorti og Windows 7

Re: Fartölvur

Sent: Þri 08. Des 2009 16:18
af Halli25
Tiesto skrifaði:Nei, því miður vill helst fá nýja og góða.
Faraldur , takk fyrir ég skal tjékka á þessu... en með tolvuna með G105 skjákortinu sá sömu vél hjá tölvuvirkni og þá er lýsingin þessi: 15 tommu vél með Leikjaskjákorti og Windows 7

Ef þú sættir þig við að spila leiki í low þá er G105 kortið fyrir þig :)
http://www.notebookcheck.net/NVIDIA-GeF ... 790.0.html
Fín síða til að skoða hitt og þetta um fartölvur

Ef þú vilt samt alvöru leikja vél þá er þetta vélin:
http://tl.is/vara/19039
en kostar sitt, þessi hérna er rosaleg líka á aðeins betri díl:
http://tl.is/vara/19263

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 13:52
af BjarkiB
Hef heyrt að borðtölvurnar hjá Tölvulistanum væru allveg í ruglinu... en eru þetta allveg góðar fartölvur sem þeir selja?

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 14:22
af Nariur
Tiesto skrifaði:Hef heyrt að borðtölvurnar hjá Tölvulistanum væru allveg í ruglinu... en eru þetta allveg góðar fartölvur sem þeir selja?


sumar, ekki acer

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 17:53
af BjarkiB
Nariur skrifaði:
Tiesto skrifaði:Hef heyrt að borðtölvurnar hjá Tölvulistanum væru allveg í ruglinu... en eru þetta allveg góðar fartölvur sem þeir selja?


sumar, ekki acer



Nei nei, hef allveg vit á því að kaupa ekki acer...

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 18:51
af Major Bummer
hvað hafið þið eiginlega á móti acer ?

ég og bróðir minn keyptum sitt hvora fyrir 2 árum útaf því að þær voru með góða specca á góðu verði.
mun betra build quality en á Dell vélunum og hvorug hefur verið með neitt vesen á 2 árum.
fer með mér í skólann á hverjum degi og er nánast on 24/7.
allir sem ég þekki sem eru með acer vélar hafa verið ánægðir með þær.

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 19:01
af Nariur
Major Bummer skrifaði: mun betra build quality en á Dell vélunum

hahahahaha :lol: :lol:

annars er það bara tilviljun að þú og þínir hafi lent á góðum eintökum, til hamingju

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 19:05
af Major Bummer
já þú gafst mikið af rökum afhverju acer tölvur eru lélegar

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 19:58
af Nariur
google.com


... eða spyrja hvern sem er hérna inni, flestir hafa heyrt nóg af slæmum reynslusögum

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 20:05
af mind
Nariur skrifaði:google.com


... eða spyrja hvern sem er hérna inni, flestir hafa heyrt nóg af slæmum reynslusögum


Merkilegt , þú reynir að rökstyðja mál þitt með því að segja öðrum að rökstyðja það fyrir þig.

Held það sé frátekið sæti fyrir þig í ríkisstjórninni.

Major Bummer miðlaði að minnsta kosti eigin reynslu.

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 20:13
af Nariur
mind skrifaði:
Nariur skrifaði:google.com


... eða spyrja hvern sem er hérna inni, flestir hafa heyrt nóg af slæmum reynslusögum


Merkilegt , þú reynir að rökstyðja mál þitt með því að segja öðrum að rökstyðja það fyrir þig.

Held það sé frátekið sæti fyrir þig í ríkisstjórninni.

Major Bummer miðlaði að minnsta kosti eigin reynslu.

ríkisstjórninni :lol: reynslusögur annara eru öll rök sem ég hef... það er svo mikið meira en nóg

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 20:48
af BjarniTS
Nariur skrifaði:
mind skrifaði:
Nariur skrifaði:google.com


... eða spyrja hvern sem er hérna inni, flestir hafa heyrt nóg af slæmum reynslusögum


Merkilegt , þú reynir að rökstyðja mál þitt með því að segja öðrum að rökstyðja það fyrir þig.

Held það sé frátekið sæti fyrir þig í ríkisstjórninni.

Major Bummer miðlaði að minnsta kosti eigin reynslu.

ríkisstjórninni :lol: reynslusögur annara eru öll rök sem ég hef... það er svo mikið meira en nóg


you fail my friend

http://www.googlefight.com/index.php?la ... acer+sucks

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 21:02
af Viktor
Mamma keypti Acer ferðatölvu fyrir 3 árum, hún er mjög stabíl og batteríið endist ennþá í 2-3 klst. Hef ekki verið í neinu veseni með hana, nema þurfti að formatta hana einusinni útaf WinXP.

Re: Fartölvur

Sent: Mið 09. Des 2009 23:12
af Nariur
BjarniTS skrifaði:
Nariur skrifaði:
mind skrifaði:Merkilegt , þú reynir að rökstyðja mál þitt með því að segja öðrum að rökstyðja það fyrir þig.

Held það sé frátekið sæti fyrir þig í ríkisstjórninni.

Major Bummer miðlaði að minnsta kosti eigin reynslu.

ríkisstjórninni :lol: reynslusögur annara eru öll rök sem ég hef... það er svo mikið meira en nóg


you fail my friend

http://www.googlefight.com/index.php?la ... acer+sucks


já, þetta eru góð rök #-o

Re: Fartölvur

Sent: Sun 13. Des 2009 17:21
af BjarkiB
En okei, aftur að fartölvunum. Ég mun ekki fara yfir 160 þús. Til að valið stendur á milli http://tl.is/vara/19263 (Toshiba Satellite L500-12K 15.6 fartölva) og http://kisildalur.is/?p=2&id=1254 (ASUS X5DAB-SX050 15,6" fartölva). Endilega koma með fleiri möguleika. Nú er vandamálið, Toshiba tölvan er með Windows Vista sem ég vill helst ekki fá og það kostar minni mig 10 þús kr. að láta uppfæra yfir þegar ég keyp hana. Asus tölvan er hinsvegar með W7 (sem mér lýst betur á) nema spurningin er hver er munurinn á þeim?

Re: Fartölvur

Sent: Sun 13. Des 2009 17:26
af Taxi
Ja þetta er ekki auðvelt val, kísildals vélin er með Win 7 en það er mikið betra skjákort í tölvulista vélinni en vista stýrikerfi.

Ég mundi vilja Tölvulistavélina með Win 7 það væru bestu kaupin. :(

Re: Fartölvur

Sent: Sun 13. Des 2009 17:32
af BjarkiB
Já, hef akkúrat verið að spá í því. Endilega samt koma með nýja möguleika ef eitthver sér eitthvað.
Svo er annað mál sem gerir þetta flóknara. Hef heyrt að þjónustan hjá kísildal sé allveg fullkominn en ekki það sama hjá tölvulistanum. Vinur minn keypti sér borðtölvu hjá þeim fyrir 1 1/2 ári og hingað til hefur hann farið með hana 11 sinnum í viðgerð!

Re: Fartölvur

Sent: Mán 14. Des 2009 09:54
af Halli25
Tiesto skrifaði:En okei, aftur að fartölvunum. Ég mun ekki fara yfir 160 þús. Til að valið stendur á milli http://tl.is/vara/19263 (Toshiba Satellite L500-12K 15.6 fartölva) og http://kisildalur.is/?p=2&id=1254 (ASUS X5DAB-SX050 15,6" fartölva). Endilega koma með fleiri möguleika. Nú er vandamálið, Toshiba tölvan er með Windows Vista sem ég vill helst ekki fá og það kostar minni mig 10 þús kr. að láta uppfæra yfir þegar ég keyp hana. Asus tölvan er hinsvegar með W7 (sem mér lýst betur á) nema spurningin er hver er munurinn á þeim?

Færð uppfærslu með vél frá tl á 9.990 og ef þú nennir að bíða í 3-4 vikur þá geturðu fengið uppfærslu frá Toshiba beint á aðeins minni pening.

Re: Fartölvur

Sent: Mán 14. Des 2009 18:31
af Ripper
Það er fyndið að lesa í gegnum þennan þráð og sjá að þeir einu sem hafa mikla skoðun á því hvað komi best út eru starfsmenn hjá sömu fyrirtækjum og eru að selja þessar tölvur :lol:

Faraldur er sölumaður hjá IOD sem er fyrirtæki í sömu eigu og Tölvulistinn, og svo Taxi sem er að vinna hjá Kísildal. Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa skoðun á hlutunum en þá er alveg lágmark að notendur á vaktinni viti ef að þeir sem eru að benda á vörur séu enganvegin hlutlausir.

Ég er ekki að skrifa þetta afþví tölvan hjá okkur var rökkuð niður :) það er alveg rétt að skjákortið er ekki eins öflugt í leikjanotkun. Mér bara finnst þetta frekar slappt að nota svona sölumennsku á spjallborðum.

Re: Fartölvur

Sent: Mán 14. Des 2009 18:47
af coldcut
Ripper skrifaði:Það er fyndið að lesa í gegnum þennan þráð og sjá að þeir einu sem hafa mikla skoðun á því hvað komi best út eru starfsmenn hjá sömu fyrirtækjum og eru að selja þessar tölvur :lol:

Faraldur er sölumaður hjá IOD sem er fyrirtæki í sömu eigu og Tölvulistinn, og svo Taxi sem er að vinna hjá Kísildal. Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa skoðun á hlutunum en þá er alveg lágmark að notendur á vaktinni viti ef að þeir sem eru að benda á vörur séu enganvegin hlutlausir.

Ég er ekki að skrifa þetta afþví tölvan hjá okkur var rökkuð niður :) það er alveg rétt að skjákortið er ekki eins öflugt í leikjanotkun. Mér bara finnst þetta frekar slappt að nota svona sölumennsku á spjallborðum.

Kv. Pétur starfsmaður hjá Tölvutækni


Ég er alveg hjartanlega sammála þessu! starfsmenn eiga annaðhvort að taka það fram í svörum sínum eða undirskrift ef þeir vinna hjá tölvufyritækjum og hafa þannig einhverra hagsmuna að gæta.
Ég man nú eftir því að einhvertímann var umræða um þetta hér og nokkrir settu þetta í undirskrift hjá sér.

Re: Fartölvur

Sent: Mán 14. Des 2009 19:12
af Glazier
Ripper skrifaði:Það er fyndið að lesa í gegnum þennan þráð og sjá að þeir einu sem hafa mikla skoðun á því hvað komi best út eru starfsmenn hjá sömu fyrirtækjum og eru að selja þessar tölvur :lol:

Faraldur er sölumaður hjá IOD sem er fyrirtæki í sömu eigu og Tölvulistinn, og svo Taxi sem er að vinna hjá Kísildal. Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa skoðun á hlutunum en þá er alveg lágmark að notendur á vaktinni viti ef að þeir sem eru að benda á vörur séu enganvegin hlutlausir.

Ég er ekki að skrifa þetta afþví tölvan hjá okkur var rökkuð niður :) það er alveg rétt að skjákortið er ekki eins öflugt í leikjanotkun. Mér bara finnst þetta frekar slappt að nota svona sölumennsku á spjallborðum.

Kv. Pétur starfsmaður hjá Tölvutækni

Hmm.. viss um að Taxi sé starfsmaður Kísildals ?
Ég veit að alfreð hjá Kísildal er með tvö 9600GT overclockuð allveg í köku sem passar við undirskriftina..
En ef þið skoðið svörin hanns á þessum þræði þá veit ég ekki hvort hann sé starfsmaður Kísildals.. (nema að hann hafi byrjað að vinna hjá Kísildal eftir að hann gerði þennan þráð)
viewtopic.php?t=10069

Re: Fartölvur

Sent: Mán 14. Des 2009 19:18
af Gúrú
Ripper skrifaði:Faraldur er sölumaður hjá IOD sem er fyrirtæki í sömu eigu og Tölvulistinn, og svo Taxi sem er að vinna hjá Kísildal. Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa skoðun á hlutunum en þá er alveg lágmark að notendur á vaktinni viti ef að þeir sem eru að benda á vörur séu enganvegin hlutlausir.
Kv. Pétur starfsmaður hjá Tölvutækni

Starfsmaður @ IOD

Þetta er búið að vera í undirskrift hjá Faraldi alveg nokk lengi.
Kv. Ekki einu sinni grunnskólamenntaður drengur.