Biti (skammstafað með litlu b eða bit) er einn stafur í binary talnakerfinu sem tölvan sem þú ert að lesa þetta á notar. 8 bitar saman mynda eitt bæti (skammstafað með stóru B). Talan 10001111 er þá átta bitar og eitt bæti.
Bæti er oftast notað þegar verið er að tala um gögn í venjulegum heimilistölvum enda eru þau alltaf í heilum bætum. Hraði á netkerfum er hinsvegar oft mældur í bitum. T.d. er venjulega talað um 100 Mb/s netkort en ekki 12,5 MB/s og ADSL tengingar eru auglýstar sem X Mb/s en ekki Y MB/s. Sum forrit eins og Mozilla Firefox mæla hraða á gagnaflutningum hinsvegar í MB/s. Tenging sem er 1 Mb/s nær því aldrei að flytja meira en 125 KB/s.
Til að valda ekki misskilning er mikilvægt að nota réttar einingar, sérstaklega þegar verið er að tala um hraða á netkerfum. Það er ekki vitlaus hugmynd að nota bit frekar en b fyrir bita til að aðgreina bita betur frá bætum, en bæti á alltaf að skammstafa með B.
Ath. Allt efni er eign höfundar greinar og öll birting í hluta eða held á efni þessu án leyfis höfundar er óheimil. Höfundur tekur enga ábyrgð á villum sem kunna að finnast í greininni.