Ábyrgðin er lögbundin, þannig að það er aðallega spurning um hvort fyrirtækið lifi næstu 2-5 ár.
En ef mamma þín væri að fara kaupa sér tölvu, hvaða þjónustu mundir þú halda að hún mudni vilja fá?
Mömmur eru náttúrulega mis tæknivæddar en t.d. fæ líklega 1 símtöl á viku frá mömmu um hvernig á að gera e-h í tölvunni, með hvaða fartölvu ég mæli með fyrir vinkonur hennar, hvernig skjár eða sjónvarp fólk eigi að kaupa sér og ef það er ekki vegna ehimilistækja, þá hringir hún líka vegna draslsins í vinnunni hjá henni.
Fyrir vikið væri GEÐVEIKT að stofna mömmuvæna tölvuverslun þar sem þjónustan yrði úber og öll framsetning á vörumog þjónustu skv. KISS aðferðafræðinni, Keep It Simple Stupid.
Ég mundi líklega borga einhverja þúsundkalla á mánuði bara til að mamma gæti notað einhverskonar HOTLINE hjá þeim.
En svo er líka góður frasi úr hugbúnaðargeiranum "We are allways making the software more and more idiotproof, but natur beats us every time by inventing a better idiot". (eftir minni, man ekki nkl. hvernig þetta var...
Finnst mamma og vinkonur hennar stökkbreytast reglulega eftir þessari kenningu... fæ hroll að hugsa til þess að þurfa að uppfæra þær úr XP í win7 og hvað þá úr Office 2003 í 2010.
djísös, ég er farinn að blogga hingað inn.... Hættur...