Ég keypti tölvuskjá frá Tölvulistanum sem B-vöru á flottu verði og var rosa sáttur þegar ég kom honum heim og setti hann upp. Kom strax í ljós að það var galli á skjánum, lína af rauðum pixlum sem sáust aðeins of greinilega á dökkum bakgrunn

Ég sendi línu á Tölvulistann á fimmtudagskvöldi og á föstudagsmorgni var ég kominn með svar þar sem þeir buðu mér að kíkja við og skipta honum út fyrir nýtt eintak.
Sit og skrifa þetta núna á gallalausa nýja skjánum mínum og get ekki annað en að hrósa þeim fyrir topp þjónustu.