Góðan daginn,
Er með 14” m1 MacBook pro(2021) og var að lenda í smá óhappi með skjáinn og hann brotnaði. Veit einhver hvað skjáskipti eru að kosta í gegnum epli og eins ef það eru einhverjar ódýrari leiðir? Auka spurning, hvað væri eðlilegt að selja svona vel með brotnum skjá á? Er að spá í að nýta bara tækifærið og uppfæra í nýja. Skjárinn er með lóðréttar línur í skjánum sem spanna ca 3 cm nálægt hægri hliðinni á skjánum, vélin er að öðru leiti í toppstandi og varla rispa á henni.
MacBook Pro skjáskipti
-
- Nörd
- Póstar: 105
- Skráði sig: Mið 25. Maí 2016 19:15
- Reputation: 27
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: MacBook Pro skjáskipti
Hver eru speccarnir í vélinni?
Ef þú getur fundið not fyrir vélina sjálfur þá mun það alltaf vera það "hagstæðasta" fyrir þig, án þess að vita nákvæma upphæð þá mun það ekki vera ódýrt að skipta um skjáinn, á sama tíma þá munt þú ekki fá jafn mikið fyrir vélina og þú myndir vilja.
Persónulega þá myndi ég hugsa um vélina sem t.d. Mac mini / Mac studio þegar skjárinn er ónýtur.
T.d. ef speccarnir eru 16Gb RAM / 512Gb SSD þá myndi ég bera verðið saman við álíka Mac mini / Mac studio mínus auka 10% þar sem þetta er "aðeins" óhentugara en desktop vél.
Ef þú getur fundið not fyrir vélina sjálfur þá mun það alltaf vera það "hagstæðasta" fyrir þig, án þess að vita nákvæma upphæð þá mun það ekki vera ódýrt að skipta um skjáinn, á sama tíma þá munt þú ekki fá jafn mikið fyrir vélina og þú myndir vilja.
Persónulega þá myndi ég hugsa um vélina sem t.d. Mac mini / Mac studio þegar skjárinn er ónýtur.
T.d. ef speccarnir eru 16Gb RAM / 512Gb SSD þá myndi ég bera verðið saman við álíka Mac mini / Mac studio mínus auka 10% þar sem þetta er "aðeins" óhentugara en desktop vél.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Þri 12. Mar 2013 16:04
- Reputation: 18
- Staða: Ótengdur
Re: MacBook Pro skjáskipti
Keypti M2 um daginn með brotnum skjá á bland.is....35.000kr svona til viðmiðunar
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 6
- Skráði sig: Lau 02. Apr 2016 17:22
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: MacBook Pro skjáskipti
Takk fyrir svörin, er búinn að komast að því að skjáskipti væru allavegana 100þús og sennilega vel yfir því. Ég mun að öllum líkindum bara einmitt nýta þessa bara sem mac mini/studio og fá mér nýja macbook sem fartölvu.