OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is


Höfundur
gfkhdn
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mið 27. Okt 2021 16:24
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf gfkhdn » Þri 18. Jún 2024 12:51

Góðan daginn

Hef verslað töluvert við íhluti í gegnum tíðina og hef ég yfirleitt verið nokkuð ánægður með þá þar sem úrval af íhlutum hefur verið frekar takmarkað hér á íslandi.

En núna finnst mér þeir vera alveg komnir í ruglið þegar kemur að verðlaggningu og auglýstum verðum á þeirra heimasíðu.

Núna er ég búinn að versla við þá þrisvar síðasta mánuðinn og voru auglýst verð á heimasíðunni þeirra í öllum tilfellum mun lægri en þegar komið var í verslunina.

Nýjasta dæmið var núna áðan þar sem ég ætlaði að kaupa Arduino Nano sem er auglýst inná síðunni þeirra á ca 5.600 kr með vsk, en þegar í verslunina var komið kostaði hún rúmlega 8.100 kr og bera þeir fyrir sig að verð séu birt með fyrirvara inná síðunni en engan fyrirvara er að finna um það inná síðunni þeirra.

Þykir mér þetta mjög lélegir viðskiptaþættir og OKUR fram úr öllu hófi þar sem hægt er að panta 5 Arduino Nano á Amazon fyrir ca 8.000 kr með sendingarkostnaði og vsk og á Aliexpress fyrir ca 4.000 kr með öllum kostnaði.

Væri áhugavert að heyra ef fleiri hérna á vaktinni hafi lent í þessu hjá íhlutum.

Veit einhver um aðrar verslanir hérlendis sem selja íhluti?


MOBO: MSI MPG Z690® Force Wifi DDR5
CPU: Intel Core i9-12900K®
CPU Kæling: Rogstrix ARGB 360 AIO
GPU: KFA2 GeForce RTX 3080 Ti SG
PCU: Corsair RM850 GOLD
RAM: Corsair Dominator® PLATINUM RGB 32GB (2x16GB) DDR5 DRAM 5600MHz
SSD: Samsung MVMe® 960 EVO 250GB M.2 - Kingston SA400 240GB - Toshiba HDWD 120GB
HDD: Toshiba P300 2TB - Seagate Backup 8TB
TURN: Be quiet! Silent Base 802
Win 10 Pro 64bit

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7402
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1123
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf rapport » Þri 18. Jún 2024 15:03

Hef ekki aðra reynslu en góða af Íhlutum en yrði sjálfur pirraður á þessu, að vera plataður á staðinn og þurfa að borga meira.



Skjámynd

Henjo
Tölvutryllir
Póstar: 613
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 211
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf Henjo » Þri 18. Jún 2024 15:30

Fyrir mér þá hef ég alltaf upplifað "birt með fyrirvara" meira svona þegar það er augljós innslátarvilla, sjónvarp sem er sett inn fyrir 100kall þegar það ætti að kosta 100þús.

Ef ég ætti verslun myndi ég finna mig tilneyddan til að bara hunsast til að selja kúnnanum á lægra verðiun, biðjast afsökunar og laga á vefsíðunni.

En ef ég skil þetta rétt, ef ég ætti verslun gæti ég gert fullt af "villum" og birt bara clause um að það sé alltaf hætta á heimskulegum mistökum og platað fólk þannig til mín?



Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf Graven » Þri 18. Jún 2024 20:15

Come on strákar, er þetta ekki pínulítið fyrirtæki sem er rekið af örfáum einstaklingum? Það er dýrt og eða tekur langan tíma að uppfæra verð á vefsíðum stöðugt. Ættuð frekar að vera pirraðir yfir verðbólgunni sem er orsökin á þessu grunar mig.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf jonsig » Þri 18. Jún 2024 20:39

Hef verslað við mouser ,tme ,digikey og lcsc síðustu 8árin.

nota tme mest í dag þar sem ég kaupi verkfærin þar líka.

lcsc er geðveikt til að byrgja sig upp af dóti, og kaupa m.a. ódýrar mcu´s (arduino) thermal pads fyrir skjákort, leiðni krem á cpu ofl nánast ókeypis. En biðin eru 10-14dagar



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 780
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 227
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf Dropi » Þri 18. Jún 2024 22:44

Hef farið í Íhluti s.l. 14 ár að versla sáralitla hluti og var alltaf næs að geta fengið akkúrat það sem mig vantaði á 200 kall. En ég lenti í því að kaupa tvö stykki sem ættu að kosta kannski 80kr að mínu mati á 3500kr. Sem betur fer var það vegna vinnu og tímaviðkvæmt þannig að ég var ánægður, en samt sem áður er þetta gaman að réttlæta ef einhver fer að spyrja mig út í þessa kvittun.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6347
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 452
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf worghal » Mið 19. Jún 2024 10:32

síðast þegar ég fór þarna inn var fyrir 6 eða 7 árum og eina sem ég tók frá þeirri reynslu var að gamli kallinn þarna vildi helst að ég hipjaði mig bara :lol:


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

rostungurinn77
has spoken...
Póstar: 160
Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf rostungurinn77 » Mið 19. Jún 2024 19:01

worghal skrifaði:síðast þegar ég fór þarna inn var fyrir 6 eða 7 árum og eina sem ég tók frá þeirri reynslu var að gamli kallinn þarna vildi helst að ég hipjaði mig bara :lol:

Það er ekkert verra í verslunarrekstri en helvítis kúnnarnir.

Nema ef vera skyldi vörur sem seljast upp.
Síðast breytt af rostungurinn77 á Mið 19. Jún 2024 19:02, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf jonsig » Mið 19. Jún 2024 19:17

Slaufu kallinum var bara illa við amatöra og fannst þeir ekki eiga neitt erindi til sín. Skiljanlega




Meso
has spoken...
Póstar: 198
Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
Reputation: 2
Staðsetning: Ak City
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf Meso » Fim 20. Jún 2024 09:14

Ekki dirfast að spyrja um straumbreyti ef þig vantar spennubreyti, nema vera til í smá pistil :lol:




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1071
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf netkaffi » Fim 20. Jún 2024 23:12

Graven skrifaði:Come on strákar, er þetta ekki pínulítið fyrirtæki sem er rekið af örfáum einstaklingum? Það er dýrt og eða tekur langan tíma að uppfæra verð á vefsíðum stöðugt. Ættuð frekar að vera pirraðir yfir verðbólgunni sem er orsökin á þessu grunar mig.
Þannig séð ekki. Getur gert það sjálfkrafa og verð er uppfært í búðinni. Það er bara script. Hinsvegar eru þetta örugglega gamlir karlar eða ekki software gæjar og við eigum allir eftir að verða gamlir og getum fyrirgefið það.

Það ætti bara einhver að bjóðast til að forrita þetta fyrir gamla.
Síðast breytt af netkaffi á Fim 20. Jún 2024 23:14, breytt samtals 1 sinni.




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1053
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 124
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf emil40 » Fös 21. Jún 2024 15:54

gfkhdn skrifaði:Góðan daginn

Hef verslað töluvert við íhluti í gegnum tíðina og hef ég yfirleitt verið nokkuð ánægður með þá þar sem úrval af íhlutum hefur verið frekar takmarkað hér á íslandi.

En núna finnst mér þeir vera alveg komnir í ruglið þegar kemur að verðlaggningu og auglýstum verðum á þeirra heimasíðu.

Núna er ég búinn að versla við þá þrisvar síðasta mánuðinn og voru auglýst verð á heimasíðunni þeirra í öllum tilfellum mun lægri en þegar komið var í verslunina.

Nýjasta dæmið var núna áðan þar sem ég ætlaði að kaupa Arduino Nano sem er auglýst inná síðunni þeirra á ca 5.600 kr með vsk, en þegar í verslunina var komið kostaði hún rúmlega 8.100 kr og bera þeir fyrir sig að verð séu birt með fyrirvara inná síðunni en engan fyrirvara er að finna um það inná síðunni þeirra.

Þykir mér þetta mjög lélegir viðskiptaþættir og OKUR fram úr öllu hófi þar sem hægt er að panta 5 Arduino Nano á Amazon fyrir ca 8.000 kr með sendingarkostnaði og vsk og á Aliexpress fyrir ca 4.000 kr með öllum kostnaði.

Væri áhugavert að heyra ef fleiri hérna á vaktinni hafi lent í þessu hjá íhlutum.

Veit einhver um aðrar verslanir hérlendis sem selja íhluti?


Auðvitað ætti verslunareigandinn að selja hlutinn á því verði sem er auglýst á síðunni. Mér finnst allt annað bara lélegt.


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | JBL Quantum Duo | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

ElGorilla
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mán 09. Des 2002 10:26
Reputation: 19
Staða: Ótengdur

Re: OKUR og röng verð á heimasíðu Ihlutir.is

Pósturaf ElGorilla » Lau 22. Jún 2024 15:56

Meso skrifaði:Ekki dirfast að spyrja um straumbreyti ef þig vantar spennubreyti, nema vera til í smá pistil :lol:

Hann er að gera ykkur greiða. Þið munið aldrei gleyma þessu.