Ég á kunningja sem er bandarískur og býr í Bandaríkjunum og með nákvæmlega enga tengingu við Ísland nema að dóttir hans spilar í efstu deild kvenna á íslandi. Er einhver leið fyrir hann að vera í áskrift gegnum stöð2 þó hann hafi enga tengingu við ísland, og séð leikina í USA.
Ég veit að Stöð 2 er með app en ég er ekki áskrifandi og þekki því ekki vel hvaða leiðir eru til að horfa hjá þeim, en mögulega gæti verið leið þar (með VPN t.d.) til að horfa?
