Nýjir eigendur Tölvutækni
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1198
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Reputation: 255
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Ég samhryggist ykkur innilega með Pétur, mér þótti alltaf gaman að koma til ykkar í búðina í Hamraborg þegar ég var hvað mest að bruðla í tölvudót. Ég tek undir með hinum að forgangsröð ykkar ætti ekki að vera ódýrastir heldur að vera með góðar vörur og góða þjónustu, það toppar allt. Með hækkandi aldri er maður löngu hættur að eltast við lægstu verðin þegar maður sér hvað góð þjónusta er dýrmæt og í raun sjaldgæf.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1569
- Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
- Reputation: 41
- Staðsetning: Breiðholt
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samhryggist ykkur innilega með Pétur.
Ég get ekki ímyndað mér betri menn en ykkur til að taka við rekstrinum á Tölvutækni og óska ykkur góðs gengis með það
Ég get ekki ímyndað mér betri menn en ykkur til að taka við rekstrinum á Tölvutækni og óska ykkur góðs gengis með það
CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
ég samhryggist ykkur.
gleymi því seint hvernig Tölvutækni reddaði mér þarna um árið, þar sem misskilningur var algjörlega mín megin. En þið
redduðu þessu á no time fyrir mig, þar sem ég kom utanaf landi.
Haldið áfram á þessari braut...góð þjónusta!
gleymi því seint hvernig Tölvutækni reddaði mér þarna um árið, þar sem misskilningur var algjörlega mín megin. En þið
redduðu þessu á no time fyrir mig, þar sem ég kom utanaf landi.
Haldið áfram á þessari braut...góð þjónusta!
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Sorglegt að heyra með Pétur en frábært að Tölvutækni haldi áfram.
Hef ykkur að sjálfsögðu í huga núna þegar styttist í að maður þurfi að fara uppfæra í turninum sem ég fékk Tölvutækni til að setja saman fyrir mig 2020!
Hef ykkur að sjálfsögðu í huga núna þegar styttist í að maður þurfi að fara uppfæra í turninum sem ég fékk Tölvutækni til að setja saman fyrir mig 2020!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4194
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1338
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Vá hvað það er gaman að sjá viðbrögðin við þessum fréttum. Þakka kærlega fyrir samúðarkveðjurnar, sem og auðvitað aðrar kveðjur og pepp.
Yndislegt að sjá að þrátt fyrir erfiðleikana síðustu árin, þá muni menn frekar eftir því góða og séu bjartsýnir á framhaldið.
Þetta er örugglega rétt hjá ykkur. Ég bara þekki ekkert annað, Pési var alltaf harður á því að hann vildi vera ódýrastur. Nú þegar við erum að taka við og í ljósi þess að þetta er netverslun sem á í samkeppni við aðra sem hafa verslun, þá býst ég við að það sé sterkur leikur að hafa verðið framyfir aðra til að byrja með. En ég endurtek samt það sem ég skrifaði áður, það er 10-30% álagning á helstu vörur, sem þýðir að það er heldur ekkert hægt að vera mikið ódýrari og ætla að lifa af.
Ef það verður of mikið að gera þannig að við þurfum og viljum endurskoða rekstrarformið, þá er það auðvitað algjört lúxusvandamál
Þarft þú ekki að fara að skipuleggja round 2 af þessu?
Gefur okkur smá tíma til að koma okkur fyrir fyrst, en ef það fást einhverjir metnaðarfullir til að taka þátt, þá er búnaður dagsins í dag farinn að bjóða upp á svo skemmtilega möguleika. Fjölbreyttari líka, mikið til af ITX borðum og öðrum small form factor íhlutum og kössum, ef það er það sem fólkið vill!
Svo ég tali ekki um allt RGB-ið
Man að myndirnar af kassanum þínum gerðu honum ekki justice, hann var rosalegur!
Er hann ekki örugglega til einhverstaðar enn þá?
Skooooo... Líkt og Hallur segir, þá sjáum við ekki fram á að einskorðast við ákveðin merki, heldur taka það inn sem lítur vel út að hverju sinni.
Að því sögðu, þá ítreka ég það sem ég hef sagt um að fólk eigi að geta treyst því að vel sé valið í samsettu vélarnar. Það eru þrír íhlutir í tölvum sem þú vilt helst ekki að bili. Aflgjafi, móðurborð og geymslupláss.
Aflgjafinn, því hann getur skemmt út frá sér. Ofan á það bætist að slakari aflgjafar eru ekki jafn nýtnir, svo þeir hitna meira, með öllu því sem því fylgir.
Móðurborð, því það getur bæði verið vesen að skipta því út, en einnig líka vesen ef sú kynslóð er ekki lengur í sölu að fá annað sem hentar öllum búnaði hjá þér að öðru leyti.
Og loks er það sem er almennt séð verst að bili, geymsluplássið (HDD, SSD eða aðrir miðlar). Það er ömurlegt að missa harðan disk. Bæði er það mikið vesen ef það er stýrikerfisdiskur, og einnig gerurðu verið að glata ómetanlegum gögnum.
Það er fúlt ef aðrir hlutir bila, en það er almennt ekki hættulegt og mjög einfalt að skipta þeim út.
Því legg ég upp með að sérstaklega þessir hlutir séu vandaðir. Allt skal vandað, en aldrei sparað að óþörfu þarna. Það er vont að sjá hversu algengt það er að einhverjir no-name hlutir séu notaðir til þess að kreista aðeins meiri framlegð út úr samsettum tölvum.
Ég sé fyrir mér að við treystum mest á Seasonic aflgjafa til að byrja með, ásamt góðum línum frá öðrum vönduðum framleiðendum.
Í móðurborðum held ég að það verði mest Gigabyte og ASRock, en einmitt, ef eitthvað er sérstaklega spennandi frá öðrum framleiðendum, þá er allt opið! Og auðvitað bjóðum við upp á að sérpanta allt sem við getum ef fólk vill eitthvað sérstakt.
SSD diskar, Samsung, Intel, Micron merkin (Crucial og Lexar), Kingston. Ég er örugglega að gleyma einhverjum góðum núna í flýti.
Skjákort, þá er ég ekki eins picky, þó ég hafi verið með fordóma fyrir Sparkle í gamla daga. En það var minnir mig ekki byggt á neinum grunni, bara fordómar
Svo eru auðvitað nátengdir framleiðendur þar. Palit, Gainward, KFA2, Galaxy (ásamt nokkrum öðrum minna þekktum merkjum í Evrópu) eru allt frá sama móðurfélaginu, Palit Microsystems.
Inno3D, Zotac og Manli allir í eigu PC Partner.
Viðurkenni að ég myndi velja PNY, Gigabyte og ASUS framyfir aðra á sama verði, en það er heldur ekki byggt á neinu sérstöku, öðru en bara tilfinningu.
Maður má svo víst ekki vera í bláa eða rauða liðinu í dag, svo AMD eða Intel örgjörvar fer bara eftir módelum þegar kemur að price/performance.
Kannski finnst einhverjum ekki við hæfi að ég hafi opinbera skoðun á þessu, en það er þá þeirra vandamál, ekki mitt
Yndislegt að sjá að þrátt fyrir erfiðleikana síðustu árin, þá muni menn frekar eftir því góða og séu bjartsýnir á framhaldið.
Kristján skrifaði:Þið þurfið ekki að vera ódýrastir, heldur þurfiði að vera bestir, ég mundi borga meira fyrir góða og þægilega þjónustu og frábærar vörur
Kiddi skrifaði:Ég tek undir með hinum að forgangsröð ykkar ætti ekki að vera ódýrastir heldur að vera með góðar vörur og góða þjónustu, það toppar allt.
Þetta er örugglega rétt hjá ykkur. Ég bara þekki ekkert annað, Pési var alltaf harður á því að hann vildi vera ódýrastur. Nú þegar við erum að taka við og í ljósi þess að þetta er netverslun sem á í samkeppni við aðra sem hafa verslun, þá býst ég við að það sé sterkur leikur að hafa verðið framyfir aðra til að byrja með. En ég endurtek samt það sem ég skrifaði áður, það er 10-30% álagning á helstu vörur, sem þýðir að það er heldur ekkert hægt að vera mikið ódýrari og ætla að lifa af.
Ef það verður of mikið að gera þannig að við þurfum og viljum endurskoða rekstrarformið, þá er það auðvitað algjört lúxusvandamál
Klaufi skrifaði:Fyrir þá sem ekki vita, það var einu sinni haldin case-mod keppni á Vaktinni.
Ég hafði samband við allar stóru og litlu tölvubúðirnar.
Ég fékk engin viðbrögð nema frá honum sem var meira en til í að gefa verðlaun.
Þarft þú ekki að fara að skipuleggja round 2 af þessu?
Gefur okkur smá tíma til að koma okkur fyrir fyrst, en ef það fást einhverjir metnaðarfullir til að taka þátt, þá er búnaður dagsins í dag farinn að bjóða upp á svo skemmtilega möguleika. Fjölbreyttari líka, mikið til af ITX borðum og öðrum small form factor íhlutum og kössum, ef það er það sem fólkið vill!
Svo ég tali ekki um allt RGB-ið
Man að myndirnar af kassanum þínum gerðu honum ekki justice, hann var rosalegur!
Er hann ekki örugglega til einhverstaðar enn þá?
Uncredible skrifaði:En hvaða vörumerki ætliði að bjóða uppá þegar kemur að tölvu íhlutum?
Skooooo... Líkt og Hallur segir, þá sjáum við ekki fram á að einskorðast við ákveðin merki, heldur taka það inn sem lítur vel út að hverju sinni.
Að því sögðu, þá ítreka ég það sem ég hef sagt um að fólk eigi að geta treyst því að vel sé valið í samsettu vélarnar. Það eru þrír íhlutir í tölvum sem þú vilt helst ekki að bili. Aflgjafi, móðurborð og geymslupláss.
Aflgjafinn, því hann getur skemmt út frá sér. Ofan á það bætist að slakari aflgjafar eru ekki jafn nýtnir, svo þeir hitna meira, með öllu því sem því fylgir.
Móðurborð, því það getur bæði verið vesen að skipta því út, en einnig líka vesen ef sú kynslóð er ekki lengur í sölu að fá annað sem hentar öllum búnaði hjá þér að öðru leyti.
Og loks er það sem er almennt séð verst að bili, geymsluplássið (HDD, SSD eða aðrir miðlar). Það er ömurlegt að missa harðan disk. Bæði er það mikið vesen ef það er stýrikerfisdiskur, og einnig gerurðu verið að glata ómetanlegum gögnum.
Það er fúlt ef aðrir hlutir bila, en það er almennt ekki hættulegt og mjög einfalt að skipta þeim út.
Því legg ég upp með að sérstaklega þessir hlutir séu vandaðir. Allt skal vandað, en aldrei sparað að óþörfu þarna. Það er vont að sjá hversu algengt það er að einhverjir no-name hlutir séu notaðir til þess að kreista aðeins meiri framlegð út úr samsettum tölvum.
Ég sé fyrir mér að við treystum mest á Seasonic aflgjafa til að byrja með, ásamt góðum línum frá öðrum vönduðum framleiðendum.
Í móðurborðum held ég að það verði mest Gigabyte og ASRock, en einmitt, ef eitthvað er sérstaklega spennandi frá öðrum framleiðendum, þá er allt opið! Og auðvitað bjóðum við upp á að sérpanta allt sem við getum ef fólk vill eitthvað sérstakt.
SSD diskar, Samsung, Intel, Micron merkin (Crucial og Lexar), Kingston. Ég er örugglega að gleyma einhverjum góðum núna í flýti.
Skjákort, þá er ég ekki eins picky, þó ég hafi verið með fordóma fyrir Sparkle í gamla daga. En það var minnir mig ekki byggt á neinum grunni, bara fordómar
Svo eru auðvitað nátengdir framleiðendur þar. Palit, Gainward, KFA2, Galaxy (ásamt nokkrum öðrum minna þekktum merkjum í Evrópu) eru allt frá sama móðurfélaginu, Palit Microsystems.
Inno3D, Zotac og Manli allir í eigu PC Partner.
Viðurkenni að ég myndi velja PNY, Gigabyte og ASUS framyfir aðra á sama verði, en það er heldur ekki byggt á neinu sérstöku, öðru en bara tilfinningu.
Maður má svo víst ekki vera í bláa eða rauða liðinu í dag, svo AMD eða Intel örgjörvar fer bara eftir módelum þegar kemur að price/performance.
Kannski finnst einhverjum ekki við hæfi að ég hafi opinbera skoðun á þessu, en það er þá þeirra vandamál, ekki mitt
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Samúðarkveðjur til vina og vandamanna. Innilega til hamingju með nýjan kafla hjá ykkur
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Gangi ykkur vel,
Ég held að kísildalur sé orðinn svona stór útaf lágu verði, yfirburða þjónustu og hafa sîðan þessi tvö legend þarna sem eiga staðinn sem taka fullan þátt í öllu sem er að gerast þarna.
Eruð þið að pæla hið sama , og/eða með áherslu á eitthvað annað sem hefur ekki sést áður á klakanum ?
Ég held að kísildalur sé orðinn svona stór útaf lágu verði, yfirburða þjónustu og hafa sîðan þessi tvö legend þarna sem eiga staðinn sem taka fullan þátt í öllu sem er að gerast þarna.
Eruð þið að pæla hið sama , og/eða með áherslu á eitthvað annað sem hefur ekki sést áður á klakanum ?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 4194
- Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
- Reputation: 1338
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
jonsig skrifaði:Gangi ykkur vel,
Ég held að kísildalur sé orðinn svona stór útaf lágu verði, yfirburða þjónustu og hafa sîðan þessi tvö legend þarna sem eiga staðinn sem taka fullan þátt í öllu sem er að gerast þarna.
Eruð þið að pæla hið sama , og/eða með áherslu á eitthvað annað sem hefur ekki sést áður á klakanum ?
Takk jonsig minn!
Held að þetta sé alveg rétt metið hjá þér með Kísildal og velgengni þeirra. Þetta eru rosalega flottir strákar, og ef okkur tekst að vera bornir saman við þá sem raunhæfur möguleiki, þá er það mikið hrós í okkar bókum.
Hvað varðar áherslur á annað sem hefur ekki sést áður á klakanum, þá veit ég ekki alveg hvað það ætti að vera.
Spurning um að fá jonsiGURU til að reviewa vörurnar okkar
Kannski verðum við framúrskarandi í markaðsmálum, ég er alltaf að segja Halli að ég eigi eftir að gera hann að TikTok stjörnu.
Annars sé ég frekar fram á að kakan haldi áfram að stækka. Ég held að Kísildalur þurfi litlar áhyggjur að hafa af því að við stelum frá þeim einhverja viðskiptavinum. Við vonumst kannski frekar til þess að verslunin og orðsporið okkar grípi nýja viðskiptavini.
Kannski munum við sinna landsbyggðinni betur en aðrir með framúrskarandi vefverslun, ásamt meðfylgjandi skila- og ábyrgðarferlum.
Þetta er bara allt í skoðun, og allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 357
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
- Reputation: 71
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Tengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Klemmi skrifaði:jonsig skrifaði:Gangi ykkur vel,
Ég held að kísildalur sé orðinn svona stór útaf lágu verði, yfirburða þjónustu og hafa sîðan þessi tvö legend þarna sem eiga staðinn sem taka fullan þátt í öllu sem er að gerast þarna.
Eruð þið að pæla hið sama , og/eða með áherslu á eitthvað annað sem hefur ekki sést áður á klakanum ?
Takk jonsig minn!
Held að þetta sé alveg rétt metið hjá þér með Kísildal og velgengni þeirra. Þetta eru rosalega flottir strákar, og ef okkur tekst að vera bornir saman við þá sem raunhæfur möguleiki, þá er það mikið hrós í okkar bókum.
Hvað varðar áherslur á annað sem hefur ekki sést áður á klakanum, þá veit ég ekki alveg hvað það ætti að vera.
Spurning um að fá jonsiGURU til að reviewa vörurnar okkar
Kannski verðum við framúrskarandi í markaðsmálum, ég er alltaf að segja Halli að ég eigi eftir að gera hann að TikTok stjörnu.
Annars sé ég frekar fram á að kakan haldi áfram að stækka. Ég held að Kísildalur þurfi litlar áhyggjur að hafa af því að við stelum frá þeim einhverja viðskiptavinum. Við vonumst kannski frekar til þess að verslunin og orðsporið okkar grípi nýja viðskiptavini.
Kannski munum við sinna landsbyggðinni betur en aðrir með framúrskarandi vefverslun, ásamt meðfylgjandi skila- og ábyrgðarferlum.
Þetta er bara allt í skoðun, og allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar
Mæli með að þú gerir það sem þér fynst vera best af þessum skrifum þínum í þessum þræði treisti ég þér til þess (ekki að þú þurfir á því að halda)
Það er ekki hægt að gera alla! Ánægða og verkinn tala alltaf bestu orðinn og ég hef fulla trú á ykkur YOU CAN DO IT!!!
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1293
- Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
- Reputation: 35
- Staðsetning: Í kísildalnum
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýjir eigendur Tölvutækni
Fyrir hönd Kísildals þá langar mig til að óska ykkur Klemma og Halli velfarnaðar í þessu ævintýri. Þessi bransi er ekki sá auðveldasti en það er leitin að skemmtilegri rekstri. Alltaf eitthvað nýtt á sjóndeildahringnum og stöðugar áskoranir og ný vandamál til að leysa.
Ég hugsa oft til þess þegar við vorum að byrja og skil oft ekki hvernig við erum komnir þangað sem við erum komnir. Galdurinn er mikil vinna og alúð við viðskiptavini. Þetta á ekki eftir að vera auðvelt frekar en aðrir hlutir sem er vert að gera en ég hef fulla trú á ykkur.
Velkomnir aftur!
Kv.
Guðbjartur
Ég hugsa oft til þess þegar við vorum að byrja og skil oft ekki hvernig við erum komnir þangað sem við erum komnir. Galdurinn er mikil vinna og alúð við viðskiptavini. Þetta á ekki eftir að vera auðvelt frekar en aðrir hlutir sem er vert að gera en ég hef fulla trú á ykkur.
Velkomnir aftur!
Kv.
Guðbjartur
Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal