Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Ég er að velta fyrir mér að uppfæra myndavélina mína og nú er ég að sjá að það er svakalegur verðmunur á milli USA og hérna heima. Eru einhverjir ókostir við að panta myndavélar/linsur erlendis frá annað en að það er ekki ábyrgð? Það er í raun lítil sem engin verkstæðisþjónusta fyrir þá tegund sem ég er að pæla í.
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Ef munurinn er innan 10-15% þá skaltu íhuga það að kaupa hér á landi, annars pantar þú að utan. Hef gert þetta nokkrum sinnum og alltaf gengið vel frá BHphoto og Adorama.
Hvaða týpa er þetta annars?
Hvaða týpa er þetta annars?
-
- has spoken...
- Póstar: 161
- Skráði sig: Sun 11. Okt 2015 21:28
- Reputation: 19
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Ég hef gert þetta margoft, keypti bæði nýtt og notað.
Hef mest notað BH-photo
Mér finnst oft ekki það mikill munur þegar vsk og sending mætir en stundum er þetta vel þess virði
Hef mest notað BH-photo
Mér finnst oft ekki það mikill munur þegar vsk og sending mætir en stundum er þetta vel þess virði
Síðast breytt af benony13 á Mán 11. Mar 2024 19:12, breytt samtals 1 sinni.
-
- has spoken...
- Póstar: 199
- Skráði sig: Fös 10. Des 2004 23:50
- Reputation: 2
- Staðsetning: Ak City
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Ég hef góða reynslu af Bhphoto og Adorama fyrir nýtt og Keh camera fyrir notað. En tek undir með russi að það borgar sig að kaupa heima ef verðmunurinn er ekki mikill.
Af forvitni hvaða tegund ertu að spá í?
Af forvitni hvaða tegund ertu að spá í?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 81
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Er einhver búð komin með Z8 í sölu ?
Reykjavik Foto segir að Z8 sé væntanleg, ekki á skrá hjá Beco.
100k verðmunur miðað við listað verð svona í fljótu bragði, bara húsið.
Reykjavik Foto segir að Z8 sé væntanleg, ekki á skrá hjá Beco.
100k verðmunur miðað við listað verð svona í fljótu bragði, bara húsið.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Fotoval er með z8 miðað við vefinn.
Beco er held ég því miður hætt starfssemi.
Beco er held ég því miður hætt starfssemi.
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
rostungurinn77 skrifaði:Er einhver búð komin með Z8 í sölu ?
Reykjavik Foto segir að Z8 sé væntanleg, ekki á skrá hjá Beco.
100k verðmunur miðað við listað verð svona í fljótu bragði, bara húsið.
Bara body er 160þ verðmunur á B&H og Reykjavík Foto, það er bara VSK af myndavélum.
799.000kr vs 643.560kr
"B&H Fast & Easy pre-pay" virðist reikna VSK + 30% "other taxes", svo að ég mæli ekki með að nota það .
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX
-
- Kóngur
- Póstar: 6397
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 464
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Baldurmar skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:Er einhver búð komin með Z8 í sölu ?
Reykjavik Foto segir að Z8 sé væntanleg, ekki á skrá hjá Beco.
100k verðmunur miðað við listað verð svona í fljótu bragði, bara húsið.
Bara body er 160þ verðmunur á B&H og Reykjavík Foto, það er bara VSK af myndavélum.
799.000kr vs 643.560kr
"B&H Fast & Easy pre-pay" virðist reikna VSK + 30% "other taxes", svo að ég mæli ekki með að nota það .
eru þeir samt ekki í þeim pakka að endurgreiða mismuninn ef að þeir ofrukka í "other taxes" ?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 81
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Baldurmar skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:Er einhver búð komin með Z8 í sölu ?
Reykjavik Foto segir að Z8 sé væntanleg, ekki á skrá hjá Beco.
100k verðmunur miðað við listað verð svona í fljótu bragði, bara húsið.
Bara body er 160þ verðmunur á B&H og Reykjavík Foto, það er bara VSK af myndavélum.
799.000kr vs 643.560kr
"B&H Fast & Easy pre-pay" virðist reikna VSK + 30% "other taxes", svo að ég mæli ekki með að nota það .
Listað verð er 4000 $ og með rebates er það lægra. Ég ætla að gefa mér að verð Reykjavik Foto byggi á listuðu verði og fyrir alla afslætti.
falcon1 skrifaði:Fotoval er með z8 miðað við vefinn.
Beco er held ég því miður hætt starfssemi.
Fotoval lokaði búðinni en hefur ennþá vefverslun.
Beco hef ég ekki heyrt um að hafi lokað. Sonur stofnandans er skráður eigandi Beco í dag.
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
worghal skrifaði:Baldurmar skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:Er einhver búð komin með Z8 í sölu ?
Reykjavik Foto segir að Z8 sé væntanleg, ekki á skrá hjá Beco.
100k verðmunur miðað við listað verð svona í fljótu bragði, bara húsið.
Bara body er 160þ verðmunur á B&H og Reykjavík Foto, það er bara VSK af myndavélum.
799.000kr vs 643.560kr
"B&H Fast & Easy pre-pay" virðist reikna VSK + 30% "other taxes", svo að ég mæli ekki með að nota það .
eru þeir samt ekki í þeim pakka að endurgreiða mismuninn ef að þeir ofrukka í "other taxes" ?
Þarft samt að leggja út fyrir því og sækja svo um endurgreiðslu, frekar bara borga póstinum fyrir VSK reikning og borga VSK þannig.
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
rostungurinn77 skrifaði:Listað verð er 4000 $ og með rebates er það lægra. Ég ætla að gefa mér að verð Reykjavik Foto byggi á listuðu verði og fyrir alla afslætti.
kostar $3697 hjá B&H
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
rostungurinn77 skrifaði:Fotoval lokaði búðinni en hefur ennþá vefverslun.
Beco hef ég ekki heyrt um að hafi lokað. Sonur stofnandans er skráður eigandi Beco í dag.
Er Fotoval búið að loka búðinni í Skipholti?
Ég hringdi í Beco númerið og þetta með Beco var bara vitleysa í mér, þeir eru ennþá lifandi.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 81
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
falcon1 skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:Fotoval lokaði búðinni en hefur ennþá vefverslun.
Beco hef ég ekki heyrt um að hafi lokað. Sonur stofnandans er skráður eigandi Beco í dag.
Er Fotoval búið að loka búðinni í Skipholti?
Ég hringdi í Beco númerið og þetta með Beco var bara vitleysa í mér, þeir eru ennþá lifandi.
https://www.facebook.com/fotovalverslun ... 427217567/
Verslun Fotoval í Skipholti lokar.
jæja þá er komið að tímamótum, eftir 40 ára starf er kominn tími til að að róa sig aðeins.
Samstarf Fotoval og Reykjavik foto, laugavegi 178 verður aukið og koma þeir til með að selja megnið af okkar vörulager og taka á móti vélum og linsum til viðgerðar.
Síðasti opnunardagur í Skipholtinu verður föstudaginn 2 sept.
Vefverslunin, www.fotoval.is verður áfram í gangi.
Þökkum viðskiftavinum okkar fyrir samstarfið í gegn um árin.
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
BHPhoto sendir til Íslands og reiknar sendingu og gjöld inn í verðið. Núna er $500 í afslátt af þessu. Ég prófaði að setja þetta í körfu og þar eru reiknuð sending og gjöld,
Samtals með sendingu og gjöldum frá BH 7005 USD eða uþb 980þ
Vélin kostar 800þ og linsan 240þ hjá Reykjavik Foto eða samtals 1040þ. Munurinn er aðeins 60þ (6%) þrátt fyrir $500 tilboð hjá BH. Svo er ég viss um að ef þú labbar inn í Reykjavik Foto og segir að þú sért að pæla í að kaupa vél og linsu fyrir milljón að þeir geti gefið þér einhvern smá afslátt þanng að verðið matchi eða munurinn verði enn minni.
Samtals með sendingu og gjöldum frá BH 7005 USD eða uþb 980þ
Vélin kostar 800þ og linsan 240þ hjá Reykjavik Foto eða samtals 1040þ. Munurinn er aðeins 60þ (6%) þrátt fyrir $500 tilboð hjá BH. Svo er ég viss um að ef þú labbar inn í Reykjavik Foto og segir að þú sért að pæla í að kaupa vél og linsu fyrir milljón að þeir geti gefið þér einhvern smá afslátt þanng að verðið matchi eða munurinn verði enn minni.
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Þegar ég hef verið að skoða að kaupa að utan þá undantekningarlaust borgar það sig ekki. Yfirleitt munar svo litlu á verði að tveggja ára lögbundna ábyrgðin á Íslandi borgar upp mismuninn.
Eina undantekningin er notað dót, hef keypt linsur og vélar hjá keh, það er snilld
Eina undantekningin er notað dót, hef keypt linsur og vélar hjá keh, það er snilld
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Hauxon skrifaði:BHPhoto sendir til Íslands og reiknar sendingu og gjöld inn í verðið. Núna er $500 í afslátt af þessu. Ég prófaði að setja þetta í körfu og þar eru reiknuð sending og gjöld,
Samtals með sendingu og gjöldum frá BH 7005 USD eða uþb 980þ
Vélin kostar 800þ og linsan 240þ hjá Reykjavik Foto eða samtals 1040þ. Munurinn er aðeins 60þ (6%) þrátt fyrir $500 tilboð hjá BH. Svo er ég viss um að ef þú labbar inn í Reykjavik Foto og segir að þú sért að pæla í að kaupa vél og linsu fyrir milljón að þeir geti gefið þér einhvern smá afslátt þanng að verðið matchi eða munurinn verði enn minni.
Ég fæ út:
Bhphotovideo
Myndavél án afsláttar: 3997
Linsa án afsláttar: 1097
Sending: 77
Samtals fyrir VSK: 5171
Með 25,5% VSK: 6490
Í ISK = 881.017
Reykjavík Foto
Myndavél: 799900
Linsa: 239990
Samtals: 1.039.890
Mismunur = 158.873 kr.-
Er ég að reikna þetta eitthvað vitlaust?
-
- FanBoy
- Póstar: 761
- Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
- Reputation: 179
- Staðsetning: Terran Empire
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
falcon1 skrifaði:Ég fæ út:
Bhphotovideo
Myndavél án afsláttar: 3997
Linsa án afsláttar: 1097
Sending: 77
Samtals fyrir VSK: 5171
Með 25,5% VSK: 6490
Í ISK = 881.017
Reykjavík Foto
Myndavél: 799900
Linsa: 239990
Samtals: 1.039.890
Mismunur = 158.873 kr.-
Er ég að reikna þetta eitthvað vitlaust?
Þetta er nokkurn vegin á pari hjá þér, hvet þig samt að heyra í R.Foto og sjá hvað þau geta boðið uppá, heimasíðan er með listaverð og þar er oft rými fyrir afslátt
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
úppss... ég veit ekki hvernig þessi villa komst inn hjá mér haha...sverrirgu skrifaði:Vaskurinn er 24%.
Þá munar tæplega 169þ á því að kaupa erlendis frá og hérna heima. Ennþá meira ef ég bæti við minniskortakaupum við, minniskortin hafa alltaf verið fáránlega dýr hérlendis.
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Þetta er sundurliðun af BHPhoto:
VAT: $1,120.41
Other Taxes: $1,170.21
Disbursement: $45.81
Total: $2,336.43
Ég átta mig ekki á hvað “other taxes” er hjá þeim. Líklega ekki rétt.
VAT: $1,120.41
Other Taxes: $1,170.21
Disbursement: $45.81
Total: $2,336.43
Ég átta mig ekki á hvað “other taxes” er hjá þeim. Líklega ekki rétt.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Nei, það er örugglega ekki rétt þar sem það er bara VSK af ljósmyndavörum.Hauxon skrifaði:Þetta er sundurliðun af BHPhoto:
VAT: $1,120.41
Other Taxes: $1,170.21
Disbursement: $45.81
Total: $2,336.43
Ég átta mig ekki á hvað “other taxes” er hjá þeim. Líklega ekki rétt.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Er einhver viðgerðarþjónusta á Nikon á Íslandi eða myndavélavörum yfir höfuð? Þarf ekki alltaf að senda græjurnar út ef eitthvað klikkar? Það er þá spurning hvort það borgi sig að borga hærra verð fyrir ábyrgðina.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 216
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 81
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
falcon1 skrifaði:Er einhver viðgerðarþjónusta á Nikon á Íslandi eða myndavélavörum yfir höfuð? Þarf ekki alltaf að senda græjurnar út ef eitthvað klikkar? Það er þá spurning hvort það borgi sig að borga hærra verð fyrir ábyrgðina.
Ef myndavélin er í ábyrgð en viðgerðarþjónustan er erlendis þá er það verk söluaðila að koma henni í viðgerð.
Annars er það þinn hausverkur að senda hana út sjálfur.
Ég hélt reyndar að Beco væri með viðgerðarþjónustu en ætla ekki að sverja fyrir það.
-
Höfundur - Tölvutryllir
- Póstar: 638
- Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
- Reputation: 68
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Panta ljósmyndavél/linsu erlendis frá
Beco var allavega með viðgerðarþjónustu fyrir Canon. Veit ekki hvernig það er núna.
Ég er samt Nikon maður og í eina skiptið sem ég hef þurft að nota viðgerðarþjónustu þá var dótið einmitt sent út.
Ég er samt Nikon maður og í eina skiptið sem ég hef þurft að nota viðgerðarþjónustu þá var dótið einmitt sent út.