ASRock x570 Steel Legend móðurborð og annað eins og í undirskrift. Það virðist ekki nokkur leið að fá NVMe drif til að virka í þessu. Ítarleg gúggl virðast skila þessu sem þekktu vandamáli á ASRock borðum, en finn engar lausnir neinsstaðar. UEFI er nýjasta nýtt sem og allt sem hægt er að uppfæra. Slökkt á Thunderbolt. Skiptir engu hvort ég set NVMe í M2_1 eða M2_2 (á að virka í báðum), búinn að prófa 2 mismunandi diska og staðfesta að þeir séu í lagi í annarri tölvu. Eina sem virkar er gamall M2 Sata diskur.
Frá ASRock:
Kóði: Velja allt
- 1 x Hyper M.2 Socket (M2_1), supports M Key type 2230/2242/2260/2280 M.2 PCI Express module up to Gen4x4 (64 Gb/s) (with Vermeer, Matisse) or Gen3x4 (32 Gb/s) (with Cezanne, Renoir, Pinnacle Ridge and Picasso)*
- 1 x Hyper M.2 Socket (M2_2), supports M Key type 2230/2242/2260/2280/22110 M.2 SATA3 6.0 Gb/s module and M.2 PCI Express module up to Gen4x4 (64 Gb/s) (with Vermeer, Matisse) or Gen3x4 (32 Gb/s) (with Cezanne, Renoir, Pinnacle Ridge and Picasso)*
*If Thunderbolt™ support is enabled, SATA type M.2 will be disabled.
Supports NVMe SSD as boot disks
Eins og ég segi, þetta er að gera mig algjörlega fokheldan, það er óþolandi að geta ekki nýtt vélbúnaðinn almennilega. Einhverjar hugmyndir áður en ég gefst upp og hendi pening í annað borð?