Nálgast móðurborð support disk


Höfundur
Sossil
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 20. Mar 2021 15:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Nálgast móðurborð support disk

Pósturaf Sossil » Sun 05. Jún 2022 22:21

Ég er í frekar óvenjulegri stöðu. BIOS á móðurborðinu mínu er corrupted(Asus PRIME A320M-a). Ég er búinn að reyna margoft að nota usb kubb til að laga bios en það virkar ekki. Asus móðurborð koma með disk sem eiga að geta lagað þetta og ég er ekki lengur með minn.

Er einhver leið sem ég gæti nálgast ISO file sem ég gæti síðan brennt a disk og sett í tölvuna mína eða hvort ég gæti bara nálgast svona support disk hjá tölvuverslun.

Ég veit að ég þarf líklegast bara að kaupa nýtt móðurborð en ég vil reyna allt áður en ég gefst upp.




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nálgast móðurborð support disk

Pósturaf Hlynzi » Mán 06. Jún 2022 20:20

Er ekki hægt að skipta út bios kubbnum sjálfum (sá að sumir þeirra eru komnir í sökkul)

Annars er eitt að hafa í huga og það er að USB kubburinn sé formattaður rétt (FAT16 eða FAT32) með boot sector minnir mig. Ég var að vandræðast með svona fyrir nokkrum mánuðum og held að örgjörvinn hafi hreinlega verið ónýtur (USB flash ljósið leit samt út nokkuð eðlilega)


Hlynur

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2859
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Nálgast móðurborð support disk

Pósturaf CendenZ » Mán 06. Jún 2022 21:14

ertu með rétt usb port ?
Þessir bios recovery fælar virka bara með einu ákveðnu usb porti, ættir að finna það í manual




Höfundur
Sossil
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 20. Mar 2021 15:29
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nálgast móðurborð support disk

Pósturaf Sossil » Mán 06. Jún 2022 22:36

Ég er með usb kubbinn formattaðann í FAT32 og er búinn að prófa öll usb port a tölvunni.

Svo íhugaði ég að skipta út bios klúbbnum en ég á bara ekki réttu tólin til að gera það.




einarenergy
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Sun 24. Apr 2016 01:08
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Nálgast móðurborð support disk

Pósturaf einarenergy » Mán 06. Jún 2022 23:27

Prufaðu að skýra bios file-ið PRA320MA.CAP
Og nota Asus crash free bios 3 utility
Fann þetta í manual



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Nálgast móðurborð support disk

Pósturaf Moldvarpan » Þri 07. Jún 2022 06:00