vandamál með síma

Skjámynd

Höfundur
stinkenfarten
spjallið.is
Póstar: 472
Skráði sig: Lau 07. Nóv 2020 00:22
Reputation: 36
Staðsetning: Selfoss (Selfoss er ekki til)
Staða: Ótengdur

vandamál með síma

Pósturaf stinkenfarten » Mið 16. Feb 2022 12:11

Sælir vaktarar, ég kem nú með annað vandamál á borðið.

Ég keypti mér Note 8 í sumar 2018 í Elko, og hef farið vel með hann, venjulegt daily use og svoleiðis. Fyrir nokkrum mánuðum sé ég að ég fæ ekki samband til að hringja eða nota 4g, þó ég hef fengið samband á þessum stað áður. Þegar ég restarta símanum kemur samband í smástund, kannski 1-2 mínútur, og svo sér maður hvernig það fer niður þangað til að ég er með sambandsleysi. Þetta er búið að trufla mig því þegar mér langar að hringja í einhvern eða nota 4g, þá fer sambandið bara, eins og það veit að ég sé að fara nota það.

Ég held þetta er svona því ég hef misst síman nokkrum sinnum (óvart, auðvitað) og langar mig nú að spyrja hvað gæti verið að og hvort það væri mál að fara með þetta í Elko til að skipta um og laga. Einnig er skjárinn (bara glerið, enginn pixel eða snertiflötur er skemmdur) og bakglerið brotið þannig kannski væri hægt að fá þá til að skipta um það líka. Hvað myndi svona operation kosta mikið?

Kv Robin C.K.


með bíla og tölvur á huganum 24/7

Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 476
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: vandamál með síma

Pósturaf stefhauk » Mið 16. Feb 2022 12:19

orðinn 4 ára sími hugsa að best væri bara kaupa nýjan í staða að fara eyða pening í að laga þetta.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vandamál með síma

Pósturaf audiophile » Mið 16. Feb 2022 12:25

Borgar sig engan veginn að laga svona. Kominn tími á nýjan síma.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Climbatiz
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Mið 11. Maí 2005 21:28
Reputation: 54
Staðsetning: Breidholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vandamál með síma

Pósturaf Climbatiz » Mið 16. Feb 2022 13:39

kannski ættirðu að prufa að setja upp nýtt OS á símann, nota xde-developers, góð síða til að bæta endingu á gömlum símum, var með eldgamlann Samsung síma sem fólk var að búa til ný OS með sem gerði símann mun gagnlegri


ef ég skrifa kb þá meina ég kilobyte!!!


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: vandamál með síma

Pósturaf jonfr1900 » Mið 16. Feb 2022 15:03

Þetta er líklega ónýt lóðning við loftnetið inn í símanum. Það er engin góð leið að gera við þetta nema með sérstökum búnaði. Borgar sig ekki að fara með símann á verkstæði.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1177
Staða: Ótengdur

Re: vandamál með síma

Pósturaf rapport » Mið 16. Feb 2022 18:57

Fór með minn gamla S8 á verkstæði á sínum tíma og borgaði fúlgu fyrir að skipta um skjá en eitthvað skemmdist í símanum við viðgerðina, það var endalaust echo s.s. fólk sem hringdi í mig heyrði í sjálfu sér en einungis í símtölum, ef það var hirngt með appi, þá var allt OK.

Skoðaði allskonar á netinu, prófaði margt en ekkert virkaði.

Viðkvæmar viðgerðir á tækjum sem eru orðin gömul, get ekki mælt með þeim... Betra að koma þeim í örugga endurvinnslu eða helst endurnýtingu, parta eða e-h.



Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: vandamál með síma

Pósturaf rickyhien » Mið 16. Feb 2022 19:02

stinkenfarten skrifaði:Sælir vaktarar, ég kem nú með annað vandamál á borðið.

Ég keypti mér Note 8 í sumar 2018 í Elko, og hef farið vel með hann, venjulegt daily use og svoleiðis. Fyrir nokkrum mánuðum sé ég að ég fæ ekki samband til að hringja eða nota 4g, þó ég hef fengið samband á þessum stað áður. Þegar ég restarta símanum kemur samband í smástund, kannski 1-2 mínútur, og svo sér maður hvernig það fer niður þangað til að ég er með sambandsleysi. Þetta er búið að trufla mig því þegar mér langar að hringja í einhvern eða nota 4g, þá fer sambandið bara, eins og það veit að ég sé að fara nota það.

Ég held þetta er svona því ég hef misst síman nokkrum sinnum (óvart, auðvitað) og langar mig nú að spyrja hvað gæti verið að og hvort það væri mál að fara með þetta í Elko til að skipta um og laga. Einnig er skjárinn (bara glerið, enginn pixel eða snertiflötur er skemmdur) og bakglerið brotið þannig kannski væri hægt að fá þá til að skipta um það líka. Hvað myndi svona operation kosta mikið?

Kv Robin C.K.


verðskrá fyrir viðgerðarþjónustu frá Samsung umboði Tæknivöru..Elko er ekki með verkstæði
https://samsungmobile.is/verdskra/galaxy-note8/