Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.


Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Fös 16. Apr 2021 18:35

Góðan daginn.

Ég spyr hér, þar sem ég er ekki viss, en mig vantar að vita hvort móðurborðið mitt styðji örgjörva sem ég áskotnaðist.
Móðurborðið er komið til ára sinna, en ekki er í stöðunni eins og er að fara uppfæra það eins og er..

Móðurborðið mitt er :
https://www.msi.com/Motherboard/B85M-E45/Specification

Örgjörvinn er :
https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html

Skil ég það rétt, að móðurborðið styðji bara 3rd Generation af 1150 ?
Örgjörvinn er 4th. Generation.



Skjámynd

Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 325
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Fennimar002 » Fös 16. Apr 2021 19:09

Undir detail stendur að móðurborðið styðji 4 kynslóðina.
Hér: https://www.cpu-upgrade.com/mb-MSI/B85M-E45.html getur séð líka hvaða örgjörva þetta móðurborð styðji. Getur notað ctrl + f og slærð inn heitið á örgjörvanum.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf jonsig » Fös 16. Apr 2021 19:53

Annars þarftu að átta þig á að stundum þarf bios update ef örgjörvinn er mikið nýrri en móðurborðið. Þú sér support móðurborða á heimasíðu framleiðandans




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Fös 16. Apr 2021 20:05

Takk fyrir upplýsingarnar, báðir tveir.

Ég hef skipt um skjákort, diska og minni, en aldrei örgjörvan sjálfan.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Klemmi » Fös 16. Apr 2021 21:11

Ef þú ert með eldri en A4 BIOS-inn, þá þarftu að öllum líkindum að uppfæra hann.

Hér er linkur á nýjasta BIOS-inn, líklega er svokallað M-Flash tól innbyggt í BIOS-inn hjá þér nú þegar, og þá þarftu einfaldlega að setja E7817IMS.A90 skránna úr zip fælnum inn á USB lykil, ræsa inn í BIOS, fara í M-Flash og fylgja ferlinu þar.
https://download.msi.com/bos_exe/mb/7817vA9.zip

Hér er linkur á móðurborð af sömu kynslóð (en aðeins "dýrara" kubbasett), líklega og vonandi er þetta svipað :)
https://www.youtube.com/watch?v=1Z76WuN8eTg
Síðast breytt af Klemmi á Fös 16. Apr 2021 21:13, breytt samtals 2 sinnum.




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Fös 16. Apr 2021 21:46

Var einmitt búinn að kynna mér uppfærsluna og fylgja þeim leiðbeiningum.
EN . . . . . nú er bara allt frosið. Get hvorki hreyft músina, né notað örvatakkana.
Þegar þetta er skrifað, eru komnar 20 mín. :dissed
Viðhengi
20210416_213925.jpg
20210416_213925.jpg (1.71 MiB) Skoðað 2938 sinnum
Síðast breytt af Siggigudmars á Fös 16. Apr 2021 21:47, breytt samtals 1 sinni.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Klemmi » Fös 16. Apr 2021 21:57

Úffff, það er ekkert rosa töff... Varstu búinn að velja skránna þegar þetta fraus?




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Fös 16. Apr 2021 22:03

Já. Valdi neðri mögulegann, eins og uppsetningar leiðbeiningar sögðu. Valdi flash drifið og svo E7817IMS.A90

Þá fraus allt. 38 mín komnar núna




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Klemmi » Lau 17. Apr 2021 11:04

Siggigudmars skrifaði:Já. Valdi neðri mögulegann, eins og uppsetningar leiðbeiningar sögðu. Valdi flash drifið og svo E7817IMS.A90

Þá fraus allt. 38 mín komnar núna


Sorry, ég setti mynd í gang og gleymdi að fylgja þessu á eftir.

Hvernig er staðan?




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Lau 17. Apr 2021 18:22

Sælir.

Ég hafði bara kveikt á henni í nótt. Í morgun var sama staðan, þannig að ég tók smá séns. . . . .

Tók USB úr sambandi, en engin breyting.
Slökkti á tölvunni og ræsti hana svo aftur.
Fór inn í BIOS og þá sá ég að það hafði uppfærst,
svo að ég fór út úr BIOS og hún kláraði ræsinguna.
Ekkert sem ég sé athugavert.

Núna er bara að skipta um örgjörvann. (krossa fingur)

Takk fyrir allt. :happy




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Klemmi » Lau 17. Apr 2021 18:30

Gott að heyra að borðið sé heilt og vonandi flýgur hún í gang með nýja örgjörvanum, engin smá uppfærsla m.v. þennan G3420 :)




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Lau 17. Apr 2021 21:41

:megasmile Nákvæmlega. Maður er búinn að vera full nægjusamur með þetta grey.




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Lau 17. Apr 2021 22:47

Búinn að skipta.
Næ engu sambandi við skjáina.
Búinn að prófa svissa af skjákortinu og yfir á móðurborðið.
Viftur fara í gang, vélin keyrir í 1 mín, en slekkur á sér
og ræsir sig strax aftur.

Tók bara viftuna úr sambandi og allt aftan á tölvunni.
Síðast breytt af Siggigudmars á Lau 17. Apr 2021 22:49, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 325
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Fennimar002 » Lau 17. Apr 2021 23:08

Það gerist stundum að tölvan endurræsir sig þegar windows tekur eftir nýjum örgjörva, hefur allavega gerst hjá mér nokkur skipti.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Lau 17. Apr 2021 23:12

Skil það svo sem, en fæ enga svörun á skjáina.
Skiptir engu hvort ég sé með þá tengda á skjákortið
eða beint á móðurborðið

Ætti ég ekki að sjá allavega á skjáina ?



Skjámynd

Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 325
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Fennimar002 » Lau 17. Apr 2021 23:15

Ég veit frekar lítið með svona, en gæti kannski virkað að kveikja án þess að hafa boot drive tengt? Sjérð þá kannski hvort þú komist inn í bios.


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Lau 17. Apr 2021 23:18

Takk. Prófa það á eftir eða í fyrramálið.

Allar tillögur vel þegnar.




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Klemmi » Sun 18. Apr 2021 09:31

Fyrsta spurning er hvort þú sért alveg viss um að BIOS hafi uppfærst? :)
Og hvort að það sé í lagi með örgjörvann, en þykir það reyndar líklegt, sjaldan sem Intel örgjörvar bila.

En allavega það fyrsta sem maður myndi prófa væri að resetta CMOS, yfirleitt gert með jumper á móðurborðinu.




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Sun 18. Apr 2021 12:26

Arrrrrg. Ætlaði að setja gamla örgjörvann í aftur,
en þá sá ég að mér hafði tekist að skekkja einn pinnan í sökklinum.

Game over ?



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1860
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 219
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Nariur » Sun 18. Apr 2021 12:37

Ef þér tekst að beygja pinnann til baka ættirðu að vera góður.
Nú er bara tími fyrir stöðuga hendi og gott tól eins og flísatöng.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Klemmi » Sun 18. Apr 2021 12:53

Ef pinninn er ekki brotinn, þá er yfirleitt hægt að rétta þá með vandvirkni og þolinmæði :)




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Sun 18. Apr 2021 13:29

Taka bara róandi, móðurborðið undir stækkunarglerið og taka því rólega. :snobbylaugh




Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Sun 18. Apr 2021 23:21

Náði að rétta hann við.
En engin breyting.
Farinn að hallast að því að uppfærslan hafi ekki gengið upp.
Hvað er þá til ráða?
Viðgerð ?
Nýtt móðurborð ?



Skjámynd

Fennimar002
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 325
Skráði sig: Sun 24. Feb 2019 17:32
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Fennimar002 » Mán 19. Apr 2021 12:25

Varstu búinn að prufa setja gamla örgjörvann í nokkuð? eða reseta CMOS?


Main:
Ryzen 5 5600x | Asus ROG Strix B550-f | Vengeance RGB Pro 4x8gb | Asus ROG Strix RTX 3070 ti | Phanteks Evolv | RM850x | Samsung 980 pro | ROG Swift 27" 144hz | ROG Strix 27" 144hz


Höfundur
Siggigudmars
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Sun 24. Nóv 2019 12:56
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð - Stuðningur móðurborðs á örgjörva.

Pósturaf Siggigudmars » Mán 19. Apr 2021 12:35

Já. Var búinn að setja hann í aftur.
Ræsti hana, en allt svart.

Viðurkenni fávisku, en hvað áttu við með að 'reseta CMOS' ?

Búinn að gúggla það. Fer yfir þetta í dag