Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin


Höfundur
xodusi
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 12. Des 2015 02:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin

Pósturaf xodusi » Lau 19. Des 2020 14:56

Góðan dag,

Ég byggði tölvu fyrir sirka mánuði. Tölvan gefur frá sér skrítið hljóð, ég næ ekki að staðsetja uppruna hljóðsins eða tengja það við einhverja sérstaka vinnslu.
Í tölvunni eru eftirfarandi íhlutir:
Móðurborð - Gigabyte B460M DS3H
Örgjörvi - Intel i5 10600
Örgjörvakæling - Arctic Cooling Freezer 34 eSports (tvær 12cm viftur)
Vinnsluminni - G.SKILL 16GB kit (2x8GB) DDR4 2666MHz
Skjákort - Palit GTX 1660 Super
Aflgjafi - Phanteks AMP 550 GOLD 80plus
Turnkassi - Phanteks Eclipse P400A (tvær 12cm viftur)

Örgjörvin og skjákortið keyra á undir venjulegum hitastigum.
GPU minimal load: 31-34°C - hef mest séð fara í 72°C 85% load.
CPU minimal load: 23-25°C - hef mest séð fara í 55°C veit ekki nákvæmt load en yfir 45%

Hér er hlekkur á upptöku á hljóðinu (tekið á Iphone fyrir utan turninn en alveg upp að honum)
https://soundcloud.com/olafur-arnar/skr ... r-tolvunni.

Engar snúrur gætu verið að rekast í vifturnar, búinn að athuga það.
Tek það fram að hljóðið er ekki stanslaust heldur kemur það stundum og varir þá í smá stund eins og heyrist í upptökunni, hverfur í smá tíma og síðan gerist það aftur.

Ef einhver gæti gefið mér upplýsingar varðandi uppruna hljóðsins, hvort að ég ætti að hafa áhyggjur eða ekki, og mögulega lausn væri það einstaklega vel þegið.

Bestu kveðjur




pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Reputation: 174
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin

Pósturaf pepsico » Lau 19. Des 2020 15:02

Þetta hljómar voðalega mikið eins og viftuhljóð. Getur prófað að taka skjákortið og allar viftur úr sambandi nema þá sem er tengda í CPU_FAN, byrja á að gá hvort það er hún, láta svo skjákortið í, gá hvort það er það, og tengja restina af viftunum síðan í eina í einu skref fyrir skref.
Fyrst það kemur bara upp stundum þarftu að prófa vifturnar alveg frá 0% og upp í 100% keyrslu. Léttast að gera það í UEFI/BIOS fan control stillingunum fyrir allar viftur nema skjákortið, og MSI Afterburner fyrir skjákortsvifturnar.



Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin

Pósturaf SolidFeather » Lau 19. Des 2020 15:03

Það er hægt að giska helling en ég myndi nota útilokunaraðferðina. Prófa að taka allar viftur úr sambandi og fjarlægja skjákortið og sjá hvort að þetta hætti.

Hvernig harða diska ertu með?




Höfundur
xodusi
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Lau 12. Des 2015 02:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin

Pósturaf xodusi » Lau 19. Des 2020 15:07

Skellur að gleyma harða disknum, er með Samsung 970 evo plus.
Takk fyrir ráðin, ég prófa þetta.

Teljið þið hljóðið vera merki um bilaða viftu? Ef þetta er viftan á skjákortinu hvað ráðleggjið þið mér að gera?

Fyrirfram þakkir




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin

Pósturaf Klemmi » Lau 19. Des 2020 16:08

Hljómar fyrir mér eins og einhver víbringur, sem mestu líkurnar eru að séu frá ekki nægilega hertri kassaviftu, eða ef þú er líka með einhvern venjulegan (ekki ssd) harðan disk?

Annars gæti jafn vel dugað að bara aðeins lyfta kassanum upp og leggja hann aftur niður, ef þetta er bara eitthvað smá sem liggur einhverstaðar utan í og skorðast við það.

Annars er það bara eins og fyrri ræðumenn hafa sagt, útilokunaraðferðin :)




Bangsimon88
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 20:12
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Skrítið hljóð úr glænýrri vél - aðstoð vel þegin

Pósturaf Bangsimon88 » Lau 19. Des 2020 18:42

Ég var að smíða fyrir einhveju síðan og það vantaði standoff fyrir hægri hlið móðurborðsins og ég reiknaði með því að þá væri bara óðarfi að setja þær skrúfur í. Ég hafði hinsvegar rangt fyrir mér og það víbraði undir miklu cpu álagi þegar viftan fór að keyra almennilega. Lagaðist við að bæta 2stk standoffs í kassann og skrúfum í móðurborðið. Ég hringdi einfaldlega í búðina og bað um 2stk sem var ekkert mál.


Gigabyte B360 ITX - i9 9900k - Zotac RTX 3070 Twin Edge - Corsair Vengeance 2x8gb 3000mhz - WD Blue 1tb - InWin 750w 80+ Gold - Deepcool AG400 - InWin A1 Plus ITX